Kári áttar sig á ástandinu

enda þarf að herða einhverjar reglur til að fækka smitum. Þríeykið hefur verið of lint upp á síðkastið. Vona að það fari ekki að slaka meira á en það hefur gert.

En um leið og eitthvað fer í gang, er farið að slaka á. Sbr. á leiknum gegn Belgum í gær. Fótboltinn er svo ægilega merkilegur. Hamren var meiraðsegja mættur á völlinn þótt hann væri í sóttkví! Það hefði alveg nægt honum að horfa á leikinn í sjónvarpi.

Og ef það yrði eldgos hér, já, já, þá fengju erlendir blaðamenn að vaða hér inn án þess að fara í sóttkví, eldgos er svo merkilegt, og blaðamenn, nei þeir eru ekkert í nánum samskiptum við landsmenn. Þetta hefur verið viðkvæðið.

Er þvíeykið þunnur þrettándi?


mbl.is Vill vetrarfrí í skólum og lokun veitingastaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kári kann að nýta sér ástandið.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2020 kl. 08:49

2 identicon

Kári er gamall og geðveikur frekur kall og skoðun hanns hefur ekkert gildi hérna. Þessi ruglupési var nú að tala um hundruð látina hér í sumar og heldur svo bullinu áfram núna.

Ekkert að marka þetta rugl og bull í honum.

Óli (IP-tala skráð) 16.10.2020 kl. 23:22

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hvorki Kári né ég erum einhver unglömb, en Kári er ekki geðveikur kall. Það að lesa þetta sem þú skrifar lýsir fordómum gagnvart eldra fólki án nokkurra röksemda. Fjöldi fólks hefur látist úr Covid upp á síðkastið. Kári veit sínu viti. Hann er enginn ruglupési frekar en ég.,

Ingibjörg Magnúsdóttir, 14.11.2020 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband