Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Íbúð slegin "durti frá Íbúðalánasjóði"

Hryllingsfrétt um tveggja barna móður frá Akureyri sem segir farir sínar ekki sléttar þegar  launþegar Íbúðalánasjóðs mættu heim til hennar til að bjóða íbúðina upp. Hersingin kom víst aldrei inn í íbúðina sjálfa, bara í forstofuna.

Efast um að Signa Hrönn Stefánsdóttir hafi vitað hverjir voru í för með launþegum Íbúðalánasjóðs, en hún tekur reyndar ekki fram hve margir mættu í forstofu íbúðarinnar. Voru það 2 eða fleiri?

Skv. fréttinni var íbúðin slegin á eina milljón krónur, og í huga Signu var kaupandinn durtur frá Íbúðalánasjóði. Ef svo er, þá lítur málið ekki vel út. Getur verið að aðili nr. 2, hafi mætt á svæðið, t.d. lögfræðingur útí í bæ, sem bauð í íbúðina? Þá lítur það ekki vel út.

Það að geta keypt íbúð á milljón í dag, eru virkilega góð kaup.

Og ef hægt er að gera svona góð kaup á íbúðum sem fara á uppboð, af hverju fara þessar íbúðir þá ekki í almennt uppboð?

Eru svona uppbboð bara fyrir durta frá Íbúðalánasjóði, durta á þeirra vegum og/eða bara lögfræðinga úti í bæ, sem nota sér neyð fólks til að fjárfesta í ódýru húsnæði?


mbl.is „Íbúðin var keypt á heila milljón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar hafa mikið fylgi

þannig að hugsanlegt er að þeir komi vel út úr næstu kosningum til Alþingis. Hvað þýðir það? Kjósendir eru orðnir þreyttir á núverandi flokkum sem hafa verið við völd árum saman og hafa séð í gegnum spillinguna sem hefur ríkt í þjóðfélaginu í áraraðir.

Píratar flagga vel gefnu fólki sem við fyrstu sýn, virðist vera til í takast á við verkefni sem nútíma þjóðfélag þarf að takast á við.

Ungir kjósendur aðhyllast hugsanlega flokk á við Pírara, og eru líklegri til að samsama sig við frambjóðendur sem eru á svipuðum aldri og þeir.


mbl.is Píratar á hraðri siglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjúklingar að seljast upp - ég vissi það ...

Fór í Bónus á Laugavegi í fyrradag og sá að það var til lítið af kjúklingi. Greip tvo bakka af kjúklingi ásamt pakka af helarskinku. Góðir landar: nú fer að saxast á matvöru í búðum. Og þegar VR fer í verkfall versnar ástandið. Og svo gæti orðið sígarettuskkortur í verkfallinu. Nú er um að gera að hamstra og eiga nóg af ýmsu í yfirvovandi verkföllum. T.d. nóg af kjúklingi og sígarettum. Svo ekki sé talað um mjólk.


mbl.is Kjúklingaskortur í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð myndbönd frá skjálftanum í Nepal, en

dýr hafa sést inni í húsum sem veit á gott. Sá í frétt á Sky í fyrradag, að hundur hélt sig innandyra, væntanlega heima hjá sér, þó að húsráðendur væru á bak og brott.

Þegar stóri Surðulandsskjálftinn reið yfir hér á Íslandi f. rúmri öld síðan hélt fólk til utandyra. En þegar húsdýr, hundar, kettir og fleiri dýr, fóru inní bæjina, þá var það talið merki um að náttúruhamfarirnar væru yfirstaðnar.

Vonandi geta Nepalbúar farið að halda heim á leið. Þeir eiga alla mína samúð.


mbl.is Fuglar trylltust og fólk flúði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband