Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
31.1.2015 | 20:32
Ekki skrýtið - enda spurning um hver á að þrífa?
Eða réttara sagt: hver á að vinna í öllum hótelunum sem verið er að byggja þessa stundina. Það þarf vinnuafl til að þrífa þetta.
Þessi spurning vaknaði hjá mér um daginn, eftir að hafa horft á hinn mikla hótelturn sem er að rísa bakvið turninn í Borgartúni.
Margir Íslendingar eru á atvinnuleysisskrá, og margir þeirra duttu út af henni um áramótin. Margir eru atvinnulausir.
En samt velti ég fyrir mér, hvernig hægt verði að manna öll nýju hótelin sem verið er að reisa hér á landi. Kannski er Ísland einmitt aðdráttarafl erlendra innflytjenda til þess að þrífa í núverandi uppgangi túrsismans.
Innflytjendur halda uppi íbúafjölguninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2015 | 22:28
Úfff - búa þau á Englandi!
Þegar ég horfi á verðurspár á Sky News, virðist alltaf vera úrkoma úti um allt Bretland. Held að það sé ekki meira "skýtaveður" á Íslandi en Bretlandi, þó að kaldara sé hér en meiri úrkoma á Bretlandi.
Það er leiðinlegt að lesa svona frétt um skítaveður á Íslandi, frá Íslensingum sem búa erlendis. Það væri miklu skemmtilegra að heyra eitthvað jákvætt frá löndum sem búa erlendis.
Alltaf sama skítaveðrið á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2015 | 21:40
Nei .. Pawel ekki hætta .. ekki hætta að skrifa pistla!
Ég bið þig Pawel, ekki hætta að skrifa pistla. Hvort sem þú skrifar fyrir Fréttablaðið eða aðra miðla. Hvar ætlar þú að skrifa pistla, ef ekki í Fréttablaðið? Láttu okkur endilega vita hvar þú ætlar þá að skrifa.
Ekki láta einstaklinga letja þig til skrifa, sem halda að þú talir ekki íslensku.
Pistlarnir þínir í Fréttablaðinu vöktu athygli mína og ég las þá. Ég hugsaði með mér: Pawel er nýbúi hér og hefur kannski komið til Íslands sem lítill krakki, á aldrinum 3ja til 12-15 ára. Kannski eldri, ég veit ekki.
Og ég hugsaði með mér: þar sem Pawel er nýbúi, skrifar hann öðruvísi, þar sem hann hefur sýn nýbúans á samfélagið og notar öðruvísi fyrirsagnir á greinar sínar, þ.e. fyrirsagningar eru orðaðar þannig að Íslendingi hefði ekki dottið í hug að nota svona fyrirsögn. Og sama með innihaldið: þú Pawel hefur skrifað um ýmislegt, sem okkur Íslendingum hefði ekki dottið í hug að skrifa um.
Kæri Pawel, ekki hætta að skrifa pista. Láttu þá koma út úr pennanum þínum (afsakaðu: músinni þinni) ... proche ... og afsakaðu stafsetningu mína í pólsku.
Pawel hættir skrifum í Fréttablaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2015 | 23:31
Reyklaus strætóskýli, er það raunhæft?
Auðvitað er bannað að reykja á almannafæri. Strætóskýli ekki undanskilin. En þeir sem þurfa að bíða eftir strætó í skýlum finnst þeir ekki vera innandyra í þessum skýlum, sem halda hvorki vatni né vindi. Og sumir kveikja sér í rettu á meðan biðinni stendur, og ganga ekki út fyrir skýlið, af því að þeim finnst þeir séu utandyra.
Mér finnst mikilvægara að Strætó bs. einbeiti sér að endurnýja strætóskýli, þannig að þau veiti verðugt skjól þeim sem bíða, áður en ráðist verður í átak gegn reykingafólki á biðstöðum, sem er í miklum minnihluta m.v. við þá sem þurfa að híma í ömurlegum skýlum sem voru sett upp hér í anda EES þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri, og allt hér á landi miðaðist við að við gengjum í Evrópubandalagið.
Strætóskýli verði reyklaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2015 | 00:01
Forsætis fastur í orðræðu feðraveldis
Sigmundur Davíð vill ekki bekenna að "þjóðin skuli læra af lekamálinu" heldur að "menn" þyrftu að læra af málinu.
Einmitt. Menn. - Þegar hann segir "menn" þá mætti halda að hann eigi við karlmenn. Þegar svona umræða/viðtal á sér stað verður leiðtogi að vera skýrari. Lesendur gætu misskilið forsætis. Á hann við að samstarfsmenn hans þyrftu að læra af málinu og/eða (karl)menn yfirleitt?
Forsætis segist ekki hafa sagt "að þjóðin skuli læra af lekamálinu" og þá gæti það ekki gengið að hann segði að 'einstaklingar' ættu að læra af lekamálinu, eða hvað?
Hvaða menn eru þetta þá sem þyrftu að læra af lekamálinu?
Þetta verður þá bara pæling vikunnar!
P.S.
Ég hef tekið eftir, í gegnum tíðina, að stjórnsýslan hefur haft þann sið að nota orðið maður, eða menn, varðandi athafnir sínar. Og vildi vekja athygli á þessu, í ljósi þessum "menn" notkon forsætis.
T.d. þegar álagningarseðilinn kom inn um lúguna hjá manni, var lógóið: "Innheimtumaður ríkisins."
Ég sá alltaf fyrir mér mann í frakka, með hatt, eða sixpensara. Og með snjáða skjalatösku í hendi. Gæti verið að einhverjir Íslendingar hafi séð þennan innheimtumann, þ.e. þeir sem stóðu ekki í skilum.
Mér hefur alltaf fundist þetta lógó frá skattmann mjög sérstakt. Þetta lítur einmitt út eins og að þessi maður í frakkanum, með hattinn og skjalatöskuna, sé aleinn á vaktinni, við innheimtu á sköttum landsmanna.
Svo gerist svolítið fyrir nokkrum árum. Viti menn: ríkisskattstjóri er búinn að ráða fleiri "menn" til starfans. Hvernig veit ég það? Nú, það er ekki flókið: þegar álagningarseðillinn eða annað kom inn um lúguna var komið nýtt lógó: "Innheimtumenn ríkisins."
"Einmitt!" hugsaði ég. Nú eru kannski nokkrir "menn" komnir í vinnu við að innheimta skattinn. OK, allt kallar í frakka með hatt og skjalatösku. Líklega engar konur ráðnar til starfans. Ekki treyst í þetta.
Það eru bara "menn" út um allt. Kannski einhverjar konur ... en orðræðan um að tala alltaf um menn þetta eða hitt er úrelt.
Hvað sagði Sigmundur Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2015 | 21:49
Fyrirsögn fréttar vekur athygli mína "Þú ert með sjö, þú ert með sjö."
Skoða yfirleitt í fljótheitum yfirlit frétta og kannski hefði þessi frétt farið fram hjá mér, nema fyrir fyrirsögn blaðamanns.
Valgerður Bjarna segir að svör forsætis séu "hvumpin" og á þá við svör hans við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis varðandi siðareglur ríkisstarfsmanna og umbóta í stjórnsýslunni. Hvað eru "hvumpin" svör?
Á þetta orð "hvumpinn" við hér, en með því að nota þetta er Valgerður komin út í gamla sveitamálið. Hvumpinn merkir "sá sem hrekkur oft við, viðkævæmur, feiminn" og "fælinn, sem kippir til hausnum, þegar á að beisla hann". Þetta orð var notað um hross hér áður fyrr.
En þetta með "þú ert með sjö" þá hélt ég, þegar ég byrjaði að lesa fréttina, og var enn að lesa fréttina þegar hugsun min varðandi fyrirsögnina væri sú, að Valgerður hefði aftur komið í pontu og gefið forsætis einkunnina "sjö" fyrir svarið við fyrirspurn hennar.
En svona er maður: ein fyrirsögn, ein setning, fær mann til að halda ýmislegt sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þess vegna verða kjaftasögur til, rógburður og alls konar misskilningur.
Þú ert með sjö, þú ert með sjö! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2015 | 21:20
Þetta er bara sálfræði - eins og ég sagði við mína fjölskyldu í gær
Þegar Íslendingar mættu Tékkum á fimmtudag, var umræðan búin að vera sú að Tékkar hefðu verið lélegir á mótinu. Og hvað gerist: Íslendingar steinlágu fyrir Tékkum.
Og umræðan heldur áfram: Egyptar eru svo góðir, Ísland á ekki eftir að sigra þá.
En hvað gerist: Ísland sigrar. Liðið mætir greinilega á þennan leik með öðru sálfræðilegu hugarfari en í leikinn við Tékkana.
Það er eins og að liðið slappist niður í leik við einhverja sem þykja ekki nógu sterkir. Ég hef oft séð svona tilvik á stórmótum í gegnum tíðina.
En vissulega eru úrslit leikja eins og markaðurinn: markaðurinn þykir ekki skynsamur, og getur endað í verulegum mínus einn daginn, þó að væntingar fjárfesta hafi verið miklar, og svo risið hátt næsta dag, öllum að óvörum.
Úrslit leikja eru heldur ekki skynsöm skepna, þar sem einstaklingur veðjar á að Egyptar sigri t.d., af því að "þeir eru svo góðir" en svo öllum að óvörum sigrar Ísland.
Er það hugarfar liðs sem hefur mest að segja í leik, eða eitthvað annað sem hefur mest að segja?
Íslendingar eru með gott lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2015 kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér datt þessi fyrirsögn í hug eftir að hafa lesið viðtal við Siv Friðleifstóttur, sem situr í stól að mig minnir Innanríkisráðuneytisins og á að fást við fátækt, en sú hin sama hefur aldrei liðið skort, að hennar sögn.
Að sama skapi, fékk fyrrverandi viðskiptaráðherra starf sem sveitastjóri í Ásahreppi fyrir nokkrum mánuðum, líklega bara út á andlitið á sér, þó að fleiri hafi sóttum starfið. En þurfti að víkja úr stólnum vegna misnotkunar á fjármálum sveitafélagsins.
Umræður einstaklinga núna á netinu segja til um að flestir eru búnir með launin, og margir treysta helst á frystikistuna og haframjöl uppí skáp, sem og að barnabæturnar verða greiddar út um næstu mánaðamót, þannig að t.d. ein móðirin getur þá greitt 40 þúsund kall fyrir gleraugu dóttur sinnar.
Þegar ég fór út í búð í kvöld, blasti við mér flennifyrirsögn á DV: "Mér líður illa" sem er greinilega yfirskriftin á viðtali við Björgvin fyrrv. viðskiptaráðherra.
Það þykir greinilega ekki söluvænt að taka viðtöl við íslenskar fjölskyldur og fá upplýsingar um hvernig þeim líður.
Einu hugmyndirnar sem fjölmiðlar virðast fá, til að birta hjá sér, eru viðtöl við fyrrverandi pólitíkusa sem ekki er treystandi fyrir fjármunum og/eða pólitíkusa sem flokksbræður þeirra hafa búið til starf fyrir, þannig að aumingja pólitíkusinn þurfi nú ekki að líða skort.
Og þegar pólitíkusinum er hlammað niður í stólinn í ráðuneytinu, í boði flokksins, og er bara sagt: "heyrðu elskan, endilega reyndu að taka eitthvað á fátæktinni hér ... eða þannig ... he he!"
Á sama tíma híma margir landsmenn í biðröðum við hjálparstofnanir, með von um auka kost og borða kartöflur og hafragraut síðustu 15 daga mánaðarins. Og þetta fólk verður að gera sér að góðu að lesa um þessa velmegnandi pólitíkusa með svörtu kaffinu og hafragrautnum og dreyma dagdrauma um að pólitíkusinn geti gert eitthvað fyrir það, sem og að lifa í voninni að svona fyrrverandi pólitíkusar fái ekki lengur svona fína vinnu, bara af því að þeir voru einu sinni ráðherrar.
skort.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2015 | 21:19
Gaman að lesa svona frétt ... nánast eins og Bjössi á mjólkurbílnum!
... ég hafði aldrei hugsað útí að hverfisblað væri gefið út í Mos. Og jákvætt að útgegandinn þekki alla. Það er heimilislegt og minnir mig á að einu sinni hét bæjarfélagið Mosfellssveit.
Ég fæ mitt hverfisblað, Laugardalsblaðið reglulega og mér finnst blaðið ómissandi lesning til að vita hvað er að gerast í hverfinu, reyndar nálægum hverfum, enda var útgáfan sameinuð við nálæg hverfi f. nokkrum árum.
Í júlí sl. átti ég leið um Mos. á leið til Akyureyrar. Strætisvagninn tók auka beygju og sveju til að taka væntanlega Mosfellinga uppí. Það eina sem kom uppí vagninn á stoppustöðinni var glær pakki sem myndarlegur maður bað vagnstjórann fyrir: þetta verður sótt á Bifröst. Vagnstjórinn lagði pakkann í gluggakistuna við framrúðunna.
Og svo var pakkinn sóttur við Bifröst: þegar betur var að gáð, reyndist innihaldið vera bunki af nýprentuðum auglýsingum fyrir sveitaball í Borgarfirðinum þá um helgina!
Þetta gerist nú ekki heimilils- eða sveitalegra hjá þeim í Mosfellssveitinni: prentari biður strætóbílstjóra fyrir pakka sem verður sóttur í næstu sveit.
Svona var þetta fyrr á tímum, t.d. þegar stelpurnar báðu Bjössa á mjólkurbílnum að redda þessu eða hinu fyrir sig. Og ef þessi gamli sveitasiður getur viðgengist nú til dags, þá erum við í góðum málum!
Þekkir nánast alla í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2015 kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2015 | 00:28
Frábært skref hjá Krónunni
Ég fagna því að Krónan opni lágvöruverslanir á kostnað Nóatúns. Ég bý á 105 R. og í hitteðfyrra átti ég samtal við fólk í því hverfi, þar sem ég var að vinna: fólki var mjög umhugað að fá lágvöruverslun í hverfið. Umræðan snérist m.a. um að fá Jóhannes í Bónus til að opna Iceland verslun í hverfinu.
Því miður lést Jóhannes um aldur fram, og ég hitti hann ekki ekki eftir að hafa heyrt óskir íbúanna á 105. En töluvert er af öldruðu fólki á 105, og það á skilið að geta verslað í lágvöruverslun, sem og við hin í hverfinu.
Vissulega eru lágvöruverslanir í grennd, t.d. Bónus Holtagörðum og Bónus Laugavegi. En það sem vantar í hverfi 105 á svæðinu sem markast kringum Laugardagslaug, og er jafnvel í göngufæri, eða stuttri strætóferð fyriri aldraða, er einmitt LÁGVÖRUVERSLUN.
Ég fagna komu Krónunnar í mínu hverfi!
Buddan rekur fólk frekar í Krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2015 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)