Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.12.2011 | 02:12
Manni brá aðeins - þegar stormurinn skall á ...
Já, þessi veðurfrétt stóðst, svo sannarlega. Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið í gærkvöldi, þegar þetta skall á. Ég hafði reyndar verið að berja klaka fyrir utan hjá mér þarna um kvöldið, í rosalega fínu veðri. Og svo kom ég inn, og náði að horfa á tíu fréttirnar hjá Rúv, og svo allt í einu skallt á þvílíkt óviðri.
En þetta er bara Ísland,
Og ég verð bara að segja fyrir mig, að veðrið í allt haust hefur verið nokkuð skikkanlegt. Lítið hefur verið um svona rok, eins og skall á í kvöld. En haustið hefur einkennst af frosti og nokkurri sjókomu, en sem betur fer höfum við verið laus við rokrassinn, sem lét kræla á sér í kvöld.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla með von um "betri tíð" og vonandi að þetta með "rokrassinn" að hann hafi bara verið að óska okkur gleðilegra jóla, áður en að hann feykti sér héðan á haf út þar sem hann heldur sín jól. (Æ, æ, ég ætlaði mér ekki að óska þess að flutningaskip lentu í rokrassinum, en hann hlýtur að hafa einhverja hella neðansjávar, þar sem hann getur haldið sín jól, kallinn).
![]() |
Stormviðvörun í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2011 | 01:45
Ekki bara niðurföll - hálka og sundlaugar líka við hús.
Niðurföll eru stífluð, mikil hálka, og maður getur nánast lagst til sunds, þegar maður reynir að taka tilhlaup, sem gangangi vegfarandi, að innganginum að húsinu hjá sér. Ég lenti í þessu í kvöld. Það er brekka upp að húsnsæðinu og maður gekk í hálku og stórum polli. - Ég tók mig til og fékk mér skóflu til að hakka klaka, til að veita pollinum í niðurfallið með lélegum árangri. Ketill með sjóðheitu vatni gerði smá gagn, sem samt ekki til þess að pollurinn hyrfi. - Ég ætlaði bara að hafa vaðið fyrir neðan mig, þegar ég færi sem gangandi vegfarandi út úr húsi á morgun.
Markmiðið er að komast leiðöar sinnar gangandi (þeir sem eru á bílum hafa litlar áhyggjur af þessu), á morgun, án þess að þurfa vöðlur eða gúmmíbát til að komast frá húsinu og yfir götuna.
En svona er bara Ísland: snjókoma, frost og leysingar með stormum og illvirði, inn á milli.
![]() |
Fólk hugi að niðurföllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2011 | 01:59
Eldhætta af ethanóli - Sonur-hetja bjargar móður sinni úr eldsvoða.
Það er eitthvað nýtt fyrir mann að heyra að nú sé "in" að reka ofna sem keyrðir eru á etanóli, inni á hieimilum. Eru allir búnir aö gleyma hvað kom heimilum hér í þrot fyrir, og eftir hrun? Í gamla daga fjárfestu heimili í fíótanuddtækjum, sem enduðu inni í geymslu. ... Síðan urðu ýmis æði, t.d. kaup á hlutabréfum í íslenskum félögum sem og að taka myntkörfulán. ... Svo hrundi allt hér ...
Er nýjasta æðið, ala 2007 snobbið, að fá sér ethanóil arin???
En það kviknaði í húsi í Kópavogi vegna þessa nýja æðis.
Ungur maður bjrgaði lífi móður sinnar úr brunanum. En engin frétt er um það hér á mbl.is.
þetta er steingelt fréttasvæði.
Ég legg til að sonurinn verði kosinn maður ársins fyrir að bjarga móður sinni á lífi úr þessum bruna.
![]() |
Vara við eldhættu af etanól-örnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2011 | 23:35
Undirmenn banka í grjótið
Ok, þá vitum við það. Bankarnir teknir í þessari röð: Kauping, Glitnir og væntanlega Landsbankinn á endanum. Í fljótu bragði vekur athygli hjá mér að það eru ekki höfuðpaurar bankanna sem hafa verið teknir, þ.e. þeir sem bera mestu ábyrgðina, þ.e. stjórnarformenn, heldur blækur þeirra, bankastjórarnir. En ég skil það vel, enda getur sá lægra setti, líklega borið eitthvað vitni um hvað yfirmaður hans/hennar fyrirskipaði honum/henni að gera á sínum tíma.
Fyrrverandi bankiastjórar eru ekki öfundsverðir, að þurfa að svara til saka, enda grunar mig að í mörgum tilfellum hafi þeir einfaldlega verið strengjabrúður aðaleigenda bankanna (Landsb., Glitnis, Kaupþings, o.srv.), þó að ekki sé hægt að útiloka neitt varðandi ákvarðandir varðandi slælegar viðskiptaáskvarðanir. En ég hefði haldið að það væru stjórnarformenn bankanna sem bæru höfuðábyrgð á bönkunum.
![]() |
Þrír í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2011 | 00:12
"Það er verið að stela Íslandi" sagði Ögmundur
Í viðtali við Dag-Tímann árið 2000 (að mig minnir) var flenni stór fyrirsögn í helgarblaði þessa dagblaðs: "Það er verið að stela Íslandi." Tilefnið var viðtal við Ögmund Jónasson. Ég botnaði aldrei neitt í þessu viðtali og hef stundum verið að velta því fyrir mér að reyna að fletta því upp og lesa aftur.
Nú er Ögmundur gagnrýndur af ýmsum fyrir að hafna auðjöfri að kaupa Grímsstaði. Kannski er ákvörðun hans rétt. Hver man ekki eftir því að íslenskir bankar komust í hendur á svokölluðum auðjöfrum, þegar ríkiinu virtist liggja mikið á að selja eigur sínar. Og við vitum hvernig fór..
Tel rétt að fara beri sér hægt í að selja íslenskt land og ríkiseigur, hvort sem auðjöfrarnir koma langt eða skammt að.
![]() |
Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2011 | 02:09
Já, hver man ekki eftir Bónuspokanum, forðum ...
... enda virðist árið 2011 farið svolítð að líkjast árinu 20ö7 í ýmsum málum. Margir aðalleikendur sem fengu há lán, eru núna að fá afskrifað í bunum og halda fyrirtækjum sínum. Mér finnast það helst Framsóknarmenn sem halda vellli; ef mér skjátlast, endilega látið mig vita.
Fjármálakerfið hér á Íslandi hrundi fyrir þremur árum, en þetta er allt á uppleið á ný, enda fá margir hrunkarlarnir að halda sínum fyrirtrækjum. Er það kannski tilviljun? Nú er Samfylkingarfólk við völd. Fá fyrirtækjaaðilar sem kjósa Jóhönnu og kó, að halda sínum fyirtækjum, á meðan aðrir tapa sínum?
Einhvern veginn segir mér sagan að spillingin sé á fullu hér á bak við tjöldin.
![]() |
Jón Ásgeir kom með bónuspoka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 01:37
Hvernig væri að herða löggæslu í miðbænum???
Margir hafa tekið eftir því að lítil sem engin sjáanleg löggæsla er í miðbænum dags daglega. Í erlendum borgum og bæjum eru lögregluþjónar á gangi um helstu götur viðkomandi borga og bæja. En ekki á Íslandi.
Þar er verið að spara. Og þar er spurt eftirá.
Það er skelfilegt að engin löggæsla sé í miðbæ Reykjavíkur; engir sjáanlegir lögreglumenn til að aðstoða gangandi vegfarendur gagnvart drukknum einstaklingum og þaðan af síður þegar búðarrán eiga sér stað.
Nei! Löggæslan tryggir eftirá. Leitar logandi ljósi eftir ræningjum sem höfðu gott næði til að ræna og rupla, enda engin löggæsla á Laugaveginum. - Þetta býður upp á svona alvarlegar uppákomur. Því miður!
![]() |
Hert landamæragæsla eftir rán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2011 | 02:06
Sláandi margir atvinnulausir! En samt vantar starfsfólk!
Var að ræða við atvinnuveitendur í matvælageiranum, sem vantar starfsfólk t.d. í bakarí á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Ekki hefur reynst auðvelt að fá starfsfólk eftir að sumarfólkið hvarf til náms nú í haust.
Ég spurði hvort þau hefðu ekki leitað til Vinnumálastofnunar, þar sem mörg hundruð manns væru á atvinnuleysisskrá? "Jú" var svarið. "Við fengum lista með nöfnum." En fáir, sem engir þáðu vinnuviðtal að sögn heimildamanns. "En hvað með Suðurnesin?" spurði ég. "Það er mikið atvinnuleysi þar, hef ég heyrt." Það var sama sagan þar. Fyrirtækið fékk lista yfir atvinnulaust fólk, og hringdi í og bauð í viðtal. En fólkið hafnaði atvinnuviðtali.
Það vantar greinilega fáa vinnu á Íslandi í dag, í þessum geira amk. Kreppan líklega yfirstaðin, enda þrjú ár frá hruninu. Eða hvað?
![]() |
6,7% atvinnuleysi í agúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mörg tívolítæki eru svæsin og hraðskreið. Er þetta dæmigert að halda áfram að reka tívolítæki eftir að barn hefur slasað sig alvarlega í því, jafnvel þótt að það sé Ljósanótt? Í fréttinni segir að tækinu hafi verið breytt (en ekki hvernig) og svo var það ræst á ný, eins og ekkert hafi í skorist.
Þetta er alvarlegt. Það felst mikil ábyrgð í því að hafa tæki á vettvangi, sem geta auðveldlega valdið slysum sem þettum.
Kannski var bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki að vinna vinnuna sína með því að leyfa þetta tæki á vettvangi. Og svo er bara spurningin: hver er ábyrgur? Þetta er megin spurningin sem foreldrar skúlkunnar þurfa að spyrja sig áður en þau fara í skaðabótamál vegna slyssins.
Það er ekki nóg að halda Ljósahátíð, án þess að öryggi barna sé inni í myndinni.
![]() |
Alvarlegt slys í tívolíinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2011 | 23:59
Siv þarf vernd.
Já, Siv þarf vernd, þar sem hún er að glíma við fyrrverandi sambýlismann sem er greinilega sjúkur. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er greinilega ósáttur við skilnaðinn og hefur njósnað um ferðir Sifjar, og hefur líka farið fram á að fá hlutdeild í eftirlaunum hennar. Hann virðist svífast einskis.
Vonandi tekst honum að vinna út úr vonbrigðum sínum, eftir þennan skilnað. Heimurinn er ekki hruninn þó að Sif hafi skilið við hann.
En maður hefur áhyggjur af manni sem kemur fyrir njósnatæki fyrir í bíl fyrrverandi; slíkur gaur er til alls vís, og hættulegur. Afbrotafræðin þekkir það. Því miður, eru til menn sem vildu fyrrverandi konuna sína frekar feiga, en að einhver annar maður fengi að njóta hennar.
Svona mál í samskiptum kynjanna fara ekki í manngreiningarálit. Það getur hver sem er lent í þessu.
![]() |
Fylgdist með ferðum þingkonu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |