Euroshopper-bjór í boði Haga, en hvað varð um kaffið?

Þegar ég les fyrirsögn á frétt mbl.is um að Hagar ætli að fara að selja Euroshopper-bjór, býst ég við að sjá mynd af bjórflösku eða dós. En það er ekki raunin: mynd af miðaldra karlmanni birtist með fréttinni, Finnur nokkur Árnason. Líklega framkvæmdastjóri væntanlegrar bjórsölu.

Nú á að græða á landanum, hugsa ég með mér, þar sem landinn er í eðli sínu hagsýnn og vill kaupa ódýrt það sem hann kaupir oft.

Ég er þessi hagsýna húsmóðir, og velti fyrir mér af hverju t.d. Bónus-verslanirnar, sem Hagar reka, hættu að selja Euroshopper-kaffið fyrir nokkrum misserum. Þetta er ágætt kaffi og ódýrt. En það hætti að sjást í hillum hjá Bónus. Ég veit að Bónus er sjálft með sitt eigið kaffi í sölu, þetta í gulu pökkunum, og mig grunar að þeir hafa ekki þolað að Euroshopper-kaffið hafi verið ódýrara og selst betur.

Bónus er matvöruverslun og ég er ósátt við að eigendur dömpi vinsælli Euroshoppervöru, þ.e. kaffinu, sérstaklega í því ljósi fréttar mbl.is að á döfinni sé að selja Euroshopper bjór.

Mér finnst að fyrirtækið sé að mismuna viðskiptavinum sínum. Ef þeir ætla að selja þennan bjór, þá er sanngjarnt að kaffidrykkjufólk fái að sitja við sama borð, og geta keypt Euroshopper-kaffi í Bónus.


mbl.is Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband