Skýrslan - verður erfitt að afla sér eintaks á mánudag????

Ég átti erindi niðrí miðbæ, 101, nú í morgun laugardaginn 10. apríl. Kippti Fréttablaðinu með mér, þegar ég gekkl út úr húsi og renndi yfir það í strætó. Ég las að fólk væri farið að skrá sig á kauplista hjá bókabúðum hér bæ, þ.e. kauplista fyrir Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Eftir að hafa keypt mér morgunmat í 10-11 í Austurstræti ásamt öðru góðgæti, fann ég mig tilknúna að skreppa inn í Eymundsson í Austurstræti og athuga hvort ég gæti keypt Rannsóknarskýrslu  Alþingis, þegar hún kæmi út.

Mér var vel tekið þarna, og starfsmaður nokkur hóaði mér upp á aðra hæð búðarinnar, þar sem hún tók niður nafn og símanúmer mitt. 

Aðspðurð sagðist hún ekki vita neitt um skýrsluna; í hve mörgum eintökum verslunin fengi hana, o.s.frv., og að Eymundsson væri með margar búðir, þannig að hún vissi alls ekki hversu mörg eintök verslunin fengi. 

Ég sagðist vilja panta eintak, og með samviskusemi skráði hún hjá mér nafn og símanúmer, og að vinnulagið hjá þeim væri að þeir myndu hringja í hvern og einn á listanum.

Ég nefndi við hana hvort að það væri ekki bara best að mæta í búðina á mánudagsmorgninum, og var hún ekki ósamþykk því. Og að spyrð kostaði skýrslan kr. 5.990.- kall.

Þegar ég hafði yfirgefið búðina og gekk áleiðis fram hjá Pósthúsinu í humáttina að Bæjarins bestu, hitti ég einn góðkunningja minn. Sagði ég honum að ég hefði verið að "tryggja mér" kaup á Rannsóknarskýrslu Alþingis, með því að skrá mig á lista í Eymundsson.

Jú, hann kannaðist við þetta: skýrslan væri að koma úr prentun. Í 6 þúsund eintökum. Fyrsta prentun.

Ég hugsaði með mér, að það væri akkur í því að ná sér í skýrsluna í fyrstu prentunar útgáfunni.

Næsta vika verður kannski skrýtin: hún fer kannski öll í að lesa þessa skýrslu ... fyrir utan önnur skylduverkefnil.  En vonandi verður lestur skýrslunnar þess virði að kannski hunsa skylduverkefnin. ... Það er eins gott að skýrslan verði lestursins virði!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband