Vantar neðan á fætur barns í Parma - Foreldrar ósáttir

Mér dettur helst í hug að þessir foreldrar hefðu ekki viljað að barnið hefði fæðst. Fyrir utan að drengurinn hafi fæðst án fótleggja fyrir neðan hné, er hann heilbrigður að öðru leyti.

Mér er sterkt í minni barn sem fæddist í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Móðirin er íslensk í aðra ættina. Á meðgöngu kemur fram að ekki er í lagi með fóstrið. Foreldrar ákveða þrátt fyrir það, að enda ekki meðgöngu. Þeim fæddist stúlkubarn, sem var bæði handleggja og fótalaus. Ég gleymi aldrei jólakortinu sem barst til minnar fjölskyldu af barninu, litlu stúlkunni í sparikjól, þó að hún væri handa og fótalaus. En íslenska amman sem sendi jólakortið af barnabarninu, var greinilega stolt af litlu dömunni. 


mbl.is Vantaði neðan á fætur barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband