Til hamingju Þorvaldur Gylfason - Þú ert hinn nýji landsfaðir okkar ...

... fyrir utan ykkur öll hin sem hlutuð kosningu á Stjórnlagaþingið.

Er ekki sammála Haraldi Hanssyni bloggara hér sem þakkar sigur Þorvaldar vegna xxx Samfylkingarinnar. Ég kaus Þorvald, en hef ekki kosið neinn flokk, hvað þá Samfylkinguna, yfir mig s.l. áratug, og ég er á þerri skoðun að margir hafi kosið Þorvald vegna hans eigin verðleika; persónuleika, skoðana og það að hann þorir að segja það sem honum finnst.

En bloggarinn Haraldur ritar:

"Slök þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings kom kannski ekki mjög á óvart en olli vonbrigðum samt. Úrslitin eru þó enn verri.

Landsbyggðin er með 3 fulltrúa en Samfylkingin með 9. Það fer ekki á milli mála að það var smalað hjá krötum og flokksmenn hvattir til að koma Þorvaldi Gylfasyni í efsta sætið. Með góðri kosningu yrði fulltrúi flokksins líklegur forseti stjórnlagaþingsins. Yfirburðir hans eru engin tilviljun."

Ég kaus Þorvald af því að hann hefur skoðanir á landsmálum og því sem tengist hruninu. Og hann er vel að sér í málefnum stjórnsýslunnar. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri Samfylkingarmaður eða tengdur stjórnmálum yfirleitt. Ég kaus hann vegna þess að hann getur haft vit fyrir fólki og pólitíkusum. Stend í þeirri trú um að margir aðrir hafi kosið hann fyrir hans eigin verðleika, burt séð frá Samfylkingunni.

Þorvaldur Gylfason er hinn nýji 'landsfaðir' okkar eins og ég kýs að orða þetta, en síðast þegar hrikti í stoðum samfélagsins, eftir stóra skjálftann 17. júní árið 2000, þá var mætur maður nefndur sem "landsfaðir" (man ekki hvað hann heitir lengur, þetta er jarðskjálftafræðingur, endilega koma það það ef þú manst nafnið), en hann var duglegur að svara fjölmiðlum um hvað hafði gerst í skjálftanum, og svo hvað væri að gerast og hvað myndi gerast. Á alveg sama hátt og Þorvaldur Gylfa hefur verið duglegur við síðustu misserin.

Landshrun og jarðskjálfti hafa svipaðar afleiðingar: fólk verður hrætt, það flýr land eða landshluta, en það róast við að fá skýringar á hlutunum. 

Fólk hefur fengið útskýringar hjá Þorvaldi og væntir betrumbóta.

Það sem skilur hann að frá skjálftafræðingnum (var þetta kannski Ragnar skjálfti), er að það er hægt að laga stjórnsýsluna, en það getur enginn stjórnað jarðskjálftum. Í mesta lagi sagt fyrir um þá, en að litlu leyti.

En sem sagt: hinn nýji landsfaðir okkar og meðbræður hans og systur eru með dýrmætan bolta í hendinni og öll þjóðin væntir mikils af þessu góða teymi sem mun hefjast handa í febrúar næst komandi.

 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband