Smáfuglarnir elska afgangsbrauð

Heyrði í fréttum í kvöld að almenningur væri hvattur til að fylgjast með og telja fugla í sínum garði. Þetta er frábært framtak fuglavina. Hægt er að sækja talningareyðublöð og kynna sér verkefnið á vefnum fuglavernd.is

Ég er ekki fróð um fuglategundir, og er ekki mikið heima á daginn til að skoða fugla í garðinum. En þetta verkefni er tilvalið fyrir fólk sem er með litla garða.

En þegar kólnar í veðri verður hart í búi hjá smáfuglum og tilvalið að safna saman afgangsbrauði og matarafgöngum og láta fuglana njóta góðs af öllum afgöngum.

Undanfarið hefur verið kalt í veðri, og í kvöld fór ég fyrstu ferðina til að gefa fuglum á mínu svæði brauð og matarafganga. Ég reyni að fylgjast með fuglum og gefa þeim afganga yfir veturinn, en er því miður ekki með lítinn garð, en fylgist með þeim og gef á hól utan við lóðina þar sem ég bý.


mbl.is Garðfuglarnir taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband