Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ómar Ragnarsson í kröppum dansi við Skeiðavegamót. Það hefur komið í ljós, að vegaskilti skyggði á birfreið Ómars með þeim afleiðingum að bifhjólamaður lenti í slysi, þar sem hann hentist 50 metra af bifhjólinu, og hjólið sjálft sveit hátt í loft upp. Vegaskiltið var víst ólöglega staðsett við veginn, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slíklt. Skiltið var þannig staðsett, að það skyggði á bifreið Ómars, frá bifhjólinu séð, og að sama skapi skyggði skltið fyrir sýn Ómars inn á þjóðveginn, þannig að hann sá ekki bifhjólið koma aðvífandi. Og því fór sem fór.
Því miður eru alls konar svona slysagyldrur til staðar á landinu og ein þeirra er beint fyrir framan nefið á Umferðarstofu við Borgartún: Hringtorg nokkuð þarna er þakið háum trjágróðri, sem aldrei er klipptur, og gangandi gangandi vegfarendur sem ætla sér að ganga yfir gangbraut á móts við Umferðarstofu sjá illa hvort að aðvífandi farartæki er að koma fyrir hringinn á hringtorginu.
Sama gildir um birfreiðar sem ætla sér inn í hringtorgið: bifreiðar koma yfirleitt á miklum hraða fyrir hornið (eða réttara sagt rúnningin) á hringtorhinu og þar af leiðandi eru bæði bifreiðar og gangangi vegfarendur í hættu á þessum slóðum.
Hvar eru túlípanarnir?
Í tíð R-listans, voru í mesta lagi settir niður nokkrir laukar á hringtorg í Reykjavík og var það jákvætt. En í dag virðist stefnan vera að hvers konar gróðursæld á hringtorgum sé aðal málið, á kostnað vegfarenda.
Þetta er hættulegt. Það er helst yfir háveturinn að maður sjái fyrir hornið á hringtorginu, til að geta gengið yfir gangbraut án þess að eiga það á hættu að vera keyrður niður að aðvífandi bifreið
Í fyrravetur var ég stödd í strætó sem keyrð fyrir hornið á þessu hringtorgi á blússandi hraða og
mátti litlu muna að sá sem var að labba yfir gangbrautina, handan við hringinn yrði keyrður niður.
Sé alltaf eftir að hafa ekki rætt rækilega við strætisvagnabílstjórnan í það skiptið.
En auðvitað væri besti árangurinn í að tala beint við Umferðarstofu, til að benda þeim á aflaga skilti og gróður sem á engan rétt á sér. Eða hvað?
En risahávaxin tré í Borgartúni og t.d. svona gróður á hringtorgum sem liggja út úr borginni lofa því miður ekki góðu. Kannski þarf að koma til að stofna heimavarnalið til að mæta með trjáklippurnar á svona slysagildrur. Hver veit?
![]() |
Ómar hætt kominn við Skeiðavegamót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2013 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2012 | 00:51
Hvað eru "dræmar kosningar" ??
Áhugavert að lesa tölfræði eldri forsetakosninga, og á fréttaritari hrós skilið fyrir þetta innlegg. Ég set spurningamerki við það sem hann skilgreinir sem "dræmar kosningar" þegar Vigdís bauð sig fram í annað skiptið þegar hún fékk mótframbjóðanda. Skv. fréttinni kusu 72% atkæðabærra manna í þessari forsetakosningu. Þetta er kannski dræmt, ef miðað er við að við ætlumst til að sem flestir kjósi í forsetakosningum.
En fróðlegt verður að fá upplýsingar um hver prósentan verður eftir næstu forsetakosningar, sem eru dagsettar laugardaginn 30. júní 2012.
Kjósa fleiri en 72% þeirra sem hafa kosningarétt núna, eða kjósa færri sem hafa þennan rétt?
Það verður fróðlegt að fá upplýsingar um tölfræði kosninganna að þeim loknum, í lok mánaðar.
![]() |
Gegn forseta í þriðja sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2012 | 00:40
J.R. Ewing óvinnufær?
Mér fannst áhugavert að lesa frétt Mörtu Maríu um J.R. Ewing. Hún telur að hann ætti að vera óvinnufær vegna þess að hann er áhættufíkill, stundi framhjáhald á fullu og fleira. Og óvinnufær vegna vesenesins sem hefur fylgt þessu framhjáhaldi.
En ég held að það sem hafi gert þessa Dallas þætti svona yfirmáta vinsæla, er að þeir endurspegli einmitt líf auðugs manns í lifenda lífi: hann kemst upp með framhjáhald án þess að það skaði starfsferilinn; hann mætir alltaf í vinnuna daginn eftir. Jafnvel þó að hann hafi ekki útlitið með sér. En margar konur, ungar sem gamlar sjá alltaf sjarma í eldri manni, sérstaklega ef hann er auðugur.
P.S. Ég myndi ekki nenna að horfa aftur á Dallas þættina, þó að mér væri borgð fyrir það.En ég horfði á þá á sínum tíma, enda einn af vinsælustu þáttum síns tíma.
Ég veit líka til þess að ungar mæðgur, sem ég þekkti, klæddu sig alltaf upp á og höfðu spaghetti og hakk í matinn á þeim dögum þegar Dallas var á dagskrá. Þetta var þeirra tími til að hafa það huggulegt á meðan Dallas var sýndur.
En gvuð minn góður, ég trúi hvorki á hann né Dallas, þannig að ég býð frekar spennt eftir að geta horft á nýja þætti sem tengjast nútímanum. - En ég segi bara, verði Dallas áhugafólki að góðu og góða skemmtun!
![]() |
Nánast óvinnufær vegna framhjáhalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2012 | 01:00
Bandaríkjamenn á hálum ís
ef það er satt að þeir drepi meðlimi Al-Qaeda, án dóms og laga, með því að nota mannlausar flugvélar.
En mér finnst það ótrúverugt að Brennan, ráðgjafi Obama, upplýsi að þeir noti mannlausar vélar til slíkra verka. Ef BNA menn væru að þessu, þá væri það ríkisleyndarmál. En svo er það spurning hvaða upplýsingum aðilar leki í aðdraanda kosninga, til að þeirra maður héldi völdum.
En tæknin er þvílík, að það er ómugulegt að ráða í hvaða aðferðum þeir beita, ef fréttin er sönn, með ómönnuðum vélum.
Kannski er SR-75 vélin orðin úrelt hjá Könunum: en hún getur (gat) flogið á þremur tímum til hvaða staðar í heiminum. Hún er búin mörgföldum skynjurum, tölvuvæddum rödurum, og leiserbúðani, svo eitthvað sé nefnt.
Hraði þessarar vélar hljómar eins og úr vísindaskáldsögu, og þessi vél er ekki ný af nálinni, þannig að það ætti ekki að koma á óvart að Ameríkanarnir séu komnir með mun fullkomanri mannlausr vélar. En þessi SR-75 hefur komist í 120 þúsund feta hæð, og hefur farið hraðar en Mach-5 (eða 5 sinnum hraðar en hljóðið). Sem sagt þessi vél kemst 3300 mílur á klukkustund. Hún getur flogi' frá Nevada til Norð-austur Rússlands og til baka á þremur klukkutímum. - En þessi vél er mönnuð (eða var).
Þannig að það kæmi manni ekki á óvart að tæknimenn (ekki endilega allt Ameríkanar) væru búnir að fullgera flugvél með slíka hæfni, en án þess að lifandi flugmaður þyrfti að stjórna henni. En þríir áhafnarmeðlimir voru við stjórnvölinn í SR-75 vélinni.
Að því er mér best skilst, þá var það Lockheed sem framleiddi þessar SR-vélar. En það er önnur saga.
En það er illt í efni að notaðar séu mannlausar vélar, eöa vélar almennt, til að ryðja hryðjuverkamönnum úr vegi, án dóms og laga. Ef þetta er staðreynd, er hætta á að svona vélar verði notaðar á aðra glæpamenn, eða annað, leynilega. Án dóms og laga. Og án þess að fórnarlamb fái hönd við höfuð reist.
![]() |
Nota mannlausar vélar til mannvíga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2012 | 22:59
Baldur má vel við una ...
... að fá ekki þyngri dóm, þar sem um stóra upplæð var að ræða, þ.e. þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum eftir að hafa haft innherjaupplýsingar. Árni Johnsen fékk álíka dóm á sínum tíma, vegna sinna svikamála. Og er sem betur fer ekki minni maður eftir að hafa setið inni. Það er jákvætt að dómskerfið dæmi hvítflibba fyrir glæpi.
En ég hef því miður sterka tilfinningu fyrir því að við búum í bananalýðveldi, þar sem að margir hvítflibbaglæpamenn sleppi því miður við ákærur, og þar af leiðandi dóma fyrir brot.
![]() |
Dómur yfir Baldri staðfestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2012 | 23:52
Forsetinn og frú komin í '2007' gírinn, enn og nú ...
... enda hefur forseti Íslands gefið það sterklega til kynna, að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta á næsta tímabili.
En kjörtímabili Ólafs er ekki lokið, en samt er kallinn og frúin á fínni boðssiglingu til Suðurskautslandsins, á meðan almúginn hér á landi á ekki til hnífs og skeiðar.
Þessi Suðurskautstúr gefur það steklega til kynna að forsetinn ætli að sinna erindum sem hann hefur áhuga á, og það felur ekki í sér að hann hafi áhyggjur af að tugir þúsunda fjölskyldna hér á landi eigi ekki til hnífs og skeiðar þegar líða tekur á mánuðinn, eða eigi fyrir mat almennt, eftir að bankinn hefur millifært greiðslur af húsnæðislánum og öðrum reikningum, sem hafa hækkað langt fram yfir getu bæði þeirra sem eru í launaðri vinniu, sem og atvinnulausra.
Er það ekki bara fagnaðarefni og merki um hrós fyrir forseta vor, hversu vinsæll hann er, þannig að honum var nú bara boðið alla leið til Suðurskautslandsins?
Hversu margir Íslendingar, sem eiga sárt um að binda og eiga ekki fyrir mat í dag, nú í mánaðarlok, ætla að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson til að bjóða sig aftur fram til forseta?
![]() |
Cameron ferðafélagi forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2012 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2012 | 01:33
Íkveikjuárattan er af kynferðislegum hvötum.
![]() |
Eldur í starfsmannabústað við Kleppsspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2012 | 23:31
'Sterk' vindmilla er framtíðin í orkusköpun!
![]() |
Vindmylla á Rauðalæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2012 | 01:10
Táknrænt séð er Ólafur óléttur ...
og kominn langt á leið, þó að hann sé ekki kominn á steypirinn.
En það fæðist engin litil mús hér. Þvert á móti. - Mín tilfinning er sú að ársins 2012 verði minnst sem ársins þegar íslensk stjórnmál og flokkapólitík kúvendust, og þega ákveðnir flokkar og flokkskólfar liðu undir lok.
![]() |
Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2011 | 01:32
Atvinnuleysi? - Hvar eru Pólverjarnir?
Hef spurnir af fyrirtækjum sem hafa átt í erfiðleikum með að ráða starfsfólk til sín.
Hef einnig spurnir af því að fólk kjóisi frekar að vera á atvinnuleysisbótum, en að stunda vinnu á lágum launum. Sem eru litlu hærri en atvinnuleysisbætur, en margir átta sig ekki á að þeir geta hækkað launin sín meö næturvinnu.
En, eins og alltaf hefur verið staðreynd, þá getur fólk fengið vinnu ef það vill, ef það er til í að vinna "við hvað sem er."
Já, er það ekki áhyggjuefni, ef Vinnumálastofnun getur ekki fyllt upp í hin ýmsu störf sem eru í boði hér á landi, með því að senda atvinnuleitendur í viðtöl hjá fyrirtækjum sem skortir mannafl?
Kannski væri það þjóðráð að hreinlega auglýsa eftir pólverjum til vinnu hér á Íslandi. Ég hef komist í kynnni við nokkra, og þessir Pólvejar eru eftirsóttir af atvinnurekendum hér á landi. En því miður, margir þeirra fóru til annarra landa eftir hrun. eða hreinlega heim til sín. En ég sakna þeirra, enda gott vinnuafl og eru hressir og jákvæðir.
![]() |
Getum ekki sætt okkur við atvinnuleysið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)