Ekki hafa farsíma inni í sama herbergi og ungabarnið ...

Þetta sagði ég dóttur minni í fyrra sem eignaðist barn í árslok 2014. Það þarf ekki endilega að slökkva á farsímanum, en ekki er heilsusamlegt að hafa farsíma í sama herbergi og ungabarn, eða sofa með farsímann á koddanum yfirleitt.

Farsímar gefa út frá sér sterkar radíóbylgjur. Sem geta verið skaðlegar. Ég eignaðist fyrsta farsímann minn árið 1995, Motoróla eintak. Ég fletti upp á netinu á þeim tíma upplýsingum um þann síma. Þegar verið var að þróa farsímann, var starfsmaður í verkerfninu stöðugt með símann á eyranu. Hann greindist síðar með krabbamein í heila.

Ég hvet fólk í dag að skilja síma sína eftir í stofu eða eldhúsí á nóttunni. Ekki hafa neina síma í svefnherbergjum hjá sér eða börnunum.

Við spyrjum bara að leikslokum: til lengri tíma litið, vitum við lítið hvaða áhrif radíóbylgjur frá farsímum hafa á okkur eða börnin okkar.

Gamli góði heimasíminn, er alltaf bestur, þegar allt kemur til alls!

simi


mbl.is Foreldrar slökkvi á símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjöldi fólks sem notaði aðeins gamla góða heimilissímann greindist síðan með krabbamein. Það er ekki þar með sagt að hann hafi verið orsökin. Sama er að segja um farsímana, engin aukning á greindum krabbameinum er hjá notendum þeirra. Þeir sem nota farsíma fá sömu krabbamein og í sama hlutfalli og þeir sem ekki nota farsíma. Skaðsemi farsíma er hjátrú. Ekki hefur tekist að sýna fram á skaðsemi þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir í áratugi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 11:38

2 identicon

Jæja Jós.T ef þér finnst það hjátrú þá er það bara þitt val,það tók líka aratugi að sanna að reikningar veldu krabbameini.reyndar tekur það oft aratugi að grassera i skrokknum a þér eins og með asbest svo eitthvað sé nemt.A mínu heimili er ekki þráðlaus sími farsímar eru notaðir eins litið og hægt er eitt það versta sem ég get hugsað mer er að setja baby moniter við höfuðið a litlu barni þeir senda frá sér sömu bylgjur og farsímar við slökkvum líka a þráðlausa netinu þegar við erum ekki að nota það.það er okkar val.ég trúi þessum manni frekar en þér

Electromagnetic Fields (Cell Phone Radiation Danger)  

https://www.youtube.com/watch?v=rSkDK3dbGqA

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband