Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Var vega næði á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur?

Barnabörnin svöruðu strax "já" en karlmennirnir tveir sem sátu við hliðina á mér við borðið snéru höfðinu á sér, í takt, í áttina á mér og litu á mig spyrjandi. Fjölskylda mín hafði komið frá Akureyri daginn áður, og daginn eftir, 30. maí s.l., sátum við úti í garði í blíðskaparveðri að halda upp á 9 ára afmæli barnabarns míns.

Tilefnið fyrir spurningu minni um þetta "vega næði" var að þann 14. maí las ég fyrirsögn á frétt á visir.is sem ég skildi ekki alveg: "Veganæði á hlutabréfamörkuðum." Hugsaði mér mér: Bíddu, hvað er í gangi, er svona rólegt á hlutabréfamörkuðum ... og hvað hefur þetta með vegi að gera ...? Þegar ég las fréttina skýrðist málið, þetta snérist ekki um neitt næði, en málið var að fjárfestar hafa verið áfjáðir í að fjárfesta í vegan-fyrirtækjum. Sem sagt: VEGAN-ÆÐI á hlutabréfamörkuðum.

En ég fékk spurningu minni svarað, sem var sett fram í gamni: Það var veganæði á leiðinni suður!


mbl.is Nettó leikur sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offramboð á hótelum?

Gagnleg lesning á fréttinni "Spáir erfiðum árum fyrir hótelin" og viðmælandinn Ortlieb veit greinilega hvað hann er að tala um, enda með mikla reynslu.

Fyrir nokkrum árum þegar hótelturnar voru að spretta upp spurði ég: "Hver á að þrífa þetta?" Þeir sem þrífa hótelherbergin eru e.t.v. að miklu leyti erlent vinnuafl á vegum starfsmannaleiga.

Í dag, þegar ég er á ferð um ákveðna borgarhluta, sé ég nánast hótel á öðru hverju götuhorni. Og ég hef ekki farið varhluta á mörgum byggingakrönum þar sem hótelbygging er í gangi.

Maður hefur velt fyrir sér ... næsta hrun verður kannski ekki bankahrun, heldur hótelhrun og/eða eitthvað sem tengist ferðamannaiðnaðinum.

Landið er dýrt, og þeir sem koma í vikuferð, geta veitt sér 2ja vikna ferð fyrir sama verð til annars lands. Þetta hef ég eftir Þjóðverjum sem ég hitti hér. 

Ísland er of dýrt.


mbl.is Spáir erfiðum árum fyrir hótelin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband