Enda ekkert betra að gera í miðri kreppu :)

Ég orða þetta svona í gamni, en fljótlega eftir hrun, nefndi ég það við ungan kunningja minn að fæðingartíðnin yrði mjög líklega há á Landspítalanum eftir 9 mánuði. Enda hefði fólk lítið annað að gera en að búa til börn í svartnættinu og óvissunni sem hrunin fól í sér. Og viti menn? Ég man eftir fyrirsögn í Fréttablaðinu um að metfæðingarfjöldi hefði orðið á Landspítalanum í júlí 2009. Því miður hélt ég ekki eftir þessari frétt Fb. sem blaðaúrklippu.

En kreppan er á fullum snúningi núna og það er einstaklega ánægjulegt að menntamálaráðherra okkar eigi von á sér, og óska ég henni góðs gengis.

Og skv. fréttinni á Mbl.is er þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem ráðherra verður barnshafandi. Var bara ekki kominn tími til? Það er greinilega búið að yngja upp í liðinu. Eða stafar þetta af því að fleiri konur eru ráðherrar nú til dags, en tíðkaðist hér fyrr á árum?

Man einhver eftir því að karlkyns ráðherra hér fyrr á árum yrði faðir á meðan á ráðherratíð hans stóð? Gaman væri að heyra frá einhverjum, ef það er staðreynd.

En ég man alltaf eftir viðtali við fyrrverandi Alþingismann (veit ekki hvort þingmaðurinn var einhvern tíma ráðherra), en þegar hún var forseti Alþingis, og stjórnaði þar með fundum þar, þurfti hún einu sinni að fresta þingfundi af því að hún fékk meðgönguógleði á miðjum fundi. Þetta var Ragnhildur Helgadóttir, að því er mig best minnir. Var hún ekki annars þingmaður Alþýðubandalagsins?

Endilega leiðrétta mig, ef mig misminnir.

En óska núverandi Katrínu Jak. velgengni á meðgöngunni og vonandi lendir hún ekki í neinni bókstaflegri ógleði, þegar hún þarf að taka til máls á Alþingi á næstunni. Enda lenda ekki nærri því allar konur í því að þjást af ógleði, þótt að þær gangi með barn.

 


mbl.is Menntamálaráðherra á von á barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband