Gaman að lesa svona frétt ... nánast eins og Bjössi á mjólkurbílnum!

... ég hafði aldrei hugsað útí að hverfisblað væri gefið út í Mos. Og jákvætt að útgegandinn þekki alla. Það er heimilislegt og minnir mig á að einu sinni hét bæjarfélagið Mosfellssveit.

Ég fæ mitt hverfisblað, Laugardalsblaðið reglulega og mér finnst blaðið ómissandi lesning til að vita hvað er að gerast í hverfinu, reyndar nálægum hverfum, enda var útgáfan sameinuð við nálæg hverfi f. nokkrum árum.

Í júlí sl. átti ég leið um Mos. á leið til Akyureyrar. Strætisvagninn tók auka beygju og sveju til að taka væntanlega Mosfellinga uppí. Það eina sem kom uppí vagninn á stoppustöðinni var glær pakki sem myndarlegur maður bað vagnstjórann fyrir: þetta verður sótt á Bifröst. Vagnstjórinn lagði pakkann í gluggakistuna við framrúðunna.

Og svo var pakkinn sóttur við Bifröst: þegar betur var að gáð, reyndist innihaldið vera bunki af nýprentuðum auglýsingum fyrir sveitaball í Borgarfirðinum þá um helgina!

Þetta gerist nú ekki heimilils- eða sveitalegra hjá þeim í Mosfellssveitinni: prentari biður strætóbílstjóra fyrir pakka sem verður sóttur í næstu sveit.

Svona var þetta fyrr á tímum, t.d. þegar stelpurnar báðu Bjössa á mjólkurbílnum að redda þessu eða hinu fyrir sig. Og ef þessi gamli sveitasiður getur viðgengist nú til dags, þá erum við í góðum málum!

 


mbl.is Þekkir nánast alla í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband