Vonandi viðurkennir Alþingi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.

Mjög jákvætt að þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna vilja að Alþingi viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árin 1915-17. Fyrsti flutningsmaður Margrét Tryggvadóttir, varaþingm. Samfylkingar. Vonandi tekst þetta í þetta sinn.

Armenar eru búsettir víða um heim. Af því að mörgum tókst að flýja undan Tyrkjunum. En Tyrkirnir eru í afneitun og vilja ekki skilgreina drápið á Armenum sem þjóðarmorð. 

Ég á nokkra afkomendur, eina dóttur og þrjú barnabörn. Þau eru öll afkomendur Armena í föðurætt, en þessir Armenar, langa ömmur og afar, og langa-langa afar og ömmur, tókst að flýja undan þessum fjöldamorðum Tyrkja og komast til Sýrlands, þar sem þau enduðu sem hælisleitendur.


mbl.is Alþingi viðurkenni þjóðarmorðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband