Syngjandi pylsusali í Austurstræti

Já, gæjinn syngur vel við tónlist sem ómar út um söluskálann og selur pulsur sem hungraðir vegfarendur í Austurstræti sækjast í.

Ég var á leið þarna í desember s.l. í góðu verði, og svöng. Ákvað að kaupa mér eina með öllu og þegar ég kom að sölulúgunni, þá hljómaði tónlist og sölumaður lúgunnar söng með, með höfuðið útum lúguna. Það var gott að setjast niður þarna fyrir utan Hressó og seðja hungrið í góða veðrinu sem var í desember.

Í síðustu viku ákvað ég að fá mér eina með öllu á sama stað, eftir vinnuvakt. Þá var enginn söngurinn, enda nokkrir túristar á undan mér í röð. En veðrið var fínt og gott að sitja fyrir utan Hressó og hlusta á fótboltalýsingu í enska á meðan ég var að hesthúsa pylsuna.

En söngur pylsusalans sem ég varð vitni að í desember s.l. var skemmtilegri en sá sem er hér á myndbandinu. Pylsusalinn syngur greinilega með ýmsum lögum, sem manni þykir mis-skemmtilegur.

En ég mæli með að fá sér eina með öllu í Austurstrætinu! 


mbl.is Miðborgargestir ráku upp stór augu í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband