Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Ég kalla þetta leikskólaveður ....

það veður sem geysar nú á austurströnd Bandaríkjanna. Og ég kalla einnig veður sem var á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, þegar snjóaði mikið, leikskólaveður m.v. hversu mikið snjóar fyrir norðan. Ég gekk í snjó upp fyrir hné í byrjun desember 2015 þarna fyrir norðan. Það var reyndar á göngustígum og svæðum sem vélar höfðu rutt upp snjó. Sem sagt Reykjavík og Bandaríkin eru á leikskólastiginu m.v. Norður-Ísland sem er á háskólastiginu hvað varðar snjókomu og ófærð varðar. - En vissulega eru svæði í Bandaríkjunum þar sem snjóar mikið og vandræði skapast á þjóðvegum. -

En nú er ég komin út á hála braut, með samanburði á vondu veðri hér og þar. Best að hætta núna. En ég segi alltaf: ef þú ætlar út á land, kynntu þér veðurspána, áður en þú leggur í'ann.


mbl.is Eins og meðalveður í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hafa farsíma inni í sama herbergi og ungabarnið ...

Þetta sagði ég dóttur minni í fyrra sem eignaðist barn í árslok 2014. Það þarf ekki endilega að slökkva á farsímanum, en ekki er heilsusamlegt að hafa farsíma í sama herbergi og ungabarn, eða sofa með farsímann á koddanum yfirleitt.

Farsímar gefa út frá sér sterkar radíóbylgjur. Sem geta verið skaðlegar. Ég eignaðist fyrsta farsímann minn árið 1995, Motoróla eintak. Ég fletti upp á netinu á þeim tíma upplýsingum um þann síma. Þegar verið var að þróa farsímann, var starfsmaður í verkerfninu stöðugt með símann á eyranu. Hann greindist síðar með krabbamein í heila.

Ég hvet fólk í dag að skilja síma sína eftir í stofu eða eldhúsí á nóttunni. Ekki hafa neina síma í svefnherbergjum hjá sér eða börnunum.

Við spyrjum bara að leikslokum: til lengri tíma litið, vitum við lítið hvaða áhrif radíóbylgjur frá farsímum hafa á okkur eða börnin okkar.

Gamli góði heimasíminn, er alltaf bestur, þegar allt kemur til alls!

simi


mbl.is Foreldrar slökkvi á símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bessastaðír afþreying fyrir ferðamenn?

Er ferðamönnum fjölgar á landinu, er mikilvægt að nægileg afþreyging sé í boði fyrir það góða fólk sem heimsækir landið.

Útivist er ekki besti kosturinn megin hluta ársins, þannig að ferðamenn taka fagnandi að komast í einhverja góða heimsókn. T.d. í mat til íslenskrar fjölskyldu, sem er orðið í boði hér á landi.

Elísabet forsetaframbjóðandi vill virkja Bessastaði, og ég er viss um að ferðamenn taki því fagnandi að geta heimsótt þennan sögufræga stað, og jafnvel hoppað á trampólíni þarna í leiðinni.

En skv. frétt mbl.is segir frambjóðandinn m.a.: "Ég vil nú fyrst og fremst hafa það huggulegt á Bessastöðum og geta haft góð laun og svo mun ég bjóða öllum þangað. Bessastaðir eiga að vera opnir og mikil traffik af fólki. Þetta á ekki að vera hús í fjarska heldur á að liggja þjóðbraut þangað."

Það væri kannski mögulegt að breyta stjórnarskránni þannig að hlutverk forseta væri ekki bara að taka á móti háttsettum gestum, þar sem væri boðið upp á dýrt áfengi og snittur, heldur selja aðgang að afþreygingu þar sem fjölskyldur og ferðamenn gætu gætt sér á kakó, kaffi og kleinum, hoppa á trampólíni og jafnvel hlusta á fyrirlestur um sögu Bessastaða?


mbl.is Vill þjóðbraut á Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur Gnarrinn með?

Já, það er nú spurning hvort Jón Gnarr á nú von á sér. En skv. fréttinni hér á mbl.is fá landsmenn að vita það á 365 miðlum, föstudag.

Og það verður fróðlegt að frétta á næstunni hvort fleiri landsmenn eiga von á sér.

Í mínum huga ganga ýmsir með forsetann í maganum, eru jafnvel óléttir, þó að þeir taki aldrei skrefið með að tilkynna um óléttuna.


mbl.is Jón Gnarr er „til alls vís“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Euroshopper-bjór í boði Haga, en hvað varð um kaffið?

Þegar ég les fyrirsögn á frétt mbl.is um að Hagar ætli að fara að selja Euroshopper-bjór, býst ég við að sjá mynd af bjórflösku eða dós. En það er ekki raunin: mynd af miðaldra karlmanni birtist með fréttinni, Finnur nokkur Árnason. Líklega framkvæmdastjóri væntanlegrar bjórsölu.

Nú á að græða á landanum, hugsa ég með mér, þar sem landinn er í eðli sínu hagsýnn og vill kaupa ódýrt það sem hann kaupir oft.

Ég er þessi hagsýna húsmóðir, og velti fyrir mér af hverju t.d. Bónus-verslanirnar, sem Hagar reka, hættu að selja Euroshopper-kaffið fyrir nokkrum misserum. Þetta er ágætt kaffi og ódýrt. En það hætti að sjást í hillum hjá Bónus. Ég veit að Bónus er sjálft með sitt eigið kaffi í sölu, þetta í gulu pökkunum, og mig grunar að þeir hafa ekki þolað að Euroshopper-kaffið hafi verið ódýrara og selst betur.

Bónus er matvöruverslun og ég er ósátt við að eigendur dömpi vinsælli Euroshoppervöru, þ.e. kaffinu, sérstaklega í því ljósi fréttar mbl.is að á döfinni sé að selja Euroshopper bjór.

Mér finnst að fyrirtækið sé að mismuna viðskiptavinum sínum. Ef þeir ætla að selja þennan bjór, þá er sanngjarnt að kaffidrykkjufólk fái að sitja við sama borð, og geta keypt Euroshopper-kaffi í Bónus.


mbl.is Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar neðan á fætur barns í Parma - Foreldrar ósáttir

Mér dettur helst í hug að þessir foreldrar hefðu ekki viljað að barnið hefði fæðst. Fyrir utan að drengurinn hafi fæðst án fótleggja fyrir neðan hné, er hann heilbrigður að öðru leyti.

Mér er sterkt í minni barn sem fæddist í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Móðirin er íslensk í aðra ættina. Á meðgöngu kemur fram að ekki er í lagi með fóstrið. Foreldrar ákveða þrátt fyrir það, að enda ekki meðgöngu. Þeim fæddist stúlkubarn, sem var bæði handleggja og fótalaus. Ég gleymi aldrei jólakortinu sem barst til minnar fjölskyldu af barninu, litlu stúlkunni í sparikjól, þó að hún væri handa og fótalaus. En íslenska amman sem sendi jólakortið af barnabarninu, var greinilega stolt af litlu dömunni. 


mbl.is Vantaði neðan á fætur barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir ferðamenn áttavilltir hér um jól og áramót.

Fór í bíltúr eftir að hafa hlustað á ávarp forsætisráðherra á gamlárskvöld. Til að skoða brennur á höfuðborgarsvæðinu og til að taka mynd af Hörpunni sem átti að skarta ártalinu 2015 og breyta því í 2016 á miðnætti. Þegar við ókum Sundlaugarveg, beið fólk í biðskýli Strætó bs. Ég kallaði útum bílgluggann og þeir sem biðu voru 3 þjóðverjar sem voru á leið niður í bæ. Bauð þeim upp í bílinn og þau sögðu mér að þau væru búin að leigja bílaleigubíl og ætluðu til Hafnar í Hornafirði eftir 2 daga. Ég bara bað þau um að aka gætilega og að stoppöa ekki á þjóðveginum til að taka myndir, heldur notfæra sér vasa, eða útskot til að stöðva bíl. ... Og aka varlega þar sem að hálka og snjór væri á vegum. - Hvað á maður að segja eða ekki segja? Það er alla vega ekki fyrir mig að fara í einhvern bíltúr til Hafnar á Horafirði um miðjan vetur.

20151231_214238_resized_2


Landsbankinn rændur - Kannski er bankinn á leikskólastiginu.

Viðvaningar ræna fé úr Landsbankanum í Borgartúni. Þeim tekst það enda var hegðun þeirra ógnandi. En ránið greinilega ekki nægilega úthugsað til enda.

Mér skilst að ræningjarnir hafi hoppað yfir afgreiðsluborð, líklega til að sjást ekki í myndavélum eins og hver annar viðskiptavinur, ógnað gjaldkera og komist á brott með fé.

Veit ekki hvað í þeirra huga fékk þá til að ræna þennan banka. Þetta er minn viðskiptabanki, og bæði aðkoma að bankanum og að keyra frá honum er ekki svo auðveld, þannig að viðskiptamaður bankans geti keyrt á fullu frá bankanum.

En gjaldkeraaðstaðan í bankanum er þannig að hægt er að ganga kringum gjaldkeraborðið. Bankaræningi þarf alls ekki að hafa fyrir því að stökkva yfir til gjaldkera. Hann gæti hæglega gengið að gjaldkera, til að ræna hann, eða hana. Gjaldkerinn er yfirleitt miðaldra eða kona á besta aldri. Ræningjar vita þetta.

Í gegnum tíðina og í bönkum hér yfirleitt, eru gjaldkerastúkur yfirleitt lokaðar. Ég bjó um tíma í landi við Miðjarðarhaf og ég tók sérstaklega eftir að það var enginn leikskólabragur á hlutunum þegar maður kom inn í banka: gjaldkerinn var stór og stæðilegur miðaldra karlmaður og vann sína vinnu í gjaldkerastúkunni sem var girt með rimlum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband