Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Höfðingi styrkir sjúkrahúsið á Akureyri. Geri aðrir betur!

Sá einstaklingur sem gaf sjúkrahúsinu á Akureyri stóra gjöf, veitir sjúkrahúsinu svigrúm til að kaupa tæki og búnað. Ekki veitir af. Það er kreppa og samdráttur í íslenska geiranum í sjúkrahúsmálum.

Þessi höfðingjlega gjöf veitir sjúkrahúsinu vonandi auka hvatningu til að festa kaup á tækjum sem koma viðskiptavinum þess sem best. 

Gefandinn á allt þakklæti Norðanmanna fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Og ætti að fá fálkaorðina fyrir vikið. En þessi kona, sem gaf þetta, eða kannski var það karlmaður, óskar eftir að gefa gjöfina en gæta nafnsleysis og að sama skapi gefa þetta á skilyrða. Við virðum það.

Það eina sem við getum gert til að hrósa nafnlausum gefendum til góðra málefna, er að hrósa þeim. Og óska þeim alls velfarnaðar.


mbl.is Gaf sjúkrahúsinu 45 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn vilja einkavæða vatnið!!!

Í skrifum DV í dag kemur fram vilji fyrrverandi stjórnarflokka að einkavæða vatnið.

Núverandi ráðherra vill koma í veg fyrir þessa einkavæðingu - Katrín Júl. fær prik hjá mér fyrir þetta, en í frétt DV kemur m.a. fram:

"Umdeild vatnalög frá 2006 taka gildi 1. júlí ef Alþingi nær ekki að afgreiða frumvarp iðnaðarráðherra sem kveður á um afnám þeirra. Nú þegar tæp vika er til þingloka 15. júní, er frumvarpið enn til meðferðar hjá iðnaðarnefnd, og tvær umræður um málið því eftir. Óvíst er því hvort Alþingi nær að ljúka málinu, því tugir annarra frumvarpa verða á dagskrá á næstu dögum.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist vona að frumvarp hennar verði samþykkt fyrir þinglok. „Í mínum huga eru lögin frá 2006 enginn valkostur því sjálfstæðismenn og framsóknarmenn vildu einkavæða vatnið,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að sameignarfyrirkomulagið hafi ekki reynst vel í heiminum, til dæmis í Sovétríkjunum.

Vatnalög sem afgreidd voru frá Alþingi árið 2006 fjalla í sjö greinum um eignarrétt á vatni. Þar segir meðal annars að öllu jarðnæði eða fasteign, þar með talið þjóðlendu, fylgi eignarréttur að því vatni sem á henni eða undir henni er eða um hana rennur. Gildistöku laganna hefur verið ítrekað frestað og á meðan hafa vatnalögin frá 1923 verið í gildi."

 


Missum við vatnið?

Hverjir eignast vatnsréttinn hér á landi ef lög frá 2006 öðlast gildi á næstunni?

vatnskrani1.jpgÉg óttast að ef (erlend) hlutafélög eignist drykkjarvatnið okkar, að þá hættum við að geta drukkuð vatn beint úr krana. Hvað er í gangi?


Gvendarbrunnar? - Hvar eru þeir og hverjir eiga landið? - Ég drekk mikið vatn.

alda.gifVið drekkum vatn beint úr krananum og vitum innst inni að þetta vatn kemur úr Gvendarbrunnum. En veist þú lesandi góður hvar Gvendarbrunnar eru og hver á landið sem hýsir þá?


Hverjir eru eigendur Verne Holdings?

Og furðu sætir að Katrín Júlíusdóttir ráðherra, og einn af þeim sem stóðu af þessu lagafrumvarpi voru fjarverandi þegar það kom til atkvæðagreiðslu. - Hverjir stganda að þessu "Verne Holdings?"

Eiga einhverjir að svokölluðum útrásarvíkingum hér hlut að máli? En ég er reyndar farin að kalla svokallaða "útrásarvíkinga" öðru nafni en forseti vor og kýs að kalla þá "útfararvíkinga."

Almenningur og aðrir sem þykjast hafa eitthvað á milli eyrnanna, vilja ekki sjá spillta aðila, t.a.m.
"útfararvíkinga" eða aðra þeim tengdum, hafa neitt að gera með íslensk félög, né aðila þeim tengd sem ætla sér að taka yfir rekstur á borð við gagnaver í Reykjanesbæ. Við vitum að aðilar sem eru tengdir þessu gagnaveri, hafa verið á sveimi hér í þjóðfélaginu fyrir bankahrun, og skulda þjóðfélaginu meira en því nemur að hafa efni á því að státa sig yfir því að vera eigandi að gagnaveri á Suðurnesjum.

Eigum við ekki einfaldlega að byrja á að skoða þetta gagnaver rækilega. Mótmæla því ef þurfa þykir, þó ekki sé nema fyrir eignatengslin?

Margir í stjórnarandstöðu greiddu atkvæði gegn uppbyggingu þessa gagnavers. Af hverju? Jú, þeir hafa sínar ástæður til þess. Og margir þingmenn greiddu ekki einu sinni atkvæði í þessari kosningu. Það segir sitt. En ég ætla ekki að segja meira um þetta að sinni. 


mbl.is Lög um gagnaver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengsl stórathafnamanna við stjórnmálin: makinn er ...

... í mörgum tilfellum sveitastjórnarmaður, alþingismaður og jafnvel ráðherra. Maður fer að halda að einstaklingar sem hafa verið að reyna að hasla sér völl sem stórir kallar, komi konum sínum til valda á stjórnsviðunu, á einn eða annan hátt,  til að tryggja eigin stöðu, eða leggji vísvitandi lag sitt við konur sem hafa sjálfviljugar haft vit á að koma sér sjálfum að kjötkötlunum.

 

Þetta datt mér í hug eftir lestur þessarar fréttar af eiginmanni Sigrúnar, fyrrum bæjarstjóra Akureyrar. Annað dæmi sem kemur upp í hugann er fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín, en eiginmaður hennar fékk stór lán hjá Kaupþingi sem starfsmaður þar, til að kaupa hlutabréf í bankanum, og sem var sett í eignarhaldsfélag. Veit ekki hvort hægt er að bera þetta tvennt saman. En það virðist yfirleitt vera svo, að þeir sam hafa góð sambönd við þá sem sitja við kjötkatlana, haldi að þeir geti komist upp með meira en hinn almenni borgari hér á landi.

 

bullmarket_997068.gif

 

Ef þú veist um fleiri álíka dæmi, endilega bloggaðu um það.


mbl.is Styttist í fyrstu ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin eru ekki skynsöm, frekar en (verðbréfa)markaðurinn.

Þegar markaðnum er talinn trú um að það sé gróðvænlegt að fjárfesta í hinu eða þessu: þessum banka, þessu fjárfestingarfyrirtæki, að þá er gleypt við því. Þegar einstaklingum sem eru eigengur heimila á Íslandi er talin trú um að það sé hagstætt að taka myntkörfulán/gengistryggð lán til að kaupa sér íbúð, sumarbústað, hjólhýsi, bifreið, að þá gleypir almenningur við því.

Því fór sem fór: krónan hrundi. Og ekki nóg með það: fjölskyldur upp til hópa skuldsettu sig upp í topp. Það er óskynsamleg aðferð. 

Íslendingar virðast ekki hafa þolinmæði til að eiga fyrir hlutunum. Allt virðist vera keypt á afborgunum. Enginn virðist hafa vit á hugtakinu að "leggja fyrir" (þ.e. spara pening til að eiga fyrir einhverju í nánustu framtíð; t.d. fyrir útborgun í íbúð, fyrir utanlandsferð, fyrir bifreið o.s.frv). 

Í þessu ljósi verður að setja bremsu á bankana og fjármálafyrirtækin, sem voru hér á fullu á s.l. áratug að gefa út alls konar greiðslukort til einstaklinga, og veita þeim nánast ótakmarkaðan yfirdrátt, sem var liður í að laða að sér viðskiptin (því að þessir bankar stóðu ekkert svo vel, þegar betur að er gáð) - Nei, það verður að setja þak á hversu mikið banki má lána einstaklingi m.v. greiðslugetu: það þarf sem sagt að endurskoða lög um útlán til einstaklinga og lög um útgáfu greiðslukorta til einstaklinga, og auðvitað fyrirtækja.

Einstaklingar, eins og ég, og svo fyrirtæki, grípa hverja þá gæs sem grípst - Taka hverju gylliboðinu af öðru, burt séð frá greiðslugetu.

Ef ekki er hægt að koma böndum á bankana og setja þeim mörk, þá gildir það sama um einstaklinga og heimilin: þetta heldur áfram að ganga laust og teygja álkuna eins og það getur til að ná inn öllu sem heitir lán, velvild, ívilnun, yfirdráttur, framlenging.

En nú er kominn tími til að setja bæði heimilum, einstaklingum og bönkum mörk.

Þetta gengur ekki lengur. Endar hefur því verið spáð að núverandi fjármálakerfi mun líða undir lok vegna gífurlegrar skuldastöðu: bankar hafa tekið gífurleg lán frá seðlabönkum og öðrum fjármálastofnunum úti um allan heim, og einstaklingar og heimili hafa fengið gríðarlega mikil lán frá bönkum á sínu svæði.

Allt þetta er að fara að hrynja. Fólk stendur ekki undir afborgunum. Það missir íbúðirnar. Íbúðaverð mun fara hríðlækkandi á næstu misserum.


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylliboð fjármálafyrirtækja komu lántakendum sjálfum á hvolf.

En ekki skilja þetta sem svo að fjármálafyrirtæki séu alfarið "vondi gæjinn" í þessu ástandi. Einstaklingur tekur lán fyrir tryllitæki (bíl) og fjármálastofnun lánar viðkomandi fyrir græjunni. Stofnunin heldur að gæjinn geti borgað af bílnum og gæjinn heldur að hann geti borgað afborgarnirnar. Sem hann gat ekki þegar á reyndi. Hann langaði bara til að eignast flottan bíl.

Lánadrottinn og lántakandinn tapa bæði á gjörningnum. Þessi 'bílasamningur' milli þeirra var gerður með hámark bjartsýninnar að leiðarljósi. Allir ætlutðu að græða á þessu. En allir eru að tapa, þegar á botninn er hvolft.

Gífurleg lánastarfsemi af hálfu banka og fjármálafyrirtækja hafa komið landinu á hvolf.

Gífurleg lántaka of margra Íslendinga hafa komið þeim sjálfum á hvolf.

Þegar ég sjálf var að fara út í lífið, datt mér aldrei í hug að taka lán fyrir blikkbelju. Maður keypti bara notaðan bíl. En ekki fyrr en maður gat staðgreitt dósina. Það hvarflaði ekki að manni að fara út í einhvern flottræfilshátt og halda að maður gæti eignast 'betri' bíl, og hvað þá að hafa hugdettu til að taka lán fyrir þessu. En það voru auðvitað bankarnir og fjármálafyrirtækin sem komu því inn hjá landanum, að taka hreinlega lán fyrir öllu sem hann langani til að eignast: húsnæði, bifreið, hjólhýsi, sumarbústað, utanlandsferð, árshátíðarferð, og jafnvel fatnaði (merkjavöru). Íslendingar tóku ýmist lán fyrir löngun sinni í hitt eða þetta og/eða yfirdrátt. Því fór sem fór hjá mörgum.

Enginn gerði ráð fyrir "bankahruni" og að missa vinnuna í kjölfarið. Og geta þar af leiðandi ekki greitt afborgunina á hinu eða þessu. En það er alveg sama þó að ekkert hrun hefði orðið hér, að þegar einstaklingar kaupa flest allt með lántökum eða afborgunum, að þá ráða þeir ekki við þetta á endanum.

Ef einstaklingum/fjölskyldum á að vegna vel, er skynsamlegast að byrja smátt, eiga fyrir því helsta sem keypt er (sérstaklega sumarfríinu/utanlandsferðinni), og fikra sig smám saman í átt að settum markmiðum, t.d. varðandi bílakaup eða fá sér stærra húsnæði: leggja fyrir, í stað þess að eyða öllu jafn óðum. 

Ég segi þetta bara svona, vegna þess að þegar ég var yngri var ekkert hér um kreditkort. Og maður skipulagði utanlandsferðina löngu fyrirfram: maður sparaði fyrir henni og sparaði fyrir gjaldeyri. Og þegar ferðin var farin átti maður fyrir henni. Og kom sem sagt ekki skuldugur vegna ferðarinnar, til baka. 

Það gildir það sama með bílakaupin: ekki taka lán fyrir dýrum bíl, sem þú ert ennþá að greiða af eftir að bíllinn er kannski orðinn úreltur, ónýtur eða mjög lítils virði.


mbl.is 18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handavinnan í kosningunum fór fyrir lítið

Óskaplega er ég fegin að hafa ekki mætt á kjörstað á laugardaginn til að eyða tíma og orku við að merkja við flokk og strika út nafn/nöfn. Eða jafnvel skila auðu. Útstrikanir hafa greinilega engan tilgang í núverandi kosningafyrirkomulagi. En samt er kjósendum boðið upp á að strika út nöfn frambjóðenda og/eða endurraða frambjóðendum á listann. - Slík handavinna er greinilega unnin fyrir gýg. Það hafði nefnilega engin áhrif, þó að fjöldi kjósenda notaði þetta val í kjörklefanum.

Greinilega þarf að breyta kosningafyrirkomulaginu hér, þótt fyrr hefði verið.

En margar útstrikanir gefa reyndar frambjóðendunum sjálfum vísbendingu. Og þeir borgarfulltrúar sem verða fyrir fjölda útstrikana, ættu hreinlega að segja af sér. En það er ekki nóg að segja þetta. Vegna þess að spurningin er: hvar á að setja mörkin? Við 10, 50, 100 eða fleiri en 100 útstrikanir.


mbl.is Gísli var oftast strikaður út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

- Og hananú -næsti leikur lífeyrissjóðanna verður ...

... auðvitað að tilkynna lífeyrisþegum að vegna þessa "góða díls" að skerðingarnar þeirra verða minni en ella. Annað væri móðgun og í versta falli sjálftaka í óþökk lífeyrisþeganna. Lífeyrisþegarnir KALLA á betri kjör lífeyrissjóðanna. En ekki neinar aulalegar skerðingar.

Í  góðærinu árið 2007 lækkaði t.d. VR félagsgjaldið úr einu prósenti niður í 0,7%. Þeir hafa sem betur fer ekki hækkað þetta aftur. - Myndi skammast sín fyrir að gera það. - En margir lífeyrisþegar VR bíða milli vonar og ótta um að sjóðurinn hækki félagsgjaldið aftur. Þeim væri alveg trúandi til þess.

En í stað þess að skerða lífeyrisþegana eiga þau að lækka launin við sig, sem og skerða hlunnindi æðstu stjórnenda og fara að huga að skera niður yfirbyggingu á sjóðnum: skera ... skera ...

Lífeyrissjóður sem tekur við lífeyrisgreiðslum frá láglaunafólki á ekki að státa sig af að ráða í vinnu til sín HÁlauna-menn sem fá glæsibifreiðar í kaupauka.

Það eru fyrst og fremst kröfur lífeyrisþega að sjóðirnir fari í arðsamar fjárfestingar. Helgarkaupin voru ekki slæm, enda gera þau ríkisfjármálunum gott, sem og gjaldeyrismálum landsins. 

Það er mikilvægt að allt það sem lífeyrissjóðirnir framkvæma, sé uppi á borðinu. Ekki bara kaup á skuldabréfum.

Almenningur þarf að setja sig meira inn í starfsemi lífeyrissjóða en verið hefur. Ekki bara að treysta á slíka sjóði, sem munu greiða þeim út mismunandi (feita) háar lífeyrisgreiðslur við starfslok.


mbl.is Lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband