Kjartan og Finnur: menn ársins 2017?

Þeir Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson kynntu skýrslu sína varðandi sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til þýsks banka, og komust að þeirri niðurstöðu að bankinn væri bara leppur annars kaupanda.

Landsmenn hlustuðu á málflutning þeirra með sperrt eyru: enda komu þeir upplýsingum úr skýrslunni til áheyrenda með skeleggum hætti, og án málalenginga. Þrátt fyrir flókna leik- og kaupfléttu raunverulegra kaupenda.

Áheyrendur um land allt voru í raun orðlausir í lok þessarar kynningar. Sem var flutt í Iðnó í áheyrn fjölmiðlafólks.

Kjartan og Finnur svöruðu spurningum fjölmiðla í lokin, sem og á Stöð 2 og RÚV nokkru síðar. Þeir voru með allt sitt á hreinu: það var eins og að horfa á aðila sem voru að verja doktorsritgerð sína, þegar þeir svöruðu. Það var alveg sama hvað fjölmiðlarnir reyndu, að þá létu Kjartan og Finnur aldrei hanka sig á spurningum sem þeim bar ekki að svara, þ.e. spurningum sem 'gammarnir' reyndu að fá svör við, en sem rannsóknarteyminu var algerlega viðkomandi.

Kjartan og Finnur komu flóknu og viðkvæmu rannsóknarverkefni vel á framfæri við alþjóð.

Nú er bara mars 2017, en ef ég ætti kost á að velja mann ársins, nú sem komið er, þá kýs ég Finn og Kjartan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband