Þetta er bara sálfræði - eins og ég sagði við mína fjölskyldu í gær

Þegar Íslendingar mættu Tékkum á fimmtudag, var umræðan búin að vera sú að Tékkar hefðu verið lélegir á mótinu. Og hvað gerist: Íslendingar steinlágu fyrir Tékkum.

Og umræðan heldur áfram: Egyptar eru svo góðir, Ísland á ekki eftir að sigra þá.

En hvað gerist: Ísland sigrar. Liðið mætir greinilega á þennan leik með öðru sálfræðilegu hugarfari en í leikinn við Tékkana.

Það er eins og að liðið slappist niður í leik við einhverja sem þykja ekki nógu sterkir. Ég hef oft séð svona tilvik á stórmótum í gegnum tíðina.

En vissulega eru úrslit leikja eins og markaðurinn: markaðurinn þykir ekki skynsamur, og getur endað í verulegum mínus einn daginn, þó að væntingar fjárfesta hafi verið miklar, og svo risið hátt næsta dag, öllum að óvörum.

Úrslit leikja eru heldur ekki skynsöm skepna, þar sem einstaklingur veðjar á að Egyptar sigri t.d., af því að "þeir eru svo góðir" en svo öllum að óvörum sigrar Ísland.

Er það hugarfar liðs sem hefur mest að segja í leik, eða eitthvað annað sem hefur mest að segja?


mbl.is „Íslendingar eru með gott lið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband