Nýr 'Íslandsbanki'

Sagan á það til að endurtaka sig. Nú erum við búin að eignast, enn og aftur, “Íslandsbanka.” Íslandsbanki var til í eldgamla daga og síðan varð til nýr Íslandsbanki seint á síðustu öld, sem var reyndar samsafn nokkurra gamalla banka, sjóða og Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA).

 

Danir óttast keðjuverkun vegna yfirtöku íslenska ríkisins á Glitni banka og þeirrar lækkunar sem hefur orðið á gengi bankans og tengdra félaga. Og það verður engin gúrkutíð hjá dönskum blaðamönnum á næstunni í þessu máli. Nú láta þeir okkur fá það óþvegið.

 KristjanIX29908

Í dag voru fjölmiðlafarartæki og blaðasnápar fyrirferðamikil fyrir framan stjórnarráðið. Kristján IX sem lætur yfirleitt lítið yfir sér og hefur fylgst með mannaferðum fyrir framan stjórnarráðið gegnum tíðina getur varla verið að segja “lofið bönkunum að koma til mín.” En samt ... kannski er hann þarna í dag tákngervingur fyrir það sem koma skal: skyldu leiðtogar, emerítar, og aðrir með stóra titla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga eftir að eignast íslenska banka? Nú geta þeir sem eiga fjármagn verslað ódýrt á Íslandi og víðar.

 

En kannski er Kristján IX bara að hughreysta og róa blaðamenn og landslýð sem gengur þarna framhjá. Hann hefur staðið þarna árum saman, í sól og blíðu sem og norðannepju án þess að haggast.


mbl.is Danir hafa áhyggjur af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband