Bloggfærslur mánaðarins, október 2014
14.10.2014 | 00:38
Ekta vambir til sölu - nauðsynlegt framlag í slátursölu
Fyrir þá sem taka slátur er nauðsynlegt að hafa aðgang að náttúrulegum vömbum. Ef hætt verður að selja þessar vambir, týnist kunnáttan við að útbúa þær til sölu, sem og kunnáttan við að nota þær við sláturgerð, þ.e. sníða og sauma.
Þegar ég hef tekið slátur hef ég reyndar ekki verið nógu dugleg að nota náttúrulegar vambir, en það kemur til af því, að þegar ég tók mikið slátur á sínum tíma, þá dugðu vambirnar ekki sem fylgdu með. Ef ég t.d. vildi útbúa mikið af lyfrarpylsu (og keypti auka lifur til þess), þá varð ég að bjarga mér.
Vinkona á Akureyri kenndi mér að nota svokallaðar grysjur, sem maður fyllti af sláturefni, eða lifrinni. Þá þurfti ekkert að sauma, aðeins binda fyrir í báða enda.
Hef aldrei notað þessar gervivambir. En gamla handverkið við kindavambirnar má ekki tapast hjá þjóðinni.
Hefja sölu á vömbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2014 | 23:48
Ó, las þetta fyrst sem Breiðholtsbraut, en þar keyra þeir hratt
Á stórum hluta af Breiðholtsbraut, ef ekki allri, er hámarkshraði 60 km. Ég ek sjaldnast þarna sjálf, en tek oft strætó frá Mjódd í átt að miðbæ (leið 12 og 17). Þeir keyra rosalega hratt. Mér stendur yfirleitt ekki á sama. Fer aldrei með barnabörnin í strætó á þessari leið. Þeir keyra allt of hratt.
Í eitt skiptið sem ég var í leið 12 í átt að miðbæ endasentist ég í sætinu í látunum og kom niður á rassinn í sæti sem var staðsett á móti.
Átti reyndar leið um Breiðholtsbraut í dag, 13. okt., að mestum hluta sem gangandi vegfarandi. Hraðinn á bifreiðum þarna er gífurlegur. Þeir keyra eins og þeir séu einir í heiminum.
En ég ætla að blogga um þá leið mína, á morgun.
Sá sem les þetta núna, bið ég að hafa í huga söguna um Palla sem var einn í heiminum.
Bestu umferðarkveðjur og akið varlega, gott fólk!
Ellefu óku of hratt á Borgarholtsbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2014 | 23:13
Ég elska ný orð í íslensku - en en tönnslast á take-away bolla
Mér finnst orðið "útréttur" fínt orð yfir rétt sem kaupandi tekur með sér út.
Ég hef verið að vinna á kaffihús/bakaríi þar sem viðskiptavinir drekka kaffi og fá sér bakkelsi, annað hvort snæða þeir inni eða taka með sér.
Mér hefur fundist það hallærislegt, þegar Íslendingar koma og kaupa sér kaffi til að taka með sér, að benda þeim á svokallaða "take away" bolla. En þetta hef ég gert.
Nú vantar okkur gott íslenskt orð yfir þessa take-away bolla. Kannski mætti kalla take-away bolla "út-bolla" í samræmi við nýyrðið varðandi take-away rétti.
Ég auglýsi annars eftir góðum orðasmið varðandi þetta "take-away" bolla dæmi.
Kv., Inga
P.S.
Fyrir nokkrum árum settist ég með kunningjakonu minni inn á Kaffi París. Fengum okkur að borða og svo auðvitað kaffi á eftir (sem við ætluðum að drekka fyrir utan), þar sem við reykjum báðar og fínt að fá sér kaffi og sígarettu f. utan, þar sem þeir eru með þessa fínu hitalampa.
Þegar við pöntuðum kaffið í lokin, spurði þjónninn, ungur maður af erlendu bergi brotinn, og talaði litla sem enga íslensku: "kaffi fara?" Nei, sagði vinkona mín, enda vorum við ekki að fara. En ég kveikti strax á perunni og sagði "já" þar sem ég vfldi að hann afgreiddi kaffið í "take away" bollum, eða útbollum, þar sem ætluðum að drekka kaffið utan dyra.
Kv. Inga
P.S. Útbollar, ferðabollar, fararbollar, ... Viltu útbolla? ... Viltu ferðabolla? ...
Eigum við ekki að sofa aðeins á þessu?
Útréttur hið nýja takeaway | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2014 | 22:20
Nýbúar - Taka 2 - Pólverjar keyra strætó
Fyrir nokkrum árum átti ég erindi til Hafnarfjarðar. Tók strætisvagn nr. 1 frá Rvík í Fjörðinn. Þar vissi ég að ég átti að skipta um vagn. Um leið og ég geng upp í skiptivagninn spurði ég vagnstgjórann hvort hann færi ekki á viðkomandi stað. Hann hristi hausinn og sagðist ekki skilja. Ég snéri mér að næsta farþega sem hristi líka hausinn. Hún var enskumælandi.
Nú voru góð ráð dýr, fáir í vaginum til að spyrja, en sem betur fer var þarna Íslendingur sem gat tjáð mér að vagninn færi nálægt viðkomandi stað, þangað sem ég átti erindi.
En í dag hef ég tekið eftir að pólsku vagnstjórarnir eru enn að störfum og þeir tala flestir orðið þokkalega íslensku, þannig að farþegar geta spurt þá til vegar. Og pólsku vagnstjóarnir eru alltaf kurteisir og gefa íslenskum vagnstjórum ekkert eftir í þeim efnum, sem og akstri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2014 | 21:58
Nýbúar - Taka 1 - Pólverjar keyra strætó
Í fyrra tók ég strætó, eins og ég geri nánast dags daglega. Var, eins og alltaf, með ferða-kaffibollann minn í farteskinu, eins og alltaf. Þ.e.a.s. í veskinu og þar sem ég geng inn í vagninn var barasta kaffislóðin eftir mig, þar sem bollinn hafði farið á hliðina og veskið míglak.
Vagnstjórinn, pólskur, tók eftir þessu, sem og kollegi hans, sem var að spjalla við hann áður en vagninn lagði af stað. Þeir bentu mér kurteislega á slóðaskapinn í mér, og sem betur fer sáu þeir ekki að kaffið hafði líka lekið niður í sætið sem ég valdi í vagninum.
Ég reyndi að þurrka upp eins og best ég gat, enda með einhverja bréfsnepla á mér.
En það sem ég hugsaði þarna, var að ef það hefði verið íslenskur bílstjóri á vagninum, hefði hann líklega hent mér öfugri út, útaf sullinu hjá mér.
Ég nota strætó nokkuð oft, og hef tekið eftir að margir Pólverjar eru í vinnu hjá Strætæó bs. og mín reynsla er sú að allir þessi bílstjórar eru mjög kurteisr við viðskiptavini og keyra strætisvagnana án þess að vera með nokkurn glannaskap.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2014 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)