Hver yrði næsti leiðtogi N-Kóreu?

Hugur minn er hjá leiðtoganum Kim Jong-un og óska honum góðs bata.

Af hverju þá að pæla í hver verður næsti leiðtogi?

Það er verið að velta sér fyrir þessu og sumir hafa þá kenningu að hann sé þegar fallinn frá, en sem vona að sú kenning sé röng.

Vonandi geta kínverskir læknar sem sendir hafa verið til N-Kóreu gert eitthvað fyrir hann. Kimmi er í yfirvikt (spikfeitur), hann reykir og hefur sykursýki. Hef séð frásögn um að starfi hans fylgi mikið álag og streita og að hann úðri í sig mat til að glíma við þessa streitu.

Hann reykir sígarettur. Hef séð á myndbandi frá móttöku þegar hann var að reykja, en systir hans, Kim Yo-jong, var ekki langt undan með glæran gleröskubakka þar sem Kimmi drap í rettunni.

Kim Yo-jong systir hans er líklegasti arftakinn í N-Kóreu. Hefur hún verið dyggur aðstoðarmaður í hans valdatíð. Hún stundaði nám í Sviss. Aldur er óviss, en líklega fædd um miðjan 9. áratuginn.

Líklega væri erfitt fyrir konu að komast til valda í karlaríkinu Norður-Kóreu. Ef kona með bein í nefinu kæmist þarna til valda væri fróðlegt að vita hvort eitthvað gæti breyst þarna. Vonandi fremur herinn ekki valdarán ef Kimmi fellur frá. Landið er lokað núna. Fólk kemst ekki ekki einu sinni á netið.

En við fylgjumst átekta með fréttum af góðkunningja okkar Kim Jong-un. Og óskum honum góðs bata!!!


mbl.is Læknar sendir til N-Kóreu vegna heilsu leiðtogans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mest kaldhæðnin í þessu er sú að í landi þar sem stærstur hluti fólks býr við skort, skuli einvaldurinn (mögulega) hafa látist eftir að skurðlæknir hans gerði mistök við hjartaþræðingu vegna þess að hann hafði enga reynslu af slíkum aðgerðum á offitusjúklingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2020 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband