Fyrrverandi pólitíkusar fá stóla á meðan almenningur lepur dauðan úr skel.

Mér datt þessi fyrirsögn í hug eftir að hafa lesið viðtal við Siv Friðleifstóttur, sem situr í stól að mig minnir Innanríkisráðuneytisins og á að fást við fátækt, en sú hin sama hefur aldrei liðið skort, að hennar sögn.

Að sama skapi, fékk fyrrverandi viðskiptaráðherra starf sem sveitastjóri í Ásahreppi fyrir nokkrum mánuðum, líklega bara út á andlitið á sér, þó að fleiri hafi sóttum starfið. En þurfti að víkja úr stólnum vegna misnotkunar á fjármálum sveitafélagsins.

Umræður einstaklinga núna á netinu segja til um að flestir eru búnir með launin, og margir treysta helst á frystikistuna og haframjöl uppí skáp, sem og að barnabæturnar verða greiddar út um næstu mánaðamót, þannig að t.d. ein móðirin getur þá greitt 40 þúsund kall fyrir gleraugu dóttur sinnar.

Þegar ég fór út í búð í kvöld, blasti við mér flennifyrirsögn á DV: "Mér líður illa" sem er greinilega yfirskriftin á viðtali við Björgvin fyrrv. viðskiptaráðherra.

Það þykir greinilega ekki söluvænt að taka viðtöl við íslenskar fjölskyldur og fá upplýsingar um hvernig þeim líður.

Einu hugmyndirnar sem fjölmiðlar virðast fá, til að birta hjá sér, eru viðtöl við fyrrverandi pólitíkusa sem ekki er treystandi fyrir fjármunum og/eða pólitíkusa sem flokksbræður þeirra hafa búið til starf fyrir, þannig að aumingja pólitíkusinn þurfi nú ekki að líða skort.

Og þegar pólitíkusinum er hlammað niður í stólinn í ráðuneytinu, í boði flokksins, og er bara sagt: "heyrðu elskan, endilega reyndu að taka eitthvað á fátæktinni hér ... eða þannig ... he he!"

Á sama tíma híma margir landsmenn í biðröðum við hjálparstofnanir, með von um auka kost og borða kartöflur og hafragraut síðustu 15 daga mánaðarins. Og þetta fólk verður að gera sér að góðu að lesa um þessa velmegnandi pólitíkusa með svörtu kaffinu og hafragrautnum og dreyma dagdrauma um að pólitíkusinn geti gert eitthvað fyrir það, sem og að lifa í voninni að svona fyrrverandi pólitíkusar fái ekki lengur svona fína vinnu, bara af því að þeir voru einu sinni ráðherrar.

 

 

 

 

 

skort.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband