Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
25.1.2011 | 02:21
Fyrir hverja er Vilhjálmur Egilsson málpípa?
Hann segir, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, "að málið klárast ekki nema við sjáum til lands í sjávarútvegsmálunum ..." Kjaraviðræður virðast vera að fara á ís vegna sjávarútvegsmála. Látum þetta þá bara fara á ís. Því nú eru nokkrir orðnir hræddur um sinn hlut.
En það eru landsmenn, almenningur í landinu, sem eru orðnir enn hræddari um sinn hlut, vegna hækkaðra skatta og ýmissa gjalda og þeir hinir sömu sem hafa verið hlunnfarnir af stjórnvöldum um eignarhlut í auðlindum þessa lands: fiskiveiðikvótanum.
En sá hinn sami kvóti, hafa atvinnurekendur ákveðið að gera að Akkilíesarhæl í komandi samningaviðræðum um launamál á næstunni. Þeir hinir sömu sem fengu kvótann færðan sér á silfurfati frá spilltum stjórnmála-atvinnu-fíklum hér um árið.
Nú er pattstaða í þessu máli, og þeir sem eru í forsvari fyrir samningaumræðum um næstu samninga, eru hugsanlega leppar, hlaupadrengir eða jafnvel málpípur fyrir kvótakarla, sem eru farnir að óttast sinn hlut.
Jóhanna þegir sem gröfin.
Umræðan í þjóðfélaginu er að verða hávær um að stjórnvöld skili kvótanum til íslenska lýðveldisins og leigi síðaj kvótann út.
Núverandi, og vonandi fyrrverandi, stjórnmálamenn, eru að vakna upp við vondan draum, eftir rán fyrrverandi stjórnarherra í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki á þessari þjóðarauðlind OKKAR með lagasetningu þar sem kvótinn rann beint í fang nokkurra útgerðarkarla og kvenna (og nokkrir þeirra sátu báðu megin við borðið), án þess að almenningur fengi tækifæri til að blikka auga.
Nú líður ákveðnum einstaklingum, sem eru atvinnurekendur, illa. Vegna þess að þeir vita ekki hvar þeir hafa Jóhönnu. Og Jóhanna veit, og Jóhanna veit mæta vel um vilja landsmanna þess efnis að þjóðin endurheimti kvótann, þannig að hann verði gerður að þjóðareign.
Nú er tími Jóhönnu að koma. En ég, sem og aðrir, veit ekki í hvorn fótinn hún stígur. Hennar tími kemur. En í hvorn fótinn sem hún stígur ... skiptir ekki máli, þannig. Vegna þess að það verður allt vitlaust, hvort sem það verður sá vinstri eða hægri.
Jóhanna er atvinnupólitíkus. En spurningin er: ætlar Jóhanna að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins fái sínu framgengt eða vill hún gera þjóðinni í heild sem mest gagn?
Alþýðusambandið hrökk frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2011 | 01:14
Fuglar féllu til jarðar í upphafi árs. Er orsökin mengunarskandall og segja fjölmiðlar frá framhaldinu?
Í byrjun janúar fengum við fréttir af fuglum sem féllu dauðir til jarðar í bæði Bandaríkjunum og Svíþjóð. Veit ekki hversu þetta fyrirbrigði er algengt, en það er alfarið á valdi fjölmiðla hvað þeir telja fréttnæmt.
Skv. fréttum á einhverjun miðlinum hér kom fram að einhverjir töldu að fuglarnir hefðu jafnvel dáið úr kulda eða jafnvel úr hræðslu vegna flugelda. Það fannst mér langsótt. Það eru töluverðir kuldar í háloftunum í þessum hluta heims á hverju ári, og árið 2010 það heitasta frá því mælingar hófust, Og svo var töluvert langt um liðið frá gamlárskvöldi. Og ef það væri tilfellið, þá hefði mýgrútur af fuglum átt að falla dauðir til jarðar í London og New York, og jafnvel Reykjavík, árum saman, þar sem fjöldinn fagnar áramótunum með mikilli flugeldasýningu á hverju einasta gamlárskvöldi.
Fram kom í þessum fréttum frá Bandaríkjunum að fuglarnir yrðu krufnir og dauði þeirra rannsakaður. Þá er það hlutverk fjölmiðla að uppfæra fuglafréttina og leyfa okkur lesendum að fá framhaldið.
En ég fór að pæla í þessu og fletti í gamalli bók sem ég er með í fórum mínum. Vildi athuga hvort eitthvað væri fjallað um fjöldadauða fugla. Svo var ekki, en þar var nefnt að þegar hiti færi niður í 4.4. gráður á Celcíus hættu vængir bíflugna að hreyfast. Kannski var þá kuldi skýring á hrapi allra þessara fugla?
En ég tjáði máls á þessu við einn kunningja minn sem ég hitti á förnum vegi nú í vikunni. Hann var með þá kenningu að hugsanlegt væri að þessir fuglar hefðu komist í að éta eitrað hræ; ef einn fugl finnur æti, koma hinir á eftir. Þannig að þeir hafi drepist úr matareitrun. Og þessi kunningi minn nefndi á nafn að hin ýmsu fyrirtæki væru að losa sig við baneitruð og geislavirk úrgangsefni út í náttúruna, þannig að það væri ekki undarlegt þótt dýr dræpust beint eða óbeint af þessum úrgangi, sem væri komið fyrir hvar sem er, ólöglega, og sem eitraði auðveldlega út frá sér, og gæti auðveldlega seitlað út í drykkjarvatn skepna og húsdýra.
Þetta er óhuggulegt. En ekki ný vitneskja fyrir mig að verksmiðjur leysa eitruð úrgangsefni út í náttúruna og eyðileggi nánasta umhverfi, og einnig fjarlægara umhverfi með tímanum.
23.1.2011 | 01:01
Þurfa dómstólar kannski að nota eldri aðferðir við dauðarefsingu?
Dauðarefsingar hafa alltaf sætt gagnrýni. Og sú gagnrýni á rétt á sér.
Þetta er viðkvæmt málefni. Og alltaf er spurning um hvort réttlætanlegt er að taka einstakling af lífi sem hefur framið glæp. '
Á Englandi til forna voru menn limlestir á torgum úti, þar sem þeir voru settir í togvélar og gapastokka, og útlimir þeirra smám saman togaðir af búknum.
Glæpamenn voru hálshöggnir og hengdir áratugum saman. Ekki er langt síðan að yfirvöld í Líbanon tóku upp á því aftur að hengja glæpamenn aftur, eftir nokkurt hlé. Og eftir því sem mig best minnir voru glæpamenn hengdir í Englandi allt fram á 6. áratug síðustu aldar.
Hér á Íslandi tíðkaðist það t.d. að drekkja konum á Þingvöllum. Man ekki nákvæmlega fyrir hvað. Fróðlegt væri ef einhver sem les þetta, væri til í að rifja þau mál upp fyrir okkur.
Og í Bandaríkjunum máttu glæpamenn búast við dauðarefsingum vegna morða og öðrum hryllilegum glæpum hér fyrr á árum. Refsingunni var fullnægt með því að sá hinn sakfelldi var sendur í rafmagnsstólinn.
Síðar tók "dauðasprautan" við. Þannig að gamli rafmagnsstóllinn hefur verið í hvíld. En þessi rafmagnsstóll var gerður ódauðlegur í skáldsögu/mynd frægs bandarísks skáldsagnahöfundar, sem heitir "Græna mílan."
En nú vaknar sú spurning, vegna þessarar fréttar, um að lyfjafyrirtæki í Evrópu, ætli liklega að fara að hætta að senda lyf sem notuð eru í dauðarefsingum, til Bandaríkjanna.
Hvað gera Kanar þá? Munu þeir endurvekja gamla rafmagnsstólinn ("old Sparky" minnir mig aö hann væri kallaður í skáldsögunni, og jafnvel raunveruleikanum).
Eða verða dauðarefsingar afnumdar að fullu og öllu í Bandaríkjunum?
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu málefni á næstunni!
Skortur á lyfi til dauðarefsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2011 | 00:49
Náttúran segir til sín meðal njósnara og lífvarða, sem og annarra sem eru mannlegir ...
Man ekki betur en að blaðakonan Patty Hearst hafi gengið í hjónaband með lífverði sínum, á sínum tíma.
Var svo ekki norska prinsessan að ganga í það heilaga hér á dögunum með 'fyrrverandi' einkaþjálfara sínum?
Njósnarar fara ekki til starfa með það að markmiði að giftast andstæðningnum. Þetta bara gerist: maður verður hrifinn af konu, og öfugt. Aöstæður og málefni spyrja aldrei um ást og örlög: karl og kona kynnast við hinar ýmsu aðstæður og ákveðin nánd dregur þau saman.
Man einhver eftir fleiri dæmum um þegar svart & hvítt hittust, sem gaman væri að rifja upp?
Þetta er líka þekkt þema í stjórnmálunum. Kona sem var í Kvennaframboðinu féll fyrir Sjálfstæðismanni, og gekk sú hin sama í Sjálfstæðisflokkinn. Af hverju? Jú til að þóknast karlinum. En hún fór greinilega ekki fram á að karlinn gengi til liðs við Kvennaframboðið.
Svo eru ófá dæmi úr Hollywood um að leikara-eiginkonur taki saman við lífvörðinn í villunni með sundlauginamm eða jafnvel gluggaþvottamanninum, með ýmsum árangri. Og þarf ekki Hollywood-lið til; þetta þekkist í öllum samfélögum.
´Ástin spyr sjaldanast um stétt.´
Njósnari giftist viðfangsefni sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2011 | 00:21
Tunglið og jörðin, áhugavert ...
Ég er alltaf að reyna að læra eitthvað meira um þetta himintungl, sem ég veit svo lítið um, þannig. Hvað þá sjávsarstöðu á næstu mánuðum.
En ég á lítið barnabarn, 2ja ára, og sem hefur mikinn áhuga á tunglinu. Eftir að barnið fór að sýna tunglingu áhuga, fór ég líka auðvitað að pæla í gangi þessa himingungls. Í hvert skipti sem hann kemur í heimsókn, þarf ég að fara með hann í alla glugga til að leita að tunglinu.
Núna er vaxandi tungl, og þá sést máninn frekar hátt á himni og frekar snemma kvölds. Þá er gaman að fara með litla guttann út í glugga, eða út á svalir, til að hann geti horft á mánann (eða karlinn í tunglinu).
Svo kemur tímabil minnkandi tungls, og máninn kemur seinna og lægra upp á himinhvolfið á kvöldin. Þá er ekki hægt að sýna litlum gutta tunglið útum gluggann. Þá segi ég bara "tunglið er bak við fjallið" (Esjuna) og sá litli er líka í þeirri trú að tunglið sé bara sofandi.
Nú er Landhelgisgæslan að vara við óvenju hárri sjávarstöðu við fullt tungl nú í janúar sem verður hér í vikunni. Þannig að þeir sem búa nálægt sjó eða vatni ættu að hafa varann á næstu vikunna.
Óvenju há sjávarstaða eftir fullt tungl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 23:50
Gríðarlega mikilvægt málefni ...
að fiskiveiðiauðlindin verði þjóðareign. Enda mætti ég á Austurvöll í dag, mánudaginn 17.1.2011, til að leggja áherslu á þetta. Barði í tunnu samfleitt í 45 mínútur á Austurvelli í dag, til að gera tilraun til að ná eyrum Alþingis varðandi þetta málefni, ásamt öðrum, sem Alþingi þarf að taka á.
Þjóðin krefst þess að Alþingi stingi á fúlum kílum sem hjrá þjóðina. En því miður eru ýmsir Alþingismenn útsendarar hagsmunaafla, sem kemur í veg fyrir að hlutir hér á landinu breytist eða lagist.
Fiskveiðiauðlindin verði í þjóðareign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 23:16
Hálkan er lúmsk, víða. Líka á Austurvelli.
Það var orðið hált í gærkvöldi, þegar ég þurfti að skreppa út í 1o-11 og var næstum dottin. Maður þarf að draga fæturnar á eftir sér til að forðast fall.
Svo snjóaði í dag, sem bætti í hálkuna. Þegar ég ákvað að mæta á Austurvöllinn til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum, féll skörulegur ungur maður beint á hausinn í snjónum og hálkunni þarna á Austurvellinum beint fyrir framan Alþingi.
Næsti mótmælandi sem var á fullu að berja í tunnu hjálpaði honum á fætur. Og ég greip tækifærið þegar hann var staðinn upp til að afhenda honum dágóðan járnbút sem var á lausu þarna og hann hóf þegar handa við að berja á tunnuna með mér, sem ég hafði verið að berja á s.l. stundarfjórðung.
Ég lem fyrir því að þjóðin fái fiskiveiðikvótann til baka í sínar hendur. Ég lem fyrir því að almúginn þurfi að borga skuldir óreiðumanna, ofl. Vonandi fær þjóðin töluverðan hluta af svok. Icesave skuldum þegar skilanefnd Landsbankans nær til sín einhverju magni upp í skuldirnar.
Sá fallni, þ.e. ekki Landsbankinn, heldur maðurinn sem féll í hálkunni á Austurvelli, hélt áfram að berja í tunnuna, þegar ég gekk af vellinum eftir að hafa dúndrað í tunnuna með tveimur góðum járnbútum í 45 mínútur samfleitt.
Við eigum ekki að sætta okkur við að fjármálaglæframenn rúi þjóðina inn að skinni. Og ekki að LÍU mafían eigi að fá svigrúm til að stjórna Alþingi gegnum fáfróða Alþingismenn. En því miður ætlar mafía atvinnulífsins að stjórna komandi samningaumræðum vegna kjarasamninga á grundvelli fiskiveiðikvóta og skyldum málefnum.
Margir duttu í hálku í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég átti brýnt erindi í miðbæinn í dag. Ætlaði varla að þora út úr húsi, þar sem að listi rifnaði af svalalokuninni hjá mér í hádeginu, sem fauk síðan á svalahurðina og síðan niður í innkeyrsluna. Var skíthrædd um að restin rifnaði upp í þessu aftakaveðri og ylli skaða.
Um 13:30 hafði lyngt töluvert, og ákvað ég því að taka strætó niður á Lækjartorg, enda ekki langt að fara. Þegar þangað var komið, reyndist aftakaveður niðri í bæ. Varla stætt og þurfti ég að byrja á því að halda mér í bekk í smá stund og síðan tók ég sjensinn á að ganga yfir autt torgið, sem gekk frekar illa. En stefndi á gamla turninn í leiðinni, ef ég þyrfti eitthvað til að styðja mig við. Síðan lá leiðin eftir Hafnarstræti og hafði ég þetta af, þangað til komið var í Pósthússtræti.
Þar kom norðan vindgusan á móti mér beint af sjónum og átti ég fótum mínum fjör að launa. Náði að grípa í ljósastaur fyrir framan gamla Eimskipafélagshúsið, sem er hótel núna. Enda horfði ég beint inn í gluggann á bar hótelsins og komst hvorki lönd né strönd. Hékk þarna á staurnum og það var eins og tíminn stæði í stað. Engin framtíðarplön voru gerð þarna á staurnum. Bara bíða eftir næsta tækifæri til að fikra sig áfram.
Tók svo eftir bíl sem hafði keyrt framhjá, flautaði og bakkaði í áttina til mín. "Er allt í lagi með þig?" kallar ung kona úr bílnum. "Já, já" segi ég. Ég kemst bara ekkert. Hún bauð mér inn í bílinn sem ég þáði. En það var ekki auðvelt að opna bíldyrnar. Það var svo mikið sog.
En hún var svo hjálpsöm og keyrði mig þá örfáu nokkur hundruð metra sem ég átti ófarið í Tryggvagötuna.
Þessi stór greiði þessarar ungu og vösku konu bjargaði sannarlega deginum hjá mér. Og þó að ég hafi sagt "ung kona á litlum bíl" þá var hlutverk bílsins stórt, þótt um smábíl hafi verið að ræða. En því miður var hvorki tækifæri né aðstæður til að ég gæti spurt konuna um nafn, né ná bílnúmerinu, til að geta launað greiðann. En hún setti sjálfa sig í erfiðar aðstæður við að hjálpa mér í þessu líka óveðri.
Rok og fok í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2011 | 23:54
Sjónvarpsstjórarnir eiga að deila kökunni með sér, til að allir geti horft á HM í handbolta ...
... enda hafa ekki allir efni á að kaupa sérstakan aðgang að 365 miðlum, til að gera horft á boltann, eða annað. Það væri bara flott ef Palli væri til í að kaupa aðgang fyrir áhorfendur RÚV að boltanum, þó að 365 sýni leikina einnig.
Það væri bara gróði fyrir báðar stöðvar að sýna alla leikina.
Skora á Pál Magnússon að semja við 365 miðla, fyrir sanngjarna upphæð, að fá samsýningarrétt á HM í handboltanum, og skora á 365 stjórann að bjóða slíkan samning. Það græða allir á slíkum samningi; báðar sjónvarpsstöðvarnar sem og áhorfendur.
Áfram strákar! Sýnið hvað í ykkur býr.
Verið að læsa HM í kústaskáp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2011 | 23:25
En er Reykjavík örugg borg?
Reykjavík er ekki eins örugg og hún var fyrir nokkrum árum.
Það er hættulegt að vera gangandi vegfarandi að næturlagi. Tvö nýleg dæmi um karlmenn í annarlegu ástandi sem gengu í skrokk (höfuð) á tveimur mönnum í miðborginni meö stuttu millibili.
Flestir ferðamenn sækja til miðborgarinnar. Ég veit það, enda hitti þá oft, bæði á leið til vinnu þar og til útréttinga.
Mesta áreitið er á Lækjartorgi, Austurstræti og þar í kring. Ég þurfti á öllum mínum rökstuðningi að halda til að fá ungan föður í skilning um að hann ætti ekki að skilja barnakerru fyrir utan búðir í miðborginni. (Sjá eldra blogg frá 2008 um drykkjumann sem svaf úr sér á 101).
Sem gangangi vegfarandi verð ég fyrir reglulegu áreiti drykkjufólks á Lækjartorgi, Austurstræti og Hlemmi. Yfirleitt er áreitið saklaust að því leyti að drykkjufólk er að betla aur.
Sjálf nota ég Strætó bs. og áreiti þar innan strætisvagna er ekki mikið og ekki aðeins bundið við drykkjumenn. Þangað slæðast stundum trúboðar sem ávarpa mann og jafnvel hef ég rekist á strætisvagnastjóra sem virtist í annarlegu ástandi. Sé mest eftir því að hafa ekki tilkynnt hann á sínum tíma.
En það sem ég hef töluverðar áhyggjur af, er að ferðamenn geti ekki lengur spókað sig um í miðbænum án þess að verða fyrir áreiti fólks sem er í annarlegu ástandi.
Síðast í dag (3ja janúar 2011), átti ég erindi á Stattstofuna í Tryggvagötu. Þangað elti mig maður undir áhrifum áfengis, alla leið upp til skattmanns og beið þar eftir mér. Sem betur fer gat ég gerið mér góðan tíma í að sinna erindinu með því að fylla út pappír. Og þegar ég stóð upp var kauði hvergi sjáanlegur.
Ég teygði mig út um gluggann, til að athuga hvort hann biði niðri á gangstétt. Þegar starfsmaður á Skattinum sagði mér í óspurðum fréttum að "hann væri á klósettinu" notaði ég tækifærið og skilaði honum pappírnum og hljóp sem hraðast út úr byggingunni.
Við sem búum hér, höfum alltaf val, um hvar og hvenær við sinnum erindum okkar, eða svona næstum því. En ef hinn almenni borgari er ekki öruggur við að sinna erindum sínum um miðjan dag í miðri viku, hvernig eiga ferðamenn þá að finnast þeir öruggir á ferðum sínum um borgina og landið?
Reykjavík lýst sem ódýrri borg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |