Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
28.4.2010 | 23:48
Sumir nota snáka sem gæludýr ... úff ... en
... kannski eru þessi grey ekkert verri en önnur gæludýr. Að minnsta kosti eru snákar ekki með nein hár (svo ég viti), þannig að þeir eru skárri en kettir og hundar sem gæludúyr. En ég hef passað kött stundum og er ekki hrifin af kattarhárunum sem þetta skilur eftir sig. Og hvað þá klórinu í húsgögnin hjá manni.
En aðalerindið með þessu bloggi var annars að ræða aðeins um snáka sem gæludýr. Fyrir okkur íslenska almúgann er snákurinn okkur framandi sem gæludýr. Fyrir nokkrum árum átti ég samtal við góða vinkonu sem rekur mótel í USA með foreldrum sínum. Þau eru íslensk. Ég man alltaf hvað mér þótti það skrítið þegar hún sagði mér frá manni sem gisti hjá þeim (langtímagisting, því hann var að vinna við veituver á svæðinu) og var hann með gæludýrin með sér í glerbúrum inni á herberginu, en þetta voru snákar og eiturslöngur. Hún neitaði að þrífa þarna inni. Ég lái henni það ekki.
En mig grunar að ég sé þröngsýn, þar sem maður þekkir aðallega ketti, hunda og hamstur sem algeng gæludýr hér á landi. Þó hef ég sjálf verið með skjaldbökur og kanínu í gæludýrasafninu hjá mér í gegnum tíðina. Þannig að slöngur og snákar eru kannski ekkert mál miðað við bökur og kanínur, eða hvað?
Snákar og kakkalakkar í íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2010 | 22:58
Af hverju fór einungis sjóðsstjórinn frá? Engir "smalakettir" á ...
vegum lífeyrisþega (lesist= fáir þeirra mættu á fundinn) og þess vegna hélt stjórnin velli. Greinilega engir "smalakettir" á vegum sjóðsfélaga á þessum fundi. Bara smalakettir sem eru hliðholliir vanhæfri stjórninni. Stjórn sjóðsins endurspeglar enn og aftur hugsunarhátt einkabankavæðingarinnar og útrásarvíkinganna sem eignuðust bankana sem sjóðurinn fjárfesti í: þeir eru í bullandi afneitun. Fólk sem þarf að láta rífa af sér hluta af rýrum launum sínum sem það heldur að sé að fara í góða fjárfestingu og sem það heldur að það eigi til góða til elliáranna, er í rauninni að afsala sér fé til fjárglæframanna sem skammta sjálfum sér ofurlaun fyrir að sitja á fjósbitanum í þessum sjóði, sem og fleiri sjóðum.
En sjóðsfélagar þurfa að mæta á þessa fundi hjá vanhæfum og spilltum sjóðunum til að hafa áhrif.
Sjóðsstjóri Gildis fer frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2010 | 23:27
Það þurfti Rannsóknarskýrlsu Alþingis til ...
að aðilar hér í stjórnsýslunni færu að átta sig á eigin stöðu. Og biðust afsökunar; eða segðu af sér, ef það átti við. - Fjölmargir stjórnmálamenn (fyrir utan útfararvíkingana) eru búnir að vera í bullandi afneitun, eða allt þar til rannsóknarskýrslan kom út. Og það er virðingarvert að þeir eru að núna að fatta "þetta" og eru að segja af sér einn af öðrum, eða biðjast afsökunar. Það er virðingarvert af þeirra hálfu. Ég bjóst heldur ekki við öðru, eftir að skýrslan kom út s.l. mánudag.
Mér finnst ég hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 04:01
Orðrómur á vefnum frá haustinu 2008, reynist réttur.
Sprenging í útlánum til FL og Baugs eftir stjórnarskiptin í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2010 kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2010 | 01:43
Lágmarkskrafa að íslenskir stjórnámamenn tali ÍSLENSKU
Var að lesa 7 hefti Rannsóknarskýrslunnar í dag og hnaut um ummmæli Össurar, eins og kemur fram hér í fréttinni, að "dósera." - Össur er að lýsa því þegar Davíð kemur inn á ríkisstjórnarfundinn 30.9.08: "Hann kemur þarna og "dóserar." - Ég velti því fyrir mér hvað þetta merkir. Og Davíð bara ekki dóseraði, en skv. orðum Össurar var hann "ofsalega reyttur og tættur" þegar hann mætti inn á fundinn. Þetta staldraði ég líka við: þegar mikið liggur við, og þegar einstaklingur er undir álagi, og ekkert smáu álagi, því að miklar líkur voru á að jafnvel íslenska ríkið jaðraði á barmi gjaldþrots: þá spyr ég: hver getur sofið, eða hefur tíma, rænu eða orku á að fara í sturtu, greiða sér, eða hafa sig til við slíkar aðstæður? Efast um að ég gæti það, því að orkan færi í að hugsa næsta leik.
En maður gerir kröfu um að stjórnmnálamann, hvað þá ráðherrar, tali íslnensku, þannig að almenningur skilji, þegar þessir ríkisstarfsmenn mæta í Kastljósið og Silfrið og aðra þætti.
Ég hef átt í vðræðum við fólk sem hefur upplifað það sama og ég: að horfa uppá einstaklinga mæta í hina ýmsu þætti og tala þannig mál (lesist= sletta ensku aðallega) að þetta lið er í rauninni ófært um að tala íslensku. Málið að er það eru svo margir þarna úti, sem kunna ekki ensku, en horfa á þessa þætti, þannig að það er miður að ummælendur í spjallþáttum hafa það að kæk að nánast fjórða hvert orð sem fellur af vörum þeirra, sé á erlendu tungumáli.
Bestu kveðjur, Inga. P.S. Ég á nokkra "sto."
13.4.2010 | 00:27
Er þetta bara ekki gálgafrestur?
58 milljarða króna kröfu vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 22:04
Skýrslan - verður erfitt að afla sér eintaks á mánudag????
Ég átti erindi niðrí miðbæ, 101, nú í morgun laugardaginn 10. apríl. Kippti Fréttablaðinu með mér, þegar ég gekkl út úr húsi og renndi yfir það í strætó. Ég las að fólk væri farið að skrá sig á kauplista hjá bókabúðum hér bæ, þ.e. kauplista fyrir Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Eftir að hafa keypt mér morgunmat í 10-11 í Austurstræti ásamt öðru góðgæti, fann ég mig tilknúna að skreppa inn í Eymundsson í Austurstræti og athuga hvort ég gæti keypt Rannsóknarskýrslu Alþingis, þegar hún kæmi út.
Mér var vel tekið þarna, og starfsmaður nokkur hóaði mér upp á aðra hæð búðarinnar, þar sem hún tók niður nafn og símanúmer mitt.
Aðspðurð sagðist hún ekki vita neitt um skýrsluna; í hve mörgum eintökum verslunin fengi hana, o.s.frv., og að Eymundsson væri með margar búðir, þannig að hún vissi alls ekki hversu mörg eintök verslunin fengi.
Ég sagðist vilja panta eintak, og með samviskusemi skráði hún hjá mér nafn og símanúmer, og að vinnulagið hjá þeim væri að þeir myndu hringja í hvern og einn á listanum.
Ég nefndi við hana hvort að það væri ekki bara best að mæta í búðina á mánudagsmorgninum, og var hún ekki ósamþykk því. Og að spyrð kostaði skýrslan kr. 5.990.- kall.
Þegar ég hafði yfirgefið búðina og gekk áleiðis fram hjá Pósthúsinu í humáttina að Bæjarins bestu, hitti ég einn góðkunningja minn. Sagði ég honum að ég hefði verið að "tryggja mér" kaup á Rannsóknarskýrslu Alþingis, með því að skrá mig á lista í Eymundsson.
Jú, hann kannaðist við þetta: skýrslan væri að koma úr prentun. Í 6 þúsund eintökum. Fyrsta prentun.
Ég hugsaði með mér, að það væri akkur í því að ná sér í skýrsluna í fyrstu prentunar útgáfunni.
Næsta vika verður kannski skrýtin: hún fer kannski öll í að lesa þessa skýrslu ... fyrir utan önnur skylduverkefnil. En vonandi verður lestur skýrslunnar þess virði að kannski hunsa skylduverkefnin. ... Það er eins gott að skýrslan verði lestursins virði!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 00:13
Kall stelur "slátri og kjúlingi" og karlar ræna banka að innan ,,,
... hver verður settur inn fyrir hvað, og hver af þessum körlum fær lengstu fangelsisvistina? Eða réttara sagt, hver af þessum körlum sleppur við fangelsisvit fyrir rán?
Stal slátri og kjúklingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 22:56
Árni Johnsen var látinn sitja inni fyrir misferli ...
... en þó að eignir hans hafi ekki verið frystar í því tilfelli (og ekki ástæða til), var það sem hann var látinn sitja inni fyrir, tittlingaskítur samanborðið við fjárhæðir sem téðir útrásarvíkingar mjólkuðu út úr íslensku bönkunum, sem voru hlutafélög á markaði. - Munu þeir segja eitthvað, dómararnir, eða munu þeir þegja þunnu hljóði. - Fólk hér á landi hefur MIKLAR áhyggjur af að ákveðnir aðilar muni sleppa við viðeigandi refsingu, og hvað þá fangelsisvist, í því tilfelli að þeir hafi svo góð sambönd; t.d. innan Frímúrarareglunnar.
En auðvitað verðum við að spyrja að leikslokum.
Eignir auðmanna frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 22:32
Karlinn stendur við sitt - Sannfæringu sína.
Vilhjálmur var í viðtali Milli mjalta og messu fyrr á árinu. Þar tók hann fram að hann flygi ekki með flugfélaginu Iceland Express. Vilhjálmur hefur gagnrýnt harðlega á undanförnum misserum hvernig íslensk hlutafélög voru rekin. Iceland Express tengist því miður einum af hrun-körlum Íslands og þess vegna var þetta tímabær sveifla hjá Vilhjálmi, að geta afneitað verðlaunum af þessu tagi. Greinilegt er að stjórnendur þáttarins hafi ekki unnið heimavinnuna sína og það er nú bara spurning um hvort RÚV sé að kóa með fyrirtækjum sem eiga sér miður góða viðskiptasögu.
En Vilhjálmur er sjalfum sér sannkvæmur og ég hvet lesendur þessa bloggs til að lesa viðtalið við Vilhjálm. Líklega er hægt að kaupa það á diski hjá Útvarpi Sögu, þar sem viðtalið fór fram.
Afþakkaði gjafabréf í Útsvari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |