Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Áhugaverðasta frétt sem ég hef lesið í langan tíma

það er skemmtilegt að lesa frétt um kornungan mann sem hefur náð langt á sínu sviði. Auðvitað er því að þakka að að miklu leyti að hann var alinn upp í kringum svona starfsemi. Og auðvitað hefur áhugi stráksins á að taka til hendinni mikið vægi. Gangi Hinrik Erni vel í öllu í framtíðinni.

Því miður segja einhverjar EES tilskipanir að börn megi ekki vinna. En það er innvafið í þjóðargenið að krakkar vinni og taki til hendinni. A.m.k. var það þannig þegar ég var að alast upp. En því miður eiga ekki allir krakkar foreldra sem eiga og reka fyrirtæki, þar sem þeir geta fengið að vinna af og til.

Því miður eru ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn t.d. um 15 ára aldur, ekki alveg í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þarf að inna af hendi. Margir þeirra vita jafnvel ekki hvað er þvegill, borðtuska eða viskustykki. Og flestir þeirra hafa enga reynslu á því að þrífa salerni, eða skúra gólf!


mbl.is Byrjaði barn í eldhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar áhugavert fólk - en hvort lið vinnur í kvöld

í þessum töluðu orðum þegar leikur CostaRica og Hollendinga er á suðupunkti, og staðan 0-0, sendi ég þetta blogg í loftið. Ég held, að ég held, með báðum liðum, eða hvorugu, hvernig maður á svo sem að orða þetta.

En mig langar til að deila með ykkur lesendum bloggsins smá frásögn af því þegar ég hitti Hollenendinginn fljúgandi síðastliðinn föstudag, ásamt eiginkonu sinni.

Nei, nei nú er ég að ljúga. Ég vil frekar kalla Hollendinginn virkan Íslandsvin, frekar en fljúgandi. Hann var staddur ásamt eiginkonu sinni á litlu kaffihúsi/bakaríi s.l. föstudag og þar sem var verið að vísa honum á blaðið Grapevine, en sagðist vera kunnugur hér hélt kannski að hann væri íslenskur í aðra ættina.

En svo var ekki. Hollendingurinn 'fljújgandi' tjáði mér að hann væri reyndar konsúll Íslands í Hollandi. Þetta þótti mér áhugavert og hélt að hann væri maður með einhvern bisness og skrifstofu, og væri í sjálfboðaliðastarfi sem konsúll samhliða.

Jú, jú, hann tjáði mér að hann væri konsúll, án þess að þiggja laun fyrir starfið, og að hann væri jafnframt bæjarstjóri þarna í Hollandi í bæ á stærð við Kópavog.

Og þegar kosningar eru á Íslandi, þá geta landarnir komið heim til hans til að kjósa! Aðspurður sagði hann að þetta væri auðveldara fyrir Íslendinga í Hollandi, þ.e. að geta komið heim til hans eftir vinnu. Þetta lýsir manninum, þ.e. að vera til í að taka á móti Íslendingum á jafnvel hvaða tíma sem er, launalaust.

Og svo fær landinn í glas hjá Hollendingnum eftir að hafa kosið. Ég spurði í gamni hvort hann gæfi landanum aldrei í glas áður en hann kysi, en svo var ekki, að hans sögn.

Ég þurfti auðvitað að afla mér smá upplýsinga, talandi við aðila frá landi, sem maður hittir ekki oft: spurningin var: "eru eiturlyf leyfð í Hollandi?. Konsúllinn tjáði mér að að það væri aðeins leyfilegt að selja hass í ákveðnum verslunum, sem hefðu leyfi. Og þessar verslanir mættu einungis hafa 100 grömm á lager hjá sér í sölu. Punktur og basta.

En það allra þjóðlegasta sem kom fram í samtali mínu við Hollendinginn var, en hann er miðaldra ca. um sextugt, að hann segist hafa ákveðið að þegar hann fellur frá, þá vill hann láta brenna sig og láta kasta öskunni í Gullfoss!

 

 


mbl.is HM í beinni - laugardagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háar prófeinkunnir í skriflegum prófum segja ekki til um tilfinningagreind

Ég óska Gísla Þór Axelssyni velfarnaðar í væntanlegu læknanámi. Það er ekki nægilegt að væntanlegir læknastúdendar séu bara góðir á bókina, eins og sagt er, en mikilvægt er að starfandi læknar geti tekist á við mannleg samskipti, sem eru ekki alltaf auðvelt í læknastétt. En mér skilst að væntanlegir eða núverandi læknastúdentar séu nú ekki prófaðir svo mikið í þeim geiranum.

 

Sá þáttur vill svolítið gleymast og það kemur vissulega niður á sjúklingum og væntanlega starfandi lækni þegar út í atvinnulífið er komið.

 

En það verður athyglisvert að fylgjast með Gísla Þór í framtíðinni, og vonandi farnast honum vel í væntanlegu læknanámi og störfum. Enda finnst mér ungt fólk í dag yfirleitt mjög jákvætt enda hefur það upp til hópa verið alið upp af einstæðum mæðrum.


mbl.is Hæstur á inntökuprófi læknadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband