Áhrifamiklar myndir af máf í ætisleit á Blönduósi

Magnaðar myndirnar sem Höskuldur B. Erlingsson tók af þessum máf sem var að leita sér að æti á Blönduósi. En getur einhver frætt mig, og aðra lesendur væntanlega, hvaða mávategund þetta er?

Ég er ekki fróð um fugla almennt, og einu máfarnir sem ég hef séð eru þeir sem koma niður að tjörn í Reykjavík og eru í hverfunum nálægt sjónum. Held að sá fugl kallist sílamáfur. Fallegur fugl, hvítur með svartan lit í stélinu og með gult nef.

Og orðabók Menningarsjóðs nefnir tegundirnar bjartmáfur, hettumáfur, hvítmáfur. Fuglafræði er greinilega flókin, það eru til svo margar tegundir af máfum, sem og öðrum fuglum.

Og þegar ég er að skrifa þetta fatast mér flugið, málfræðilega - farin að ryðga í þessu eða hef aldrei vitað þetta: er Höskuldur í eignarfalli Höskulds eða Höskuldar. Og á að skrifa mávur með vaffi eða effi?

Skv. orðab. er heiti fuglsins már í nf. og hann er af máfaætt. En þetar við tölum um máf, kemur f-hljóðið ekki fram heldur v-hljóð. Þannig að stafsetning á heiti fuglsins er að breytast m.t.t. framburðar. En það er bara spurning hvort nemanda væri gefið rétt fyrir að stafa "mávur" á stafsetningarprófi. En það er önnur saga.

Ég hef aðallega áhuga á að fræðast um hvaða máfategund mætti í hádegismat á Blönduósi.


mbl.is Ýsuflakið endaði í goggi mávs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ungur hvítmávur

Sveinn (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband