Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Hvar er RauðI Krossinn núna??

Af hverju liggja tugir þúsunda björgunarvesta í hrúgum á eyjunni Lesbos? Vesti sem flóttafólk hefur skilið eftir. Rauði krossinn gefur sig út fyrir að taka á móti alls konar efnislefum úrgangi, hvort sem um er að ræða fatnað, hvort sem hann er nothæfur eða ekki, eða hvers konar efnislegum úrgangi. 

Væri það ekki verðugt verkefni fyrir Rauða Krossinn, þess íslenska eða aðra, að taka sig saman í andlitinu og senda starfsfólk til að hreinsa aðeins til á Lesbos. Kannski nennir Rauði Krossin því ekki. Kannnsi finnst Rauða Krossinum það of dýst að takast á við slíkt verkefni, vegna þess að þá gætu launin yfiirstjórnendanna lækkað. - En eins og við vitum þá eru mjög mörg störf innan Rauða unnin af sjálfboðaliðum.

En það má greinilega ekki gera og mikið, svo að yfirbyggingingin missi ekki spón úr aski sínum.


mbl.is Vestin liggja í hrúgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg fréttamynd af Mr. Cameron og Sigmundi Davíð

sem fylgir frétt af heimsókn breska ráðherrans til Íslands. Þeir félagarnir standa þarna við Alþingishúsið og það er bara eins og að Ísbíllinn hafi rennt í hlaðið! Þeir eru þannig á svipinn. Varla hafa þeir séð vofu Mr. Churchill. En það er svo skemmtilegt varðandi svona fréttamyndir, að mynd er tekin á sekúntu broti, og maður veit raunar ekki hvað það er sem orsakar svipbrigði þeirra sem eru á myndinni. - Ísbíllinn ... hm ... mótmælaganga ... hvað sem er gæti fengið tvo ráðherra til að brosa :)


mbl.is Ræddu Churchill í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja jólageitin - líklega ekki vön að láta skreyta sig

Skynsamlegt er bara að sú sænska fái að njóta sín, eins og hún er, og sleppa öllu prjáli og ljósaseríudóti.


mbl.is Serían varð jólageitinni að falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Sjálfstæðifslokks er til í að íbúar landsins eignist hlut i þjóðarbökunum

Þetta er göfugt markmið af hálfu formanns Sjálfstæðifslokksins. Spurningin er: hversu verðmætt er 5% hluti í þjóðarbankanum til að deila milli landsmanna? Í mínum huga yrði hver hlutur á íbúa ekki ýkjamikill, enda um mikinn fjölda íbúa að ræða.

Mun skynsamlegra er að hækka persónuafslátt launþega, til að þeir hafi meira milli handanna, en að ýta undir það að almennir launþegar þurfi að fara að braska með einhver hlutabréf í banka, haldandi það að þeir græddu meira á því.


mbl.is Gefi landsmönnum 5% í bönkum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður næsta hrun hótelhrun?

Það jaðrar nánast við þriðju heimstyrjöldinni. Útlitið er ekki gott hvað varðar frið í heiminum.

Og hér á Íslandi getur allt gerst: yfirleitt stutt í næsta eldgos. Sem gæti stöðvað flugsamgöngur til og frá landinu.

Stríð og stopp á flugi er samansemmerki um mikla fækkun ferðamanna hingað til lands.


Nýbúar - Taka 7 - Tungumálakunnátta eða ekki?

Þegar nýbúi kvartar undan lélegri afgreiðslu í búð á 101 R., vegna tungumálaerfiðleika, er þá ekki eitthvað að?

Átti ágjætt spjall við kunningjakonu mína, s.l. laugardag. Hún er nýbúi hér á landi, ung kona frá Marokkó, og vinnur í fyrirtæki á 101 R. Hún talar íslenskuna alveg þokkalega. Hún kvartaði undan því að starfsmaður í bakaríi sem hún hefur verslað við, skildi ekki það sem hún var að biðja um, og var spurð hvort hún gæti ekki talað ensku.

Kunningjakonan sagðist vera hneyksluð á þessu, þ.e. að starfsmaður í íslensku fyrirtæki skildi ekki það sem hún væri að biðja um.

Ég nefndi það við hana, að það væri erfitt að fá starfsflólk til starfa í bakaríum, og þess vegna yrði stundum að ráða fólk með takmarkaða tungumálakunnáttu í svona störf.

OK. Nýbúar meö reynslu og tungumálakunnáttu, gera vissulega sömu kröfur og Íslendingar um að afgreiðslufólk veiti viðunandi þjónustu og geti svarað spurningum í þeim fyrirtækjum þar sem það vinnur.


Í hvora áttnia var Hörður að fara?

Nú er lýst eftir Herði á fjölmiðlum og ég samhryggist fjölskyldu hans innilega. Það hlýtur að vera hryllileg tilfinning að sonur manns sé týdur.

Það sem vekur athygli mína, er að í fjölmiðlum er sagt að hann hafi sést á Laugarásvegi síðast. En ekki í hvaða átt hann var að ganga. Var hann á suðvesturleið í átt að Langholtshverfi, eða norð-vesturleið í átt að Laugarneshverfi? 

Mér skilst að leitarhópar hafi leitað að Herði við ströndina. Og fólk beðið um að leita í hýbílum og skúrum hjá sér. Var Hörður þá á leið eftir Laugarásvegi í suð-vesturátt, á leiðinni í Laugarneshverfi?


mbl.is Birta fleiri myndir af Herði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein pýramídabólan að springa?

Og hvað springur næst?

Það er með ólíkindum að fólk sem hefur keypt sér kaffivélar fyrir tugi þúsundir króna fái ekki kaffí í vélarnar, þar sem kaffið er nú skammtað til Íslands.

Auðvitað kemur upp svona snobb kaffi menning. Þetta er selt í píramídakerfi eins og keðjubréfin voru hér í gamladaga. Fullt af fólki beit á agnið. Og svo hrynur þetta.

Af hverju getur fólk ekki bara hellt upp á, heima hjá sér, á gala mátann. Og ekkert vesen. 

Íslendingar eru nýjungagjarnir, og halda að píramídakaffi sem er selt á netinu sé betra, en uppáhellt kaffi heima.

Næsta bóla sem springur hér á Íslandi, verður þegar hótel fara í gjaldþrot: hótelhrun.

Kaffisnobb Íslendinga er bara litlabóla, sem er að hrynja núna.


mbl.is Kaffið skammtað til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er veturinn kominn

sagði bílstjóri við mig kl. 6 í morgun. En viðkomandi var svo sætur að skutla mér í vinnuna. Vetur hvað, sagði ég. En það var ekki fyrr en farið var að birta til, að ég sá að Esjan var hvít niður í miðjar hlíðar. Og auðvitað vissi ég að það hafði verið spáð snjókomu fyrir norðan.

Já, veturinn er greinilega byrjaður að gera innrás inn í íslenskt samfélag.


mbl.is Esjan skartar hvítum klæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárdráttur bankamanna farinn að hljóma kunnuglega

Þegar landsmenn lesa fréttir af banka- eða sparisjóðs starfsmönnum, sem eru handteknir árið 2015, fyrir fjárdrátt, fer hrollur um fólk. Nú eru sjö ár frá bankahruninu. Það er ekki eins og að bankahrun sé í aðsigi eins og það sem átti sér stað árið 2008. En þessi frétt staðfestir grun minn um að það sé sífellt verið að stela og víla og díla inni í bönkum. Og mismunandi hversu viðskiptavinir bankanna tapa mikið á skúrkum sem vinna þar.

En í gegnum tíðina hefur orðið hvers konar hrun á mörkuðum á 7-10 ára fresti. En það er bara spurning hvort næsta hrun hér á landi tengist fjármálamarkaðnum eða ferðamannaiðnaðinum.


mbl.is Handteknir grunaðir um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband