Undirmenn banka í grjótið

Ok, þá vitum við það. Bankarnir teknir í þessari röð: Kauping, Glitnir og væntanlega Landsbankinn á endanum. Í fljótu bragði vekur athygli hjá mér að það eru ekki höfuðpaurar bankanna sem hafa verið teknir, þ.e. þeir sem bera mestu ábyrgðina, þ.e. stjórnarformenn, heldur blækur þeirra, bankastjórarnir. En ég skil það vel, enda getur sá lægra setti, líklega borið eitthvað vitni um hvað yfirmaður hans/hennar fyrirskipaði honum/henni að gera á sínum tíma.

Fyrrverandi bankiastjórar eru ekki öfundsverðir, að þurfa að svara til saka, enda grunar mig að í mörgum tilfellum hafi þeir einfaldlega verið strengjabrúður aðaleigenda bankanna (Landsb., Glitnis, Kaupþings, o.srv.), þó að ekki sé hægt að útiloka neitt varðandi ákvarðandir varðandi slælegar viðskiptaáskvarðanir. En ég hefði haldið að það væru stjórnarformenn bankanna sem bæru höfuðábyrgð á bönkunum.


mbl.is Þrír í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband