Ekki er ásættanlegt að póstútburði sé ábótavant

Fólk gerir ekki nógu mikið að því að kvarta, þegar það fær ekki póstinn sinn og/eða að það fær ókunnugan póst inn um lúguna hjá sér.

Lenti í þessu fyrir nokkrum árum og var dugleg að hringja í þjónustuver póstsins. Nýbúi var að bera út í hverfinu hjá mér, og útburðurinn var skelfilegur. Þegar ég eftir dúk og disk, fór t.d. með bréf sem kom inn í mína lúgu, en átti að berast til nöfnu minnar í næstu götu, varð ég fljótlega vör við nýjan bréfbera.

Til mikilla bóta: þessi íslenski bréfberi setur réttan póst í póstkassa. En t.d. í sumar þegar hún fór í frí, fór ég að fá rangan póst í póstkassann.

Póstútburður er nákvæmnisverk. Ég sætti mig ekki við póstdreifingu þar sem starfsmaður heldur að hann/hún komist upp með að setja bréf ínn í lúgur, þar sem þau eiga ekki heima.

Þetta snúst um að starfsmaður lesi rækilega utan á umslögin, og setji á réttan stað.

En þjónustuver póstsins tekur á móti kvörtunum og líka hrósi. Ég hef líka hringt inn þangað til að hrósa. Það er hundleiðinlegt að hringja sífellt inn með kvartanir.


mbl.is Skilaði pósti fyrrverandi bréfbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband