Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.1.2016 | 02:05
Euroshopper-bjór í boði Haga, en hvað varð um kaffið?
Þegar ég les fyrirsögn á frétt mbl.is um að Hagar ætli að fara að selja Euroshopper-bjór, býst ég við að sjá mynd af bjórflösku eða dós. En það er ekki raunin: mynd af miðaldra karlmanni birtist með fréttinni, Finnur nokkur Árnason. Líklega framkvæmdastjóri væntanlegrar bjórsölu.
Nú á að græða á landanum, hugsa ég með mér, þar sem landinn er í eðli sínu hagsýnn og vill kaupa ódýrt það sem hann kaupir oft.
Ég er þessi hagsýna húsmóðir, og velti fyrir mér af hverju t.d. Bónus-verslanirnar, sem Hagar reka, hættu að selja Euroshopper-kaffið fyrir nokkrum misserum. Þetta er ágætt kaffi og ódýrt. En það hætti að sjást í hillum hjá Bónus. Ég veit að Bónus er sjálft með sitt eigið kaffi í sölu, þetta í gulu pökkunum, og mig grunar að þeir hafa ekki þolað að Euroshopper-kaffið hafi verið ódýrara og selst betur.
Bónus er matvöruverslun og ég er ósátt við að eigendur dömpi vinsælli Euroshoppervöru, þ.e. kaffinu, sérstaklega í því ljósi fréttar mbl.is að á döfinni sé að selja Euroshopper bjór.
Mér finnst að fyrirtækið sé að mismuna viðskiptavinum sínum. Ef þeir ætla að selja þennan bjór, þá er sanngjarnt að kaffidrykkjufólk fái að sitja við sama borð, og geta keypt Euroshopper-kaffi í Bónus.
Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2016 | 21:39
Vantar neðan á fætur barns í Parma - Foreldrar ósáttir
Mér dettur helst í hug að þessir foreldrar hefðu ekki viljað að barnið hefði fæðst. Fyrir utan að drengurinn hafi fæðst án fótleggja fyrir neðan hné, er hann heilbrigður að öðru leyti.
Mér er sterkt í minni barn sem fæddist í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Móðirin er íslensk í aðra ættina. Á meðgöngu kemur fram að ekki er í lagi með fóstrið. Foreldrar ákveða þrátt fyrir það, að enda ekki meðgöngu. Þeim fæddist stúlkubarn, sem var bæði handleggja og fótalaus. Ég gleymi aldrei jólakortinu sem barst til minnar fjölskyldu af barninu, litlu stúlkunni í sparikjól, þó að hún væri handa og fótalaus. En íslenska amman sem sendi jólakortið af barnabarninu, var greinilega stolt af litlu dömunni.
Vantaði neðan á fætur barnsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2016 | 03:02
Erlendir ferðamenn áttavilltir hér um jól og áramót.
Fór í bíltúr eftir að hafa hlustað á ávarp forsætisráðherra á gamlárskvöld. Til að skoða brennur á höfuðborgarsvæðinu og til að taka mynd af Hörpunni sem átti að skarta ártalinu 2015 og breyta því í 2016 á miðnætti. Þegar við ókum Sundlaugarveg, beið fólk í biðskýli Strætó bs. Ég kallaði útum bílgluggann og þeir sem biðu voru 3 þjóðverjar sem voru á leið niður í bæ. Bauð þeim upp í bílinn og þau sögðu mér að þau væru búin að leigja bílaleigubíl og ætluðu til Hafnar í Hornafirði eftir 2 daga. Ég bara bað þau um að aka gætilega og að stoppöa ekki á þjóðveginum til að taka myndir, heldur notfæra sér vasa, eða útskot til að stöðva bíl. ... Og aka varlega þar sem að hálka og snjór væri á vegum. - Hvað á maður að segja eða ekki segja? Það er alla vega ekki fyrir mig að fara í einhvern bíltúr til Hafnar á Horafirði um miðjan vetur.
1.1.2016 | 05:38
Landsbankinn rændur - Kannski er bankinn á leikskólastiginu.
Viðvaningar ræna fé úr Landsbankanum í Borgartúni. Þeim tekst það enda var hegðun þeirra ógnandi. En ránið greinilega ekki nægilega úthugsað til enda.
Mér skilst að ræningjarnir hafi hoppað yfir afgreiðsluborð, líklega til að sjást ekki í myndavélum eins og hver annar viðskiptavinur, ógnað gjaldkera og komist á brott með fé.
Veit ekki hvað í þeirra huga fékk þá til að ræna þennan banka. Þetta er minn viðskiptabanki, og bæði aðkoma að bankanum og að keyra frá honum er ekki svo auðveld, þannig að viðskiptamaður bankans geti keyrt á fullu frá bankanum.
En gjaldkeraaðstaðan í bankanum er þannig að hægt er að ganga kringum gjaldkeraborðið. Bankaræningi þarf alls ekki að hafa fyrir því að stökkva yfir til gjaldkera. Hann gæti hæglega gengið að gjaldkera, til að ræna hann, eða hana. Gjaldkerinn er yfirleitt miðaldra eða kona á besta aldri. Ræningjar vita þetta.
Í gegnum tíðina og í bönkum hér yfirleitt, eru gjaldkerastúkur yfirleitt lokaðar. Ég bjó um tíma í landi við Miðjarðarhaf og ég tók sérstaklega eftir að það var enginn leikskólabragur á hlutunum þegar maður kom inn í banka: gjaldkerinn var stór og stæðilegur miðaldra karlmaður og vann sína vinnu í gjaldkerastúkunni sem var girt með rimlum.
26.12.2015 | 00:36
Ömurleg Reykjavík fyrir túrista á jóladag
Það gerist varla verra fyrir túrista á jóladag að vera á ferðinni í miðbænum og nánast allt lokað. Hitti 2 góðar konur sem vinna í fjárfestingabransanum í Singapore, sem voru að leita eftir opinni búð í miðbænum í dag. Ég tjáði þeim að 10-11 verslunin sem þær stóðu framan við, yrði opnuð á miðnætti.
Ég sjálf var á leiðinni í búð sem ég hafði frétt að væri opin á jóladag, en það var Pétursbúð, sem er nálægt St. Jósefsspítala. Konurnar þáðu boð mitt um að verða mér samferða í búðina. Það var hryllilega kalt þarna í dag, en við áttum ágætt spnjall, en á leið okkar var ekki einn einasti staður opinn þar sem hægt var að kaupa sér kaffi, setjast niðu og spjalla. Reyndar voru Bæjarins bestu opnar. Og einhver kaffihús á Skólavörðustíg.
Frétti svo í kvöldfréttum að 25 flugvélar hefðu komið til landsins daginn ágður með 11 þúsund ferðamenn á aðfangadag. Og margir ferðamenn með þeim vélum gripu í tómt: allt lokað og jolamaturinn bara samlokur.
Mig grunar að vinnuveitandinn, múarinn, sem var með Albanskan mann í vinnu hjá sér, hafi nú ekki gert sér grein fyrir því hvað hann var að fara útí þegar hann sótti um ríkisborgararétt fyrir albanska fjölskyldu.
Þegar fjölskyldan kemur til baka til landsins, fær hún ekki fría íbúð og inneign á greiðslukorti. Þess vegna verður téður Hermann Ragnarsson að finna íbúð fyrir fjölskylduna. Ekki getur fjölskyldan verið á götunni. Íslenskir ríkisborgarar verða að sjá um sig sjálfir (með hjálp góðra manna).
Í fréttinni á mbl.is segir Hermann að söfnunin gangi ekki nægilega vel. Við hverju má svo sem búast hér á Íslandi um miðjan desember, rétt fyrir jól? Margar íslenskar fjölskyldur eru að sligast fjárhagslega vegna jólagjafakaupa og að kaupa í jólamatinn.
Mín tilfinning er sú, að fólk vill vel með því að læka, en það hefur nóg með sig á þessum árstíma, sem og öðrum árstímum, þannig að Hermann verður í bíta í það súra epli, að ef útlendingar fá ríkisborgararétt, þá verða þeir að reyna að lifa af eins og hver annar Íslendingur, sem berst hér í bökkum, og sem er að reyna að eiga í sig og á.
Við tekur íslenskur veruleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2015 | 21:13
Góð frétt að margir ætli að senda jólakort með bréfapósti.
Það er alltaf skemmtilegt að fá umslag með frímerki inn um póstlúguna. Og alltaf áhugavert að sjá hvernig jólafrímerkin líta út. Samskipti eru orðin allt of nettengd. Korta og frímerkjalaus!
Fyrr á árinu rakst ég á auglýsingu þar sem fólk er hvatt til að senda hvort öðru póstkort (meðö frímerkjum auðvitað). Vefsíðan postcrossing.com er miðillinn. Hef átt í áhugaverðum samskiptum við fólk út um allan heim. Og íslensk póstkort (og frímerki) sem ég hef veið að senda fólki hefur verið að slá í gegn.
Flestir senda jólakort með bréfpósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2015 | 00:17
Bardagi Gunnars, Gunnar þetta, Gunnar hitt, fjölmiðlar meðvirkir ...
Bardagaíþrótt sem Gunnar nokkur keppir í, og er ekki keppt í hér á landi, og sem fæstir vita um hvað gengur út á, gjörsamlega tröllríður fjölmiðlum hér á landi þegar Gunnar keppir erlendis.
Í vikunni fékk almúginn að sjá í fréttum, rækilega, út á hvað þetta gegnur út á: Gunnar nokkur mætti í viðtal, eftir að hafa verið barinn sundur og saman. Hann var allur krambóleraður í andlitinu eftir að hafa tapað fyrir stórum erlendum bardaga-bósa.
Þeir sem höfðu fylgst með íþróttafréttum fóru ekki varhluta af lokabardaganum, þegar bósinn lagði Gunnar: bósinn barði hann sundur og saman, og barði höfuð hans ótt og títt í gólfið.
Er þetta íþrótt sem þú óskar eftir að sonur þinn, eða dóttir eigi eftir að taka þátt í, í nánustu framtíð?
Ég hugsaði með mér, að ef ég fengi að ráða, að þá ætti að banna að sýna þessa íþrótt á ríkisfjölmiðlum. Ofbeldið er nóg í þjóðfélaginu og það væri að bera í bakkafullan lækinn að sýna þvílíkt ofbeldi sem sjálfsagða íþrótt.
Hef alltaf furðað mig á því hversu íþróttabullur fjölmiðla eru áfjáðir í að segja fréttir af téðum Gunnari og bullum og bósum sem hann keppir við að berjast við til sigurs.
Legg til að RÚV loki á sýningar og fréttir af Gunnari og álíka ofbeldisbósum.
Gunnar lenti á slöngureit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2015 | 23:55
Hélt ég væri að lesa ameríska frétt
þegar ég las frétt um Sæþór og fjölskyldu sem fékk glerbrot yfir sig á Höfðabakkabrú í dag. Já, þetta et ótrúlegt, að fjölskyldan hafi sloppið ósködduð frá þessum ósköpum. Í huganum gerast svona slys bara í Ameríku, í huganum ... en því miður geta svona slys orðið hér á litla Íslandi.
Fengu glerdrífuna yfir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2015 | 22:57
Ekki er ásættanlegt að póstútburði sé ábótavant
Fólk gerir ekki nógu mikið að því að kvarta, þegar það fær ekki póstinn sinn og/eða að það fær ókunnugan póst inn um lúguna hjá sér.
Lenti í þessu fyrir nokkrum árum og var dugleg að hringja í þjónustuver póstsins. Nýbúi var að bera út í hverfinu hjá mér, og útburðurinn var skelfilegur. Þegar ég eftir dúk og disk, fór t.d. með bréf sem kom inn í mína lúgu, en átti að berast til nöfnu minnar í næstu götu, varð ég fljótlega vör við nýjan bréfbera.
Til mikilla bóta: þessi íslenski bréfberi setur réttan póst í póstkassa. En t.d. í sumar þegar hún fór í frí, fór ég að fá rangan póst í póstkassann.
Póstútburður er nákvæmnisverk. Ég sætti mig ekki við póstdreifingu þar sem starfsmaður heldur að hann/hún komist upp með að setja bréf ínn í lúgur, þar sem þau eiga ekki heima.
Þetta snúst um að starfsmaður lesi rækilega utan á umslögin, og setji á réttan stað.
En þjónustuver póstsins tekur á móti kvörtunum og líka hrósi. Ég hef líka hringt inn þangað til að hrósa. Það er hundleiðinlegt að hringja sífellt inn með kvartanir.
Skilaði pósti fyrrverandi bréfbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |