Felur það virkilega hættu í sér þó að einstaka tegundir af bjór seljist upp?

Hvaða hætta felst í því fyrir Átvr að einhverjar tegundir af jólabjór seljist upp? Verða viðskiptavinirnir vitlausir og gera kannski byltingu eða hvað? Eða er kannski hætta á að ÁTVR græði ekki nógu mikið, af því að ekki verður hægt að fóðra alla viðskiptavini á jólabjór?

Þetta er skrýtin umræða, enda hef ég haldið að það ætti að vera á höndum ríkisvaldsins að halda áfengi frá íbúum þessa lands. Var ÁTVR annars ekki með einhvers konar forvarnarátak á sinni könnu hér um árið? Ef svo er, hlýtur það að hafa verið fyrir hrun. 

En ég held að áfengiskaupendur fari svo sem ekkert í jólahundana þó að einhver jólabjór seljist upp: þeir kunna að bera sig eftir björginni og kaupa sér bara einhvern annan bjór sem er á boðstólum.


mbl.is Hætta á að bjórinn seljist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þegar ódýrasti bjórinn, Grön Tuborg selst upp, þá verð ég alveg vitlaus. Því að miðað við verðið (les íslenzkt verðlag), þá er hann ágætur. Þar eð ég er fátækur maður, verð ég að geta gert mér glaðan dag endrum og eins án þess að vera á kúpunni.

Annars er verðlag á rauðvíni hér á landi glæpsamlega hátt. Forræðishyggjan og atferlisstjórnsemin er komin alveg út í öfgar. Áfengið á að vera aðgengilegt líka fátæku fólki, og ekki vera forréttindi auðmanna, enda sýna allar kannanir að hófleg áfengisdrykkja sé góð fyrir hjartað.

Ég skora á Fjármálaráðherra og ÁTVR að taka höndum saman og afnema áfengisgjaldið, þannig að verðlagið endurspegli gæði en ekki áfengismagn.

Vendetta, 7.12.2010 kl. 00:04

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ. "Vendetta" er 100% sammála þér: ef sá bjór sem ég kaupi í ríkinu fengist ekki, yrði ég pirrð, en hefur þú nokkurn tíma lent í því að að grænn tuborg væri ekki til sölu?

Er sammála þér um verðlag á rauðvíni, maður er alveg hættur að kaupa þetta, þetta er orðið svo dýrt. Bjórinn líka. En maður lét það stundum eftir sér að kaupa smá rauðvín, til tilbreytingar. En það er búin tíð. Ég er alltaf að reyna að feta í fótspor hinnar hagsýnu húsmóður. Kv. Inga

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.12.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Vendetta

Já, ætli maður fari ekki að fara til Parísar einhvern tímann bráðum og fá sér gott rauðvín á Café du Bon Coin, þegar ég er búinn að læra frönsku. Það er mikilvægt að geta borið orðin rétt fram þegar maður biður um vin blanc, svo að maður fái ekki eitthvað allt annað (t.d. tuttugu ljóskur). Enda eru Frakkar þekktir fyrir að hrella þá sem ekki tala lýtalausa frönsku.

Vendetta, 7.12.2010 kl. 02:54

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, Frakkar nenna ekki að tala við mann í París nema maður tali skiljanlega frönsku. Ég kannast við það. Er ekki bara tilvalið fyrir þig að skella þér á frönskunámskeið hjá Mími í upphafi vorannar? S'il vous plais?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.12.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Vendetta

Jú, ég held ég taki FRA203 á vorönninni, ef ég skyldi þurfa að tala við froskana í sumar.

Hvað heldurðu annars að ég þurfi margar annir áður en ég geti pantað mér Châteaux d'Haut Brion í París eða escargots í Bruxelles?

Vendetta, 8.12.2010 kl. 01:35

6 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Bara eina önn; ekki meira: og þú biður baka kennarana um að hjálpa þér við að bera þetta fram, þar sem þú ert að skreppa til Parísar "á næstunni  - og "Voila" - og alltaf þegar þú ert á veitingahúsi, búð, epa sjoppu, muna eftuir aö að nota "S'il vous plais" í upphafi setningar, þetta er á við að panta bjór í UK: þú biður um bjór og segir svo "please."           

Í frönsku byrjar þú á þvi að segja "please" eða "si'l vous plais" í upphafi setningar og  biður svo um bjórinn.

Þetta er álíka og að panta bjór á pöbb í Reykjavík og segja:

"Einn stróram bjór af krana, takk fyrir." En ég held að flestir noti ekki þetta "takk fyrir" - en það er gríðarlega mikilvægt í Evrópu og eigi að síður í Frakklandi.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.12.2010 kl. 02:27

7 Smámynd: Vendetta

Það er stafað "s'il vous plaît" (~ if it pleases you), þar eð sögnin plaire er ópersónuleg í þessu sambandi. Ég veit að það er mikilvægt að vera kurteis. En ef ég segi við þjóninn: "S'il vous plaît, donnez-moi la bière, tout de suite, grenouille!" og hann svarar með ókurteisi, heldurðu þá að ég geti beðið um s'il vous plaît- mitt aftur?

Annars, fyrst við erum að ræða ávarpsform: Árið 1955 var gefin út bókin "Teach Yourself Icelandic" sem ég sá þegar ég var unglingur. Ýmsar færslur í þeirri bók vakti mikla kátínu (eða áhyggjur, man ekki hvort var), t.d. á íslenzku veitingahúsi: "Herra þjónn, vilduð þér gjöra svo vel að færa mér morgunverðinn minn". Þegar ég sá þetta, hugsaði ég með mér, að kannski hafi fólk talað svona árið 1955. Þegar ég síðan tveim áratugum síðar sá nýja útgáfu af þessari bók, þá hafði ekkert breytzt! Ég komst þess vegna að þeirri niðurstöðu, að 1. Enginn Íslendingur hafði rænu á því, að benda höfundinum/forlaginu á vitleysurnar í bókinni og 2. Höfundur bókarinnar, J.P. Glendening hafði aldrei komið til Íslands, þekkti enga Íslendinga og hafði einfaldlega samið bókina út frá orðabókum.

Enda held ég að Teach-Yourself-serían hafi hreinlega lognazt út af vegna þess að þær fylgdust ekki með tímanum og annað komið í staðinn, t.d. Living Language. Sömu sögu er að segja um Made-Easy, hvað varðar sjálfsnám. Í frönskukennslu í framhaldsskólum er í dag oft notaðar bækur sem heita Taxi, sem eru nútímalegar (mikilvægt), en hafa þann ókost að þær eru alveg á frönsku og þarf þá kennara m.t.t. að fá feedback. Mér hefur sjálfum alltaf gengið erfiðlega með sjálfsnám, þar eð ég er mjög háður því að hafa leiðbeinanda. Jafnvel For-Dummies bókaflokkurinn hefur mér reynzt erfiður, þótt hann sé vinsæll hjá mörgum (sjá mynd). Ég keypti einu sinni "Java Programming For Dummies", en skildi ekki neitt. Þá er spurningin: a) Er ég heimskari en heimskingi eða b) var þessi bók alls ekki skrifuð fyrir heimskingja eins og mig, heldur fyrir vana forritara, sem vantaði bara herzlumuninn upp á doktorsritgerðina?

For Dummies

Vendetta, 8.12.2010 kl. 14:33

8 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ, ég er greinilega farin að ryðga í franskri stafsetningu, og er ekki frönskumanneskja í dag (hef ekki farið þangað lengi og les ekki frönsk blöð). Kallask kannski "búðarfær" í frönskunni, ekki meir.

Og þá spyr ég þig, hvað þýðir þetta grenouille! þegar þú ert að panta bjór? Spyr sá sem ekki veit.

Það er yfirleitt alltaf best að fá sér sjálfshjálparbækur á móðurmálinu, vegna þess að þegar verið er að lesa bók á erlendu tungumáli er enginn til að útsýra tæknileg mál sem maður skilur ekki á því erlenda. 

Það þarf mikinn sjálfsaga þegar um sjálfsnám er að ræða, og þess vegna getur verið meiri akkur í því að sækja námskeið hér, þar sem hægt er að spyrja kennaran í þaula, ef maður skilur ekki einhver atriði.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 22:50

9 Smámynd: Vendetta

Grenouille þýðir froskur.

Vendetta, 10.12.2010 kl. 01:51

10 Smámynd: Vendetta

Enda veiztu örugglega, að Bretar kalla Frakka og Belga frogs.

Vendetta, 10.12.2010 kl. 01:53

11 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ, nei ég vissi ekki að "grenouille" þýddi froskur og þaðan af síður að Bretar kalla Frakka og Belga "froska." En veistu skýringuna á því? Það væri áhugavert að vita af hverju. Þetta heiti er örugglega ekki út í bláinn. Allt hefur tilgang, eða einfalda skýringu eða meiningu. - Et ... bon nuit.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 11.12.2010 kl. 00:32

12 Smámynd: Vendetta

Ég er ekki alveg viss, en það eru sennilega þrjár ástæður fyrir því:

  • Frakkar leggja sér froskalappir sér til munns,
  • Franskt er borið fram með kokhljóði (minnir kannski suma á froskahljóð),
  • Orðið French byrjar á fr alveg eins og frog.

Annars hefur gegnum aldirnar verið mikill rígur milli Frakka og Englendinga. Fyrsta alvarlega deilan kom upp þegar Normannarnir gerðu innrás og sigruðu þá ensku við Hastings árið 1066. Bretar urðu að bíða til ársins 1944 áður en þeir gátu endurgoldið innrásina.  Ég veit ekki hvort Frakkar hafi uppnefni fyrir Breta, en þeir gera óspart grín að brezkri matreiðslukúnst, en það gera líka allir aðrir.

Bonne nuit! 

Vendetta, 11.12.2010 kl. 01:30

13 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hæ Vendetta, samskipti Breta og Frakka eru margslungin, eins og margir vita. O>g töluvert af orðaforða enskunnar á uppruna sinn í franskri tungu, sérstaklega í hefðarkantinum, sem Bretar hafa innlimað í sína tungu.

Og þessi rígur milli þeirra er þekktur, en manst þú nokkuð hvaða ár það var, sem Frakkar sendu beiðni til Breskra stjórnvalda um að Frakkland yrði yfirtekið af Bretum? Frakkar höfðu lent í miklum stríðsskuldum og voru á kúpunni og vildu sameinast Bretlandi. Ég las þetta í bók sem ég var með f. nokkrum árum, en er hrædd um að hafa gefaið han í Góða hirðinn, enda var sama hvernig ég leitaði í þeim bókum ég hafði verið að lesa: ég fann ekki þessa tilvitnun.

Sem sagt: Frakkar vildu gangast Bretum á vald. En mig minnir að Bretar hefðu aldrei svarað þessari beiðni, skv. frásögninni í bókinni. 

Á ensku er lamb "lamb" en á matseðli á veitingahúsi í London er held ég ritað "mouton" ef maður vill panta lambakjöt. En þú bara leiðréttir mig ef mig misminnir með þetta.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 14.12.2010 kl. 02:20

14 Smámynd: Vendetta

Mouton er franska en mutton er kindakjöt á ensku. Ólíkt norrænu tungumálunum, þá hefur með mengun enskunnar eftir 1066 skapazt tvenns konar orðaforði, engilsaxnesk orð og svo orð sem komu úr miðaldafrönsku/latínu. Eins og þú bendir á, þykir það franska/rómanska fínna, t.d. þykir chef fínna en cook, þótt það þýði það sama. House er bara hús, sama hvað það er stórt, en mansion (frá frönsku maison = hús) er stórt og fínt hús/herrasetur.

Þessi tvöfaldi orðaforði á einnig við um matargerð (kjötrétti), þannig að dýrið heitir eitt (engisaxneskt) en kjötið af því getur heitið allt annað (franskt). Dæmi: Sheep=Kind, Mutton=Kindakjöt ; Cow/Bull=Kýr/Naut, Beef=Nautakjöt ; Pig=Svín, Pork=Svínakjöt.

Þetta er að sjálfsögðu ekki einskorðað við ensku, því að svona er það líka á spænsku: Oveja=Kind, Cordero=Kindakjöt ; Vaca/Toro=Kýr/Naut, Res=Nautakjöt ; Puerco=Svín, Cerdo=Svínakjöt, Pez=Lifandi fiskur, Pescado=Slægður (eða tilverkaður) fiskur.

Þetta sem þú nefnir man ég ekki eftir að hafa heyrt um þetta með beiðnina. Leit á vefnum með leitarorðum fann ekki þetta atvik. Hins vegar kom margt annað upp, m.a. lýsing á hvernig franskar og þýzkar riddarasveitir myrtu með köldu blóði milli ársins 1209 og 1229 hundruð þúsunda góðra kristinna manna, kvenna og barna í Languedoc, því að páfanum í Róm (Innocentius III) var í nöp við trú þeirra á kærleik (o.fl. merkilegt), sem var jú í andstöðu við kenningar kirkjunnar. Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Albigensian_Crusade En það er alt annar fótleggur.

Ég fann það heldur neitt um þessa beiðni í stuttri lýsingu á sögu Frakklands, en ef þú manst tímabilið sem þetta var, gæti ég leitað betur að því, ef þú vilt. Mannkynssaga hefur aldrei verið mín sterkasta hlið, enda er ég ekki víðlesinn á því sviði.

Vendetta, 14.12.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband