Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.11.2020 | 23:48
Sammála Kára, en ...
að mínu mati ætti ekki að slaka á neinum höftum það sem eftir er ársins.
Halda þessu í sama horfinu, þó að það sé leiðinlegt.
Alltaf betra að vera öruggur en sorgmæddur.
Keppumst á móti Covid með fullum krafti!
Vill engar afléttingar fram að jólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2020 | 23:24
Við spyrjum að leikslokum - en í hvaða rósagarði?
Mikil bjartsýni ríkir varðandi ýmis bóluefni sem eru í þróun. Svo er bara að sjá hvort þau virki og án þess að bera með sér alvarlegar hliðarverkanir.
Vissulega mætti líkja því við yndislegan rósagarð að fá bóluefni sem virkar, sem fyrst.
En eftir því sem ég best veit er téður rósagarður allur. Reyndar ekki sá táknræni, heldur þessi við Hvíta Húsið. Forsetafrúin ku vera búin að sá grænum runnum þar í stað rósanna.
Sá þessa frétt á netinu fyrir nokkru.
Ekki reiðubúin að deila bóluefni til New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2020 | 00:12
Kári áttar sig á ástandinu
enda þarf að herða einhverjar reglur til að fækka smitum. Þríeykið hefur verið of lint upp á síðkastið. Vona að það fari ekki að slaka meira á en það hefur gert.
En um leið og eitthvað fer í gang, er farið að slaka á. Sbr. á leiknum gegn Belgum í gær. Fótboltinn er svo ægilega merkilegur. Hamren var meiraðsegja mættur á völlinn þótt hann væri í sóttkví! Það hefði alveg nægt honum að horfa á leikinn í sjónvarpi.
Og ef það yrði eldgos hér, já, já, þá fengju erlendir blaðamenn að vaða hér inn án þess að fara í sóttkví, eldgos er svo merkilegt, og blaðamenn, nei þeir eru ekkert í nánum samskiptum við landsmenn. Þetta hefur verið viðkvæðið.
Er þvíeykið þunnur þrettándi?
Vill vetrarfrí í skólum og lokun veitingastaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2020 | 01:13
Hvað var lagað
Það kemur ekki fram í fréttinni.
Hönnunargalli í símkerfi Neyðarlínunnar lagaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2020 | 23:51
Ungmenni laumuðust í sund - en við þjófstörtuðum Laugardalslaug
Drepleiðinlegt að komast ekki í sund þessa dagana. En unglingar komust í laug, í óleyfi, og náðust, skv. fréttinni.
En þegar stutt var í opnun Laugardalslaugar árið 1968, en maður hafði nú svamlað og synt í gömlu laugunum hinum megin við götuna, komu vinkonur mínar að máli við mig og tjáðu mér að einhverjir krakkar í hverfinu hefðu stolist í nýju laugina. Og nú átti að endurtaka atvikið. Ég var til, þetta var spennandi.
Haldið var af stað, með sundbol og handklæði í poka og klifrað yfir dökkbrúna trégirðingu sem var ekki svo há að hún hindraði okkur stelpurnar í að klifra yfir. Og viti menn: þarna beið laugin, það var vatn í henni, kannski ekki svo hreint, líklega búið að vera lengi í lauginni.
Þetta var kannski æsilegasti og skemmtilegasti sundsprettur sem maður hefur tekið á ævinni.
En enginn gómaði okkur við iðjuna sem betur fer!
Hópur ungmenna laumaðist í sund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2020 | 00:02
Lyfjafyrirtæki keppast um að græða á Covid
Greinilegt er að unnið er dag og nótt við að þróa bóluefni við Covid, eins og maður hefur stanslaust heyrt í fréttum. Hef haft á tilfinningunni að maður ætti ekki að láta bólusetja sig við einhverju sem lítil reynsla er af, þegar þar að kemur.
Þetta snýst allt um að vera fyrstur á staðinn og fá allan "businessinn," en rannsókn AstraZeneca fer fram í Oxford.
Stöðva þróun bóluefnis vegna veikinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2020 | 00:38
Húsfrúin virtist valdamikil á 7. áratugnum
Ég er að blogga um frétt varðandi skemmtilega umræðu á Twitter um misskilning netverja þegar þeir voru börn.
Þegar ég var krakki hljómaði útvarpið hvort sem maður var að hlusta eða ekki. En maður heyrði þetta, og þulurinn las upp tilkynningar og sagði t.d.: fundir og mannfagnaðir. Kannski var það kynningar- eða stjórnmálafundur einhvers staðar. Og alltaf í lokin kom: Allir velkomnir meðan húsfrú leyfir.
Velti þessu mikið fyrir mér. Sko, ég var alltaf að pæla í því hvort að húsbóndinn eða krakkarnir mættu ekki fara á svona samkomur nema húsmóðirin á heimilinu leyfði það. Það var eitthvað bogið við þetta, í mínum huga var þetta ekki að ganga upp.
En þegar á leið,líklega einhverjum árum síðar, heyrði ég tilkynninguna rétta: "Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir."
Það er vor ... þú sem ert á himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2020 | 02:41
Hver yrði næsti leiðtogi N-Kóreu?
Hugur minn er hjá leiðtoganum Kim Jong-un og óska honum góðs bata.
Af hverju þá að pæla í hver verður næsti leiðtogi?
Það er verið að velta sér fyrir þessu og sumir hafa þá kenningu að hann sé þegar fallinn frá, en sem vona að sú kenning sé röng.
Vonandi geta kínverskir læknar sem sendir hafa verið til N-Kóreu gert eitthvað fyrir hann. Kimmi er í yfirvikt (spikfeitur), hann reykir og hefur sykursýki. Hef séð frásögn um að starfi hans fylgi mikið álag og streita og að hann úðri í sig mat til að glíma við þessa streitu.
Hann reykir sígarettur. Hef séð á myndbandi frá móttöku þegar hann var að reykja, en systir hans, Kim Yo-jong, var ekki langt undan með glæran gleröskubakka þar sem Kimmi drap í rettunni.
Kim Yo-jong systir hans er líklegasti arftakinn í N-Kóreu. Hefur hún verið dyggur aðstoðarmaður í hans valdatíð. Hún stundaði nám í Sviss. Aldur er óviss, en líklega fædd um miðjan 9. áratuginn.
Líklega væri erfitt fyrir konu að komast til valda í karlaríkinu Norður-Kóreu. Ef kona með bein í nefinu kæmist þarna til valda væri fróðlegt að vita hvort eitthvað gæti breyst þarna. Vonandi fremur herinn ekki valdarán ef Kimmi fellur frá. Landið er lokað núna. Fólk kemst ekki ekki einu sinni á netið.
En við fylgjumst átekta með fréttum af góðkunningja okkar Kim Jong-un. Og óskum honum góðs bata!!!
Læknar sendir til N-Kóreu vegna heilsu leiðtogans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2020 | 01:48
Reykjavík er ekki Kalkútta
Götulokanir eru óþarfar. Til hvers ætti að loka götum? Til að hindra aðgang fólks sem býr þarna og er á bíl til að komst komast heim til sín?
Til þess að hafa skilning á þessu verður maður sjálfur að ganga um götur til að átta sig á ástandinu. Fyrir ári síðan gekk ég frá Hlemmi niður Laugaveg að Bónus til að versla og til baka. Þetta var miðvikudag fyrir Páska. Fátt var um gangandi vegfarendur og lítið að gera í Bónus. Engir túristar þarna á ferð. Veðrð var ekkert sérstakt, súld og rigningardagur, en logn.
Gekk sömu leið í ár, sama dag, miðvikudag f. Páska og alveg niður á torg. Fleiri voru á ferð, en engir túristar, skiljanlega, enda veður gott.
Í gær, laugardaginn 25.4. fékk ég mér göngutúr niður Laugaveginn í blíðskaparveðri seinnipartinn. Þó nokkur slatti af fólki var á ferli, sem eru góð tíðindi. En vissulega engir ferðamenn.
Fáar verslanir voru opnar, sumar þeirra loka kl. 16, t.d. Litla Jólabúðin, en Icewear og Eymundsson voru með opið. Nokkur veitingahús voru opin og gestir á sumum þeirra sátu úti með drykk og nutu veðurblíðunnar.
Og bifreiðar voru á ferðinni, þannig að hægt var að fara "á rúntinn" eða þannig, en nú er því miður ekki hægt að keyra rúntinn niður allan Laugaveginn, því á kafla snýr umferðin upp í móti. Undarlegt sem það er. Hver er nú höfundurinn að þessu öfuga uppátæki???
Rýmið á gangstéttum var yfirleitt gott, en ef mér fannst að eitthvað kaðrak væri framundan, þá gekk ég yfir á hina sem var ekki erfitt, enda bílaumferð róleg.
Laugavegurinn er langt frá því að vera eins og gangstéttir í Kalkutta, London eða París.
Þeir sem ætla að meta götulokanir verða sjálfir að vera göngumenn, sem kanna ástandið sjálfir með því að ganga um götur bæjarins.
Einhverjar úreltar teoríur og/eða skrifborðsstóla pælingar ganga ekki í öllum tilfellum.
Óþarfi að kóróna það með svona aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2020 | 23:47
Börn kunna að bjarga sér!
Þrátt fyrir að verið sé að aumingjavæða upprennandi kynslóð. Krakkar/unglingar mega ekki vinna (EES reglur ...) og margir þeirra eru háðir skjánum á símunum sínum.
Lofsvert framtak hjá Theo í Vesturbænum að moka snjóinn af gangstéttunum. Meira að segja notaði hann afmælispeninga til að kaupa sér snjóruðningssköfu til verksins!!!
Hef tekið eftir að krakkar hafa mikla hreyfiþörf. Af því að þeir eru í of mikilli kyrrsetu.
Í sundlauginni tek ég t.d. eftir því að krakkarnir taka yfirleitt á rás út úr lauginni þegar þau eru komin fram á gang eftir sund! Hafa greinilega mikla hreyfiþörf. Man ekki eftir því að við krakkarnir höfum gert þetta á sínum tíma, enda stanslaust að leika okkur utanhúss frá morgni til kvölds.
Þegar ég var krakki og dvaldi hjá afa og ömmu úti á landi á sumrin var ég heppin að afi var bakari og ég mátti mæta í bakaríið þegar ég vildi og gerði. Það var æðislegt að vinna við að pakka inn brauðum og hreinsa bökunarplötur.
Og ekki má gleyma landlækni okkar: Alma Möller gat unnið í fiski sem krakki á Siglufirði (skv. frétt hér á mbl.).
Hraustir krakkar þurfa og vilja verkefni með tilgang og hreyfingu. Ekki bara leika sér daginn út og daginn inn.
Ruddi hálfan Vesturbæinn á laugardagsmorgni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |