Hálkan er lúmsk, víða. Líka á Austurvelli.

Það var orðið hált í gærkvöldi, þegar ég þurfti að skreppa út í 1o-11 og var næstum dottin. Maður þarf að draga fæturnar á eftir sér til að forðast fall.

Svo snjóaði í dag, sem bætti í hálkuna. Þegar ég ákvað að mæta á Austurvöllinn til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum, féll skörulegur ungur maður beint á hausinn í snjónum og hálkunni þarna á Austurvellinum beint fyrir framan Alþingi.

Næsti mótmælandi sem var á fullu að berja í tunnu hjálpaði honum á fætur. Og ég greip tækifærið þegar hann var staðinn upp til að afhenda honum dágóðan járnbút sem var á lausu þarna og hann hóf þegar handa við að berja á tunnuna með mér, sem ég hafði verið að berja á s.l. stundarfjórðung.

Ég lem fyrir því að þjóðin fái fiskiveiðikvótann til baka í sínar hendur. Ég lem fyrir því að almúginn þurfi að borga skuldir óreiðumanna, ofl. Vonandi fær þjóðin töluverðan hluta af svok. Icesave skuldum þegar skilanefnd Landsbankans nær til sín einhverju magni upp í skuldirnar.

Sá fallni, þ.e. ekki Landsbankinn, heldur maðurinn sem féll í hálkunni á Austurvelli, hélt áfram að berja í tunnuna, þegar ég gekk af vellinum eftir að hafa dúndrað í tunnuna með tveimur góðum járnbútum í 45 mínútur samfleitt.

Við eigum ekki að sætta okkur við að fjármálaglæframenn rúi þjóðina inn að skinni. Og ekki að LÍU mafían eigi að fá svigrúm til að stjórna Alþingi gegnum fáfróða Alþingismenn. En því miður ætlar mafía atvinnulífsins að stjórna komandi samningaumræðum vegna kjarasamninga á grundvelli fiskiveiðikvóta og skyldum málefnum.


mbl.is Margir duttu í hálku í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband