Græðgin heldur tívolítæki áfram í Reykjanesbæ, þrátt fyrir alvarlegt slys á barni.

Mörg tívolítæki eru svæsin og hraðskreið. Er þetta dæmigert að halda áfram að reka tívolítæki eftir að barn hefur slasað sig alvarlega í því, jafnvel þótt að það sé Ljósanótt? Í fréttinni segir að tækinu hafi verið breytt (en ekki hvernig) og svo var það ræst á ný, eins og ekkert hafi í skorist.

Þetta er alvarlegt. Það felst mikil ábyrgð í því að hafa tæki á vettvangi, sem geta auðveldlega valdið slysum sem þettum.

Kannski var bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki að vinna vinnuna sína með því að leyfa þetta tæki á vettvangi. Og svo er bara spurningin: hver er ábyrgur? Þetta er megin spurningin sem foreldrar skúlkunnar þurfa að spyrja sig áður en þau fara í skaðabótamál vegna slyssins.

Það er ekki nóg að halda Ljósahátíð, án þess að öryggi barna sé inni í myndinni.


mbl.is Alvarlegt slys í tívolíinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og nóttin gekk þó afburðavel þrátt fyrir stórskaddaðan handlegg stúlku. 

og eflaust fengu þeir í snatri öryggisvottun á tækinu eftir smá-breytingar - en öryggisvottanir fást ekki í svona flýti eða þá á laugardagskvöldi, það er alveg klárt - hlægilegir fábjánar að störfum.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 08:37

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það að tækið skuli hafa verið tekið í notkun á ný er algerlega fáránlegt og Reykjanesbæ til skammar. Síðan má margt segja um verðlagningu á öllu se snýr að börnum á svona hátíðum.

Þorvaldur Guðmundsson, 4.9.2011 kl. 09:46

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ef að það hefði orðið vinnuslys út af einhverju tæki sem hefði bilað þá hefði tækið ekki verið tekið í notkun á ný fyrr en eftir ýtarlega skoðun og viðgerð af viðurkenndum aðilum. Eru börn virkilega svona lítils virði að hálfu bæjaryfirvalda.

Þorvaldur Guðmundsson, 4.9.2011 kl. 10:00

4 Smámynd: Vendetta

Ég er alveg sammála, þetta er algjört hneyksli. Þessi færanlegu tívolí eru slysagildrur. Í siðmenntuðum löndum þar sem eru ábyrg yfirvöld, ólíkt Íslandi, yrði umrætt leiktæki kyrfileg lokað það sem eftir væri dagsins meðan rannsókn færi fam.

Sem faðir hefur mér alltaf verið umhugað um öryggi á svona stöðum. Í mörg ár kom eitthvað tívilí, frá Englandi held ég og var sett upp m.a. við Smáralindina. Enginn starfsmaður, hvorki enskur eða a-evrópskur, talaði íslenzku, enda ekki búsettir hér á landi. Þegar ég benti á við þessa starfsmenn að það væri ótækt,  að þeir gætu ekki talað við eða skilið börnin, ef eitthvað kæmi upp á, þá ypptu þeir öxlum. Þegar ég spurði hvort þeir hefðu fengið tilsögn í hvernig bregðast ætti við ef slys urðu, var aftur yppt öxlum. (Þess ber að geta að í þessu tívolí réðist starfsmaður á ungling út af einhverju smávægilegu og komst upp með það, því að löggan sem fékk kærunu, studdi starfsmanninn með ráð og dáð).

Íslenzk yfirvöld gætu alveg auglýst í erlendum dagblöðum: "Is safety an issue? Don't worry. Come to Iceland, because we don't give a sh*t!".

En það eru ekki bara erlendir aðilar, sem virða öryggi barna að vettugi. Í fréttunum nýlega kom fram, að þeir sem væru ábyrgir fyrir búnaði á leikvöllum hefðu hunzað ítrekaðar beiðnir um að lagfæra hættulega hluti. Það er aldrei gert neitt fyrr en alvarleg slys verða og varla þá.

Linkind Öryggiseftirlitsins á öllum sviðum og hlægilega lágar sektir hafa jafnan verið gagnrýnd, en ekkert batnar. Í staðinn eltast eftirlitsstofnanir við tittlingaskít sem engu máli skiptir. En öryggi leiktækja og öryggi á vinnustöðum? Nei, nei. Því að þetta reddast einhvern veginn, ekki vera að rugga bátnum. Ekki styggja eigendurna.

Vendetta, 4.9.2011 kl. 12:25

5 identicon

Var ekki tækið tekið úr umferð á meðan það var lagað? Er það ekki eðlilegt þegar eitthvað fer úrskeiðis, hvað átti að gera henda tækinu eða?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 22:47

6 Smámynd: Vendetta

Haraldur: Kom einhver frá Öryggiseftirlitinu til að rannsaka ástæður fyrir slysinu og votta það að tækið hefði verið lagað forsvaranlega af faglegum aðilum (ekki starfsmönnum tívolísins) og skrifa skýrslu varðandi prófanir á tækinu eftir viðgerðina?

Ef ekki, þá átti ekki að hleypa aftur í tækið, heldur halda því lokuðu, þangað til þetta sem nefnt var hafði verið útfært. Það skiptir engu máli, að eigendur tækisins hefðu tapað peningum. Engu máli. En það varð úr eins og Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar hér að ofan: "Græðgin heldur tívolítæki áfram í Reykjanesbæ, þrátt fyrir alvarlegt slys á barni." Mammon fram fyrir manneskjur.

Það mun án efa vera höfðað skaðabótamál á hendur þeim sem ábyrgð bera á slysinu, á grundvelli lögreglu- og sjúkraskýrslna. 

Vendetta, 4.9.2011 kl. 23:27

7 identicon

Ég geri ráð fyrir því að lögregla og vinnueftirlitið hafi verið kallað til. Og vinnueftirlitið hafi gefið grænt ljós fyrir því að aftur yrðu hleypt í tækið.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 00:16

8 identicon

Enda þegar fréttin er lesin á víkurfréttum kemur í ljós að það sem olli slysinu hafi verið fjarlægt. Er það græðgi að vilja skapa sér og öðrum tekjum og skemmtun? Þetta blogg er svo vitlaust að það hálfa er nóg. Manneskjan sem það skrifar veit ekkert um staðreyndir máls og gefur sér forsendur sem engin fótur er fyrir. Hvað öryggi varðar þá hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð foreldra. Reykjanesbær er ekki ábyrgur fyrir þessu tæki heldur eigandinn sjálfur og vinnueftirlitið hefur eftirlitshlutverki að gegna eins og kveðið er á í lögum. Vendetta ef þú hefur svona miklar áhyggjur af öryggi brna þinna ekki hleypa þeim þá í tívoli. Veit ekki betur en öryggi íslendinga sé bara nokkuð gott þó alltaf megi gera betur. 

Eigum við að banna útlendingum að vinna á íslandi af því það talar ekki íslensku?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 01:20

9 Smámynd: Vendetta

Nei, Haraldur. Í útvarpsfréttunum nú í kvöld lýsti yfirmaður í vinnueftirlitinu óánægju sinni yfir því hvernig var staðið að verki, sem var alls kostar ófullnægjandi að hans mati, og væntanlega mati allra annarra sem blöskrar þetta mál. Og hann fór fram á að ábyrgð eigenda svona leiktækja verði aukin og reglur um eftirlit hert. Og ég tek undir það.

Því miður hefur löggjafinn sofið á verðinum eins og endranær, svo og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ og skipuleggjendur Ljósanætur, sem öll bera mikla ábyrgð á því sem gerðist.

Ég vil taka fram, að ég þekki stúlkuna ekkert, en finnst eins og öllum öðrum með snefil af samhygð þetta vera hræðilegur atburður, sem hefði getað verið afstýrt. Og að setja tæki í gang aftur sem hefur bilað með þeim afleiðingum að lítil stúlka handleggsbrotnar á báðum, eins og ekkert hefði í skorizt, er hrein svívirða.

Vendetta, 5.9.2011 kl. 01:30

10 identicon

Þegar slys verða á svona tækjum ber að kalla til lögreglu sem svo kallar til vinnueftirlitið. Ekki get ég tjáð mig um það afhverju vinnueftirlitið hafi ekki verið kallað til. En tækið var ekki bilað, heldur brotnaði stúlkan á einhverri regnhlíf sem var á tækinu sem svo var fjarlægt.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 01:48

11 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er það ekki öfugt að farið að bíða eftir slysi og kalla þá til vinnueftirlitið. Væri ekki nær að tækin séu tekin út áður en farið er að hleypa börnum í þau. Leiktæki sem sett eru upp á skóla og leikskólalóðum þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og auðvitað á það sama að gilda um tívolítæki sem sett eru upp hér á landi þó í skamman tíma sé af mönnum sem eru að hafa börn af féþúfu.

Þorvaldur Guðmundsson, 5.9.2011 kl. 09:10

12 identicon

Ermin á peysunni hjá stelpunni vafðist utanum stöngina sem heldur þessari regnhlíf uppi.

Miðaðvið mannfjöldann frá lögreglunni og menn merktir verkfræðistofu þá hefur verið þannig metir að þetta væri nóg viðgerð til að gera tækið "öruggt".

En slysið er nógu slæmt og þarf ekki að ýkja það með því að segja að hún hafi brotnað á báðum höndum, báðar pípurnar brotnuðu í öðrum framhandlegg.

Hlynur (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 09:53

13 Smámynd: Vendetta

Já, þá hefur fréttaþulurinn í útvarpsfréttunum ekki sagt nógu greinilega frá, því að það hljómaði eins og hún hefði brotnað á báðum. Það er engu að síður mjög alvarlegt að tvíbrjóta framhandlegg.

Vendetta, 5.9.2011 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband