Börn kunna að bjarga sér!

Þrátt fyrir að verið sé að aumingjavæða upprennandi kynslóð. Krakkar/unglingar mega ekki vinna (EES reglur ...) og margir þeirra eru háðir skjánum á símunum sínum.

Lofsvert framtak hjá Theo í Vesturbænum að moka snjóinn af gangstéttunum. Meira að segja notaði hann afmælispeninga til að kaupa sér snjóruðningssköfu til verksins!!!

Hef tekið eftir að krakkar hafa mikla hreyfiþörf. Af því að þeir eru í of mikilli kyrrsetu. 

Í sundlauginni tek ég t.d. eftir því að krakkarnir taka yfirleitt á rás út úr lauginni þegar þau eru komin fram á gang eftir sund! Hafa greinilega mikla hreyfiþörf. Man ekki eftir því að við krakkarnir höfum gert þetta á sínum tíma, enda stanslaust að leika okkur utanhúss frá morgni til kvölds.

Þegar ég var krakki og dvaldi hjá afa og ömmu úti á landi á sumrin var ég heppin að afi var bakari og ég mátti mæta í bakaríið þegar ég vildi og gerði. Það var æðislegt að vinna við að pakka inn brauðum og hreinsa bökunarplötur.

Og ekki má gleyma landlækni okkar: Alma Möller gat unnið í fiski sem krakki á Siglufirði (skv. frétt hér á mbl.).

Hraustir krakkar þurfa og vilja verkefni með tilgang og hreyfingu. Ekki bara leika sér daginn út og daginn inn.


mbl.is Ruddi hálfan Vesturbæinn á laugardagsmorgni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Theo er tákngervingur samhjálpar og hetjulundar og þá er vægt til orða tekið. Sko, þessi ákvörðun að nota afmælispeninginn í að kaupa sér verkfæri sem nýtist öllum er á pari við góðan kafla í Biblíunni. Forsetinn á að bjóða honum í kakó þegar tækifæri gefst. 

jon (IP-tala skráð) 22.3.2020 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband