Nýbúar - Taka 7 - Tungumálakunnátta eða ekki?

Þegar nýbúi kvartar undan lélegri afgreiðslu í búð á 101 R., vegna tungumálaerfiðleika, er þá ekki eitthvað að?

Átti ágjætt spjall við kunningjakonu mína, s.l. laugardag. Hún er nýbúi hér á landi, ung kona frá Marokkó, og vinnur í fyrirtæki á 101 R. Hún talar íslenskuna alveg þokkalega. Hún kvartaði undan því að starfsmaður í bakaríi sem hún hefur verslað við, skildi ekki það sem hún var að biðja um, og var spurð hvort hún gæti ekki talað ensku.

Kunningjakonan sagðist vera hneyksluð á þessu, þ.e. að starfsmaður í íslensku fyrirtæki skildi ekki það sem hún væri að biðja um.

Ég nefndi það við hana, að það væri erfitt að fá starfsflólk til starfa í bakaríum, og þess vegna yrði stundum að ráða fólk með takmarkaða tungumálakunnáttu í svona störf.

OK. Nýbúar meö reynslu og tungumálakunnáttu, gera vissulega sömu kröfur og Íslendingar um að afgreiðslufólk veiti viðunandi þjónustu og geti svarað spurningum í þeim fyrirtækjum þar sem það vinnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband