Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvaða hætta felst í því fyrir Átvr að einhverjar tegundir af jólabjór seljist upp? Verða viðskiptavinirnir vitlausir og gera kannski byltingu eða hvað? Eða er kannski hætta á að ÁTVR græði ekki nógu mikið, af því að ekki verður hægt að fóðra alla viðskiptavini á jólabjór?
Þetta er skrýtin umræða, enda hef ég haldið að það ætti að vera á höndum ríkisvaldsins að halda áfengi frá íbúum þessa lands. Var ÁTVR annars ekki með einhvers konar forvarnarátak á sinni könnu hér um árið? Ef svo er, hlýtur það að hafa verið fyrir hrun.
En ég held að áfengiskaupendur fari svo sem ekkert í jólahundana þó að einhver jólabjór seljist upp: þeir kunna að bera sig eftir björginni og kaupa sér bara einhvern annan bjór sem er á boðstólum.
![]() |
Hætta á að bjórinn seljist upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.12.2010 | 00:02
Geimferjan n X37B ægilegur hlunkur ...
... og lítur út eins og hver önnur flugél (þota). Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni á hvaða eldsneyti þessi geimferja keyrði, ef einhverju. En það sem Bandaríkjamenn hafa verið aö velta sér fyrir, árum saman, er hvernig er hægt að hanna geimferju sem keyrir á einhverju öðru en áþreifanlegu eldsneyti. En flaugar/diskar sem hafa hrapað til jarðar í BNA á s.l. áratugum, hafa ollið verkfræðingum miklum heilabrotum.
Fljúgandi diskar sem ameríski flugherinn hefur hirt upp eftir hrap og sem eru geymdir á þar til gerðum stöðum, þar sem hönnun og rannsóknir á flugförum og geimförum fara fram, hafa greinilega ekki skilað neinni þekkingu til þeirra. Fljúgandi "furðuhlutir" eru ofar þeirra skilningi, sem og okkur hinna.
Þannig að við sem búum á þessari jörð, erum á eins konar frumstigi, hvað varðar það að fljúga um geiminn.
En miðað við móralinn hér á jörð, eru samt margir klárir karlar og kerlingar sem hafa vit og verkfræðivit til að þróa ýmis apparöt sem hafa komið okkur út í geiminn.
Það tekur sinn tíma, en það eru aðrar lífverur þarna úti sem eru komnar miklu lengra en við í geimvísindum.
Málið er að Kaninn þegir yfir því sem hann veit, vegna þess að hann vill ekki að aðrar þjóðir verði á undan með að þróa geimvísindin á undan þeim sjálfum, og síst Rússa.
Það ríkir ennþá kalt stríð milli þjóða í þessu tilliti.
![]() |
Leynileg geimferja til jarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2010 | 23:09
Ekki fyrsta slysið í kvöld - Stærstu gatnamót borgarinnar stórhættuleg
Vonandi slasaðist vegfarandinn ekki alvarlega. En ég varð vitni að öðru slysi á sömu gatnamótum rúm lega 18.30 í dag. Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl sem var að aka yfir á Kringlumýrarbraut á beygjuljósi frá Hringbraut. Ég beið í bíl á rauðu ljósi og vegfarandinn var að ganga í sömu átt. Mig grunar að viðkomandi hafi gengið út á götuna á rauðu gönguljósi.
Sem betur fer stóð hún upp eftir að hafa lent á bílnum, en að lenda í svona slysi getur haft slæmar afleiðingar, fyrir bæði vegfarandann og bílstjórann. Fólk fær áfall og einnig þeir sem verða vitni að atburðinum.
Mér finnst alltaf óhugnalegt að vera gangangi vegfarandi á stórum gatnamótum, t.d. Grensásvegur/Hringbraut, en ég hef ekki notað Hringbraut/Kringlumýrarbraut. Fólk þarf að fara mjög varlega og alls ekki undir nokkrum kringumstæðum fara yfir gangbraut á rauðu ljósi.
Kv. Inga
P.S. Fyrir nokkrum árum fór ég gangandi úr miðbænum heim til mín á degi sem fólk var hvatt til að skilja bílinn eftir heima. Ég átti fótum mínum fjör að launa á gönguljósi á gatnamótum Laugavegar/Nóatúns. Það var grænt fyrir þann gangandi, en bíll sem tók beygju uppúr Nóatúni og inn á Laugaveg austur tók ekki tillit til að sá gangandi ætti réttinn. Það sem bjargaði mér var að ég var vel á verði. Enda kunnug svínurum í umferðinni gagnvart gangandi.
Og ég ætla að skrifa aðeins meira um umferðarmenningu hér í borginni, nokkuð sem hefur hvílt á mér um tíma, við fyrsta tækifæri.
![]() |
Miklabraut lokuð vegna slyss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2010 | 02:07
Til hamingju Þorvaldur Gylfason - Þú ert hinn nýji landsfaðir okkar ...
... fyrir utan ykkur öll hin sem hlutuð kosningu á Stjórnlagaþingið.
Er ekki sammála Haraldi Hanssyni bloggara hér sem þakkar sigur Þorvaldar vegna xxx Samfylkingarinnar. Ég kaus Þorvald, en hef ekki kosið neinn flokk, hvað þá Samfylkinguna, yfir mig s.l. áratug, og ég er á þerri skoðun að margir hafi kosið Þorvald vegna hans eigin verðleika; persónuleika, skoðana og það að hann þorir að segja það sem honum finnst.
En bloggarinn Haraldur ritar:
"Slök þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings kom kannski ekki mjög á óvart en olli vonbrigðum samt. Úrslitin eru þó enn verri.
Landsbyggðin er með 3 fulltrúa en Samfylkingin með 9. Það fer ekki á milli mála að það var smalað hjá krötum og flokksmenn hvattir til að koma Þorvaldi Gylfasyni í efsta sætið. Með góðri kosningu yrði fulltrúi flokksins líklegur forseti stjórnlagaþingsins. Yfirburðir hans eru engin tilviljun."
Ég kaus Þorvald af því að hann hefur skoðanir á landsmálum og því sem tengist hruninu. Og hann er vel að sér í málefnum stjórnsýslunnar. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri Samfylkingarmaður eða tengdur stjórnmálum yfirleitt. Ég kaus hann vegna þess að hann getur haft vit fyrir fólki og pólitíkusum. Stend í þeirri trú um að margir aðrir hafi kosið hann fyrir hans eigin verðleika, burt séð frá Samfylkingunni.
Þorvaldur Gylfason er hinn nýji 'landsfaðir' okkar eins og ég kýs að orða þetta, en síðast þegar hrikti í stoðum samfélagsins, eftir stóra skjálftann 17. júní árið 2000, þá var mætur maður nefndur sem "landsfaðir" (man ekki hvað hann heitir lengur, þetta er jarðskjálftafræðingur, endilega koma það það ef þú manst nafnið), en hann var duglegur að svara fjölmiðlum um hvað hafði gerst í skjálftanum, og svo hvað væri að gerast og hvað myndi gerast. Á alveg sama hátt og Þorvaldur Gylfa hefur verið duglegur við síðustu misserin.
Landshrun og jarðskjálfti hafa svipaðar afleiðingar: fólk verður hrætt, það flýr land eða landshluta, en það róast við að fá skýringar á hlutunum.
Fólk hefur fengið útskýringar hjá Þorvaldi og væntir betrumbóta.
Það sem skilur hann að frá skjálftafræðingnum (var þetta kannski Ragnar skjálfti), er að það er hægt að laga stjórnsýsluna, en það getur enginn stjórnað jarðskjálftum. Í mesta lagi sagt fyrir um þá, en að litlu leyti.
En sem sagt: hinn nýji landsfaðir okkar og meðbræður hans og systur eru með dýrmætan bolta í hendinni og öll þjóðin væntir mikils af þessu góða teymi sem mun hefjast handa í febrúar næst komandi.
![]() |
25 kjörin á stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2010 | 23:29
Léleg þátttaka - það er spæling.
Hefði haldið að landinn hefði haft áhuga á að kjósa til stjórnlagaþings með því að gta kosið um einstaklinga í þetta skiptið, í stað flokks.
Ég mætti á kjörstað um kl. 18 í kvöld með gerfi-kjörseðilinn í farteskinu. Það var engin biðröð sem beur fer. Ég var beðin um skilríki, sem ég afhenti og beðin um að brjóta ekki kosningaseðilinn saman.
Eftir að hafa fyllt út kjörseðilinn með 25 númerum af frambjóðendum, gekk ég að útgöngudyrunum í Laugardalshöllinni og renndi kjörseðlinum í þar til gerðan svaratan kassa. Þetta gekk ljúflega fyrir sig og ég skilaði mínum atkvæðum þarna.
Stundum óska ég þess að maður geti kosið svona persónukosningu í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. En það er ekki í boði.
Enda hef ég ekk kosið neinn flokk yfir mig s.l. áratug.
Sem sagt, í kvöld, var ég að kjósa í fyrsta skipti eftir áratugs pásu.
![]() |
Kosningaþátttaka líklega um 40% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2010 | 22:00
Fínt fyrir blinda - Vonandi þurfa þeir og við hin ekki að ...
... bíða lengi í biðröð fyrir utan kjörstaði á morgun.
Er amk búin að fylla út í hjálparkjörseðilinn og hef valið 25 manns á stjórnlagaþing.
Mér finnst spennandi að greiða atkvæði í svona kosningum. Hef látið það vera að kjósa yfir mig einhvern spilltan stjórnmálaflokk s.l. áratuginn eða svo, en það er önnur saga.
Ég notaði alls konar "þumalputtareglur" við að velja einstaklinga til stjórnlagaþings:
Fletti gegnum gagnið sem ég fékk sent í pósti með frambjóðendum. Þar sá ég nokkra einstaklinga sem mér leist á. Suma þeirra hafði ég góða reynslu af og málefnaskrá þeirra hugnaðist mér og þeir komast á kosningaseðilinn hjá mér.
Svo datt mér í hug að skoða frambjóðendur sem hefðu fyrir því að dreifa pésum um sig, að þeir væru í framboði. Skoðaði þetta og ég setti nokkra þeirra á vallistann hjá mér, þ.e. frambjóðendur sem höf'ðu fyrir því að senda mér pésa í póstkassann, dreifa þeim í Kolaportinu eða auglýsa sig í Fréttablaðinu.
Og í kvöld valdi ég 5 síðustu frambjóðendur á listann með því að fletta afturábak í kosningablaðinu. Reyndar setti ég einn aðila á blað hjá mér, en sem ég hafði ákveðið að kjósa ekki, en eftir að hafa heyrt viðtal við viðkomandi á Rúv, sem var með viðtal við alla frambjóðendur, ákvað ég að setja kallinn á blað, vegna þess að viðkomandi er mjög málefnalegur og hefur mikla þekkingu í stjórnsýslunni og skyldum málum.
Er með amk einn nýbúa á skránni hjá mér. Hann er málefnalegur og er ég málkunnug honum og hef mikið álit á einstaklingnum, sem er Ítali. Setti einnig dagmömmuna á blað, en ég þekki hana sem einstakling með skoðanir og mikla valkyrju.
Ég get fært rök fyrir að ég held öllum sem ég ætla að kjósa á morgun.
Það eru margir kallaðir, en fáir útvaldir.
En ef þú ert í vafa um hvaða einstaklinga þú átt að kjósa: gerðun bara eins og kallinn sem ég hitti í gær: hann ætlar bara að kjósa fallegustu konurnar sem eru í framboði.
Óákveðnar konur geta gert slíkt hið sama: kjósa bara flottustu kallana sem eru í framboði.
![]() |
Eyðublöð fyrir aðstoðarmenn send kjörstjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2010 | 22:14
Enda ekkert betra að gera í miðri kreppu :)
Ég orða þetta svona í gamni, en fljótlega eftir hrun, nefndi ég það við ungan kunningja minn að fæðingartíðnin yrði mjög líklega há á Landspítalanum eftir 9 mánuði. Enda hefði fólk lítið annað að gera en að búa til börn í svartnættinu og óvissunni sem hrunin fól í sér. Og viti menn? Ég man eftir fyrirsögn í Fréttablaðinu um að metfæðingarfjöldi hefði orðið á Landspítalanum í júlí 2009. Því miður hélt ég ekki eftir þessari frétt Fb. sem blaðaúrklippu.
En kreppan er á fullum snúningi núna og það er einstaklega ánægjulegt að menntamálaráðherra okkar eigi von á sér, og óska ég henni góðs gengis.
Og skv. fréttinni á Mbl.is er þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem ráðherra verður barnshafandi. Var bara ekki kominn tími til? Það er greinilega búið að yngja upp í liðinu. Eða stafar þetta af því að fleiri konur eru ráðherrar nú til dags, en tíðkaðist hér fyrr á árum?
Man einhver eftir því að karlkyns ráðherra hér fyrr á árum yrði faðir á meðan á ráðherratíð hans stóð? Gaman væri að heyra frá einhverjum, ef það er staðreynd.
En ég man alltaf eftir viðtali við fyrrverandi Alþingismann (veit ekki hvort þingmaðurinn var einhvern tíma ráðherra), en þegar hún var forseti Alþingis, og stjórnaði þar með fundum þar, þurfti hún einu sinni að fresta þingfundi af því að hún fékk meðgönguógleði á miðjum fundi. Þetta var Ragnhildur Helgadóttir, að því er mig best minnir. Var hún ekki annars þingmaður Alþýðubandalagsins?
Endilega leiðrétta mig, ef mig misminnir.
En óska núverandi Katrínu Jak. velgengni á meðgöngunni og vonandi lendir hún ekki í neinni bókstaflegri ógleði, þegar hún þarf að taka til máls á Alþingi á næstunni. Enda lenda ekki nærri því allar konur í því að þjást af ógleði, þótt að þær gangi með barn.
![]() |
Menntamálaráðherra á von á barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2010 | 21:51
Nú, nú, voru þetta ekki 20 þúsund heimili?
Ég hef verið í þeirri trú að heimili í greiðsluvanda væru 20 þúsund talsins, eftir að hafa verð að hlusta á og lesa fjölmiðla síðustu misserin. En eru það ekki bara gleðitíðindi að heimili í greiðsluvanda séu bara tæplega 11 þúsund.
En mig grunar að þeir sem hafa verið að fjalla um málefnið undanfarið noti ekki sömu viðmið. Skýrsla sérfræðingahóps miðar kannski við þá sem eru bara í vanskilum við Íbúaðalánasjóð og banka vegna íbúðakaupa.
Hér er kannski ekki tekið í reikninginn greiðsluerfiðleikar vegna kaupa á bifreiðum, sumarhúsum, utanlandsferðum, listaverkum, flatskjám og öðrum lausafé. Nú og fyrir utan námslán?
![]() |
10.700 heimili í greiðsluvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2010 | 00:35
Frábær spurninga "keppni" á mbl.is - Daglega nýjar spurningar.
Ég tók eftir í fyrrakvöld að mogginn er kominn með svokallaða spurningakeppni, svona
"trivia" spurningakeppni. Þar sem maður getur kepp við sjálfan sig. Og maður getur meira að segja sent árangur síns inn á Facebook.
Tók fyrst þátt í þessu í gær, miðvikudag. Hafði 5 rétta af 10. Datt þess vegna ekki hug að senda þetta inn á fésbókina.
Svaraði spurningum líka í kvöld, en árangurinn var ekki góður: 4 af 10. Ekkert til að státa að. Enda ekki mikið inni í dægurmálum og þannig.
En margir hafa gaman af spurningaleikjum, og ég var einmitt að lesa gamalt íslenskt tímarit hér í vikunni sem hafði að geyma spurningaleiki.
Ein spurningin hljómaði svo:
"Hvorir fundu upp smjörlíkið, franskir eða brezkir efnafreæðingar?"Og önnur svo:
"Hvor fann upp hljóðritann, Edison eða Marconi?
Og gettu nú?
4.11.2010 | 01:33
Er Jóhanna "shit" og er á leið "úr" kjörtímabilinu?
Skv. fréttinni á mbl.is var Jóhanna í ítarlegu viðtali við mbl. Hún boðar samráð við sjálfstæðismenn og gagnrýnir stjórnarandstöðuna fyrir skort´á hugmyndum um viðrein atvinnulífsins.
En skv. fyrirsögn þessar fréttar á mbl.is hélt ég hreinlega að Jóhanna væri að ganga út skaftinu: en þar segir: "úr kjörtímabilið" og hélt að orðið "sit" væri innsláttavilla á enska orðinu "shit". Sen sagt, "shit, hún væri á leið út úr kjörtímabilinu."
Málfar fréttamanna hér á mbl.is fer því miður hnignandi. En vonandi fá þeir tækifæri til að þroskast. En vinnubrögðin á mbl endurspegla einfaldlega stöðu fyrirtækisins: ekki er til fjármagn til að ráða reynda blaðamenn, né þjálfa nýliða í blaðamennsku til að öðlast færni í íslensku máli.
![]() |
Jóhanna: sit út kjörtímabilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |