Ó, ó, enn eina ferðina

Eldlfaugaslysin eru hryllileg, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem eldflaug frá NASA springur, eða stórslys hlýst af geimtilraunum þeirra. Sem betur fer var hún ómönnuð. En það sem situr helst í manni eru slys sem hafa orðið á s.l. áratugum, og dettur mér helst í hug þegar Challanger sprakk í loft upp nokkru eftir flugtak, árið 1986.

Þar innanborðs voru sjö manns og þar af tvær konur: önnur var stjarneðlisfræðingur og hin var kennari sem var sérstaklega valin til ferðarinnar eftir að hafa sótt um.

Það að geimfarið hafi sprungið í loft upp sat lengi í mínum huga. Sá alltaf fyrir mér að áhafnarmeðlimið hafi sjálfir sprungið í loft upp með geimfarinu. En sem betur fer var það ekki þannig. Þeir voru inni í flauginni, sem var stórt hylki. Hylkin komu til jarðar og sukku á hafsbotn. Eitt hylkið þar sem tveir geimfaranna voru staddir í fannst ekki strax. Minnir að það hafi tekið tvo daga að finna það á hafsbotni. Það var gert með því að tvö skip sigldu samhliða og drógu keðju á milli sín. Þegar viðnám kom á keðjuna og þeir fundu að þeir voru með eitthvað þungt að draga, þá reyndist það hylkið sem hýsti tvo geimfara úr Challanger.


mbl.is Sprakk í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Myndi tæplega tala um stórslys, þó vissulega hafa orðið slys og hlutir hafa farið úrskeiðis, en m.v. hvað menn eru að eiga við í geimferðum þá eru þau tiltölulega örugg. Enda gríðarlegir útreikningar og mikil nákvæmnisvinna að baki sérhverju geimskoti.

Challenger slysið var einstaklega slæmt, sér í lagi í ljósi þess að enginn búnaður var til staðar skyldi eitthvað fara úrskeiðis á þennan máta, sambærilegum LES búnaðinum sem er á Oríón. Einnig í ljósi þess að það var þegar búið að vara við því að o-hringir í mótorum Orbiter eldflaugarinnar þyldu ekki frostið sem var daginn sem flaugin fór upp.

Reyndar voru allir áhafnarmeðlimir Challenger um borð í áhafnarrýminu þegar það fannst, sem er fremsti hlutinn af geimflauginni, þó að lík Gregory Jarvis hefði týnst við björgun áhafnarrýmisins þá fannst það degi síðar.

Það verður forvitnilegt að vita hvað olli því að eldflaugamótorarnir gáfu sig, og sorglegt að allur þessi búnaður skyldi fara til spillis.

Samúel Úlfur Þór, 29.10.2014 kl. 01:08

2 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Antares eldflaugin (þessi sem sprakk) var frá einkaaðila sem notar 60 ára gamalt mótor frá Rúslandi. Sýnir bara hvað gerist þegar þú ferð að spara.

Einar Örn Gissurarson, 29.10.2014 kl. 17:24

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Samúel Úlfur Þór, og takk fyrir svarið. Var þetta ekki annars þannig að þeir frestuðu að skjóta flauginni á loft um 1-2 daga á sínum tíma, einmitt vegna frosts?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.10.2014 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband