Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
29.9.2015 | 00:08
Skyrið bjargar deginum - Hvað þá heilu landi!
Hef oft byrjað daginn á því að þurfa að fara eldsnemma til vinnu. Fæ mér þá nokkrar skeiðar af skyri, enda enginn tími til að útbúa hefðbundinn morgunverð. Ég fær mér nokkrar skeiðar af skyri og það bjargar morgninum.
Hér í gamla daga var engu hent. Heldur ekki skyri. Því var safnað í tunnu og það súrnaði. En það varð ekki ónýtt. Amma min sagði mér að þegar hún var ung, að þá fór hún ásamt annari stúlku í heimsókn á bæ. Þetta var um lamgan veg að fara. Kannski hálf dagleið eða svo. Amma borðaði súrt skyr áður en hún lagði upp i heimsóknina, en hin stúlkan fékk sér ekki skyr. Að sögn ömmu varð stúlkan hálf máttlaus við því að fara þarna á milli bæja, af því að hún fékk sér ekki skyr áður en hún fór af stað. En ég reikna með, að þær stöllurnar hafi ekki haft neitt nesti með sér til fararinar.
En skyið bjargaði ömmu. Og mér líka: nokkrar skeiðar af skyri, og deginum er bjargað.
Útnefndir heimsmeistarar í skyrsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2015 | 22:25
Ýmsir á ferli á götum borgarinnar um nætur
Gagnleg frétt á mbl.is um það sem er að gerast í borginni að næturlagi.
Í fyrra átti ég leið um Borgartún eldsnemma að morgni. Ók þar fram hjá manni sem var að létta á sér við turninn. Greinilega erlendur útigangsmaður. Kannski Letti eða Pólverji. Hann stendur þarna að eftir að gera þarfir sínar, og það sem mér finnst merkilegt, er að hann var með hvítan pappír í hendinni til að skeina sig á. Hvítur pappírinn blakti þarna í golunni, í kolsvarta myrkri.
Og svona í framhaldi af þessu, þá varð ég vör við nokkra pissfulla Slvava eða Pólverja á Lækjartorgi í dag. Tveir drukknir höfðu rogast með bjórkút á Lækjartorg, og fleiri drukknir voru mælttir á svæðið. Áður en ég gæti spjallað við þá og gert smá grín að þeim, voru þeir á bak og burt. Kúturinn og karlarnir bara farnir. Og bara einn pissfullur Pólverji sitjandi á bekk á Lækjartorgi.
En það eru ekki einungis nýbúar sem eru á ferli á götum borgarinnar eldsnemma á morgnana, þó að yfireitt sé allt með kyrrum kjörum. Landinn setur líka svip sitt á götulífið í myrkrinu.
Í svörtum kufli með ljá í hendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2015 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2015 | 02:30
Borgin setur sig á háan hest - Íslenski trjojuhesturinn??
og þegar borgarstarfsmaður dettur af baki, verður fallið hátt. Það er með undarlegum hætti að borgarstarfsmenn hafi samþykkt tillögu fráfarandi borgarfulltrúa að sniðganga vörur frá Ísrael. Í fyrsta lagi hafa borgarstarfsmenn ekkert með utanríkismál að gera, og í öðru lagi, langar almenna borgarfulltrúa ekkert endilega að detta ef hestbaki.
Borgarfulltrúar eru greinilega meðvirkir og eru til í að samþykkja hvað sem er. Hversu arfavitlaust sem það er, bara til að halda friðinn og til að hafa nógu gott "good-bye" partý fyrir fráfarandi borgarstarfsmann, sem átti tillöguna að banni við Ísrealsvörum.
Ég skammast mín núna fyrir að búa í bog sem vlll sniðganga vörur frá Íarael.
En ég er stolt af að búa á ÍSLANDI, en ef borgin er ekki í lagi, þá er erfitt fyrir mann að státa sig af einhverju hvort sem það heitir, land, þjóð eða borg.
Dugar ekki að breyta tillögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2015 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2015 | 00:35
Frábært framtak hjá Alþjóðasetri
Það er bara verst að maður kann ekki að lesa arabískuna. Þó að maður kunni nokkur orðatiltæi utanað eftir að hafa umgengist arabísku talandi fólk í gegnum tíðina.
Velkomin til Íslands á arabísku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2015 | 00:20
Stórslys á Suðurlandsvegi - erlendir ferðamenn á ferðinni
Það hefur mikil tilfinninga áhrif á mig að lesa um svona slys. Sá stóran jeppa sem ferðafólkið var að ferðast í, á hvolfi, í fréttum á Rúv. í kvöld. Þetta á ekki að þurfa að gerast þarna. Svo framarlega sem bíllinn er í lagi.
Ég er nýbúin að keyra þessa leið. Ekki mikil umferð þarna og aksturinn gengur vel fyrir sig. En umhverfið er stórkostlegt: fallegt og sérstakt.
Það sem mér dettur í hug er að þegar útlendingar aka þarna um, að þá minnki athyglin á akstrinum, þegar ökumaður verður gagntekinn af íslenskri náttúru og því útsýni sem er í boði.
Ég upplifði þetta sjálf: hafði ekki komið á þessar slóðir árum saman, og farþeginn í sætinu við hliðina á mér var að benda mér á hitt og þetta.
Ég gjóaði augunum til og frá, af og til, til að horfa á náttúruna, en sagði farþeganum að ég gæti ekki séð allt sem hann benti á, þar sem ég ég væri að einbeinta mér að akstrinum.
Og það hentaði mér að keyra þarna á 80 km hraða. Kannski stundum á 90.
Kannski keyra ferðamenn of hratt. Og jafnvel fer athyglin af akstrinum yfir á stórkostlega náttúruna í íslenska landslaginu.
En, enn og atftur, sem flestir hafa heyrt um: útlendingar á bíl, stoppa úti á miðjum þjóðvegi (ein akgrein á hvora átt), hlaupa yfir þjóðveginn, til að taka myndir af viðkomandi náttúru: skriðjökli, hrikalegum klettum eða öðru sem ekki er til í þeirra heimalandi. Þetta sá ég, þegar ég keyrði þessa leið um daginn.
En það sem verst er: unga fólkið er allt of upptekið við snjallsímana sína þegar þeir eru í akstri. Hvort sem það er á Þjóðvegi 1 eða innanbæjar.
Fimm slasaðir eftir bílveltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2015 | 00:24
Íslendingar á móti öllum þessum nýbúum, en
þeim finnst sjálfsagt að því að flytja til annarra landa, t.d. Spánar.
Fyrir nokkrum árum átti ég samtal við eldri konu sem hafði ekki komið að versla í því fyrirtæki sem sem ég vann. Hafði ég orð á því við kellu, og sagðist hún hafa verið ásamt manni sínum á Spáni allan janúar.
Og við áttum ágætt spjall saman, og þar kom fram að hún væri ekki sátt við allta þessa nýbúa á Íslandi. Og svo framvegis. En hún tjáði mér jafnframt í lokin á spjallinu að hún væri alvarlega að pæla í því að flytjast til Spánar!
9.9.2015 | 00:17
Íslendinar eiga eftir að skiptast í fylkingar gagnvart flóttamönnum
Fjöldi Íslendinga hefur boðið sig fram til aðstoðar flóttamönnum. En margir Íslendingar eru á móti nýbúum og/eða einstaklingum sem eru annarar trúar en kristni.
Þar sem ég var að vinna við afgreiðslu: fastakúnni á leið út úr búðinni. Hún var yfirleitt klædd síðum pilsum og ég held að hún hafi verið frá Indlandi. Í vinnu í grunnskóla hverfisins. Kannski Búddatrúar. Gamall maður sem verslaði næst á eftir henni hafði á orði, lopamæltur: "þetta er múslimi."
Bara af því að konan var með slðæðu um höfuðið, þá var hún múslimi í huga þess gamla, sem var greinilega ekki sáttur við þá trú.
6.9.2015 | 00:35
Nýjasta kosningaloforð halloka flokks;
Fleiri fóttamenn. Einmitt. Auðvitað vita allir að flokkar sem koma illa út úr skoðanakönnunum halda fundi hér og nú og eru að setja fram nýja stefnu nú á miðju kjörtímabili. Held að þetta hafi ekki gerst oft í stjórnmálasöginnu.
Björt framtíð virðist ekki vera ein um þetta. Heyrst hefur að Samfylkingin hafi verið með fund á Mógilsá í síðustu viku og mótað nýja stefnu (kosningaloforð) t.d. 12 mánaða fæðingarorlofi og að taka á móti 500 flóttamönnum. Einmit. Gjörið svo vel.
Þetta eru tveir flokkar sem berast í bökkum og ætla sér greinilega að nýta sér rækilega flóttamannavandann í botn til að krækja sér í nokkur atkvæði.
Ísland er eyja. Og er í sérstöðu að mörgu leyti gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum. Í þessum málum verður að stíga varlega til jarðar, þar sem við erum fámenn þjóð.
Landið gæti hugsanlega tekið við 500 á frekar stuttum tíma. En skynsamlegast væri að dreifa flóttamönnum um landið. Það kemur í veg fyrir ghettó og vonandi glæpaklíkur.
Er að lesa bókina Fundið fé eftir Jens Lapidus. Þetta er harðsvíraður krimmi og sögusviðið er Stokkhólmur. Þar takst hinir ýmsu hópar á um völdin í borginni varðandi skemmtanalífið og dópsöluna, bæði mótorhjólagengi og ýmsir hópar innflytjenda, t.d. múslemar, Júgóslavar ofl. Ef sagan endurspeglar Svíþjóð eins og staðan er varðand glæpagengi, þá er hætt við að Ísland verði leiksoppur erlendra afla ef hleypa á inní landið miklum fjölda flóttamanna.
En mikilvægast er, að þegar íslensk stjórnvöld taka við flóttamönnum, að þá verði þeim sett skilyrði: fjölskylda eða einstaklingur fær hæli hér. Viðkomandi er úthlutaður íverustaður á ákveðnum stað á landinu og verði að vera búsettur í viðkomandi bæjarfélagi í einhvern ákveðinn tíma.
Mikilvægast er að Íslandi geti orðið nokkrum flóttamönnum að liði, en ekki hlaupa fram úr sér í þessum efnum. Margir eru búnir að gleyma efnahagshruninu og falli bankanna sem var afleiðing útrásar og græðgi fjármálaglæframanna.
Ekki viljum við að landið lendi í klóm einhverra utanaðkomandi afla, af því að fallandi stjórnmálaflokkar vilji flyta inn ógrynni fjóttamanna.
Viltu upplifa nýtt hrun. Og í þetta skipti fyrir tilstuðlan hinna nýju innrásarvíkinga?
Vilja fleiri flóttamenn hingað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2015 | 23:55
Skemmtileg frétt um fjárfestafund - Nafngiftin skiptir öllu máli!
Ungt fólk sem boðað er á fjárfestgafund, flykkist þangað. Það að fjárfesta er greinilega lykilorðið fyrir ungt fólk. Fólk sér gróðavon í fjárfestingum. Fjárfesting er greinilega orð sem höfðar til fólks. En það að spara, höfðar til fárra.
En það er af hinu góða ef það er hægt að fá ungt fólk til að verja einhverju af sínum peningum til að fjárfesta í hinu eða þessu. Og þá með von um gróða. Það er kannski að vissu marki viturlegra en að ungt fólk eyði umframpeningum í of mikinn fatnað og húsbúnað, sem kemur að litlu gagni á endanum.
En þetta snýst um orðalagið: fjárfestafundur, fjásfestir í stað þess að spara.
Það að spara, er ekki vinsælt og eflaust hefði enginn skráð sig á einhvern sparnaðarfund, eða hvenig Byrja ég að spara.
Færðu fjárfestafund í stærri sal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |