Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
29.12.2010 | 00:10
Því fyrr sem krakkar fá að keyra alvöru bíl, því betra.
Þegar ég heyrði þessa frétt fyrr í dag, datt mér strax í hug að svona gamlir karlar væru algjörlega kexruglaðir. Þarna hafði afi á níræðisaldri leyft barnabarninu að taka í bílinn. Reyndar meira en "taka í" - var þetta ekki akstur á þjóðvegi eitt?
Hef svo sem séð áður svona álíka, þar sem að afinn leyfði sex ára gutta að aka rafknúinni sláttuvél á lóðinni við blokkina hjá mér. En afinn er húsvörðurinn. Varð hugsað til þessa atviks á sínum tíma um hvort húsfélagið yrði gert skaðabótaskylt, ef eitthvað slys hefði hent guttann.
Það er kannski eitthvað landlægt hjá öfum þessa lands að lofa barnabörnum sínum að fá þjálfun við að aka bílnum, þegar þeir eru á ferð.
En þegar ég velti þessu máli betur fyrir mér, þá man ég vel eftir því að þegar ég sjálf var á ferð með pabba í bílnum á 7. áratugnum, og við vorum kannski að koma úr Landeyjunum, þá vildi ég endilega fá að prófa að stýra bílnum. Ég fékk að stýra bílnum á smá kafla, en pabbi fór ekki úr bílstjórasætinu. Ég var á svipuðum aldri og guttinn sem fékk að keyra gegnum Héðinsfjarðargöngin.
Á þessum árum, þarna á sjöunda, þegar við heimsóttum vinafólk á býli í Landeyjunum, þótti það reyndar ekki tiltökumál að krakkar keyrðu traktór og ynnu að slætti og snúningi á þessum vélum.
Man alltaf eftir að jafnaldra mín á þessum bæ (þá rúmlega 9 ára), keyrði traktórinn eins og hershöfðingi við snúning á heyji, og ég fékk að sitja í. Og leit vitanlega mikið upp til þessarar jafnöldru minnar, sem kunni á vélina eins og hver annar svínharður bóndi.
En í dag, þykir ekki við hæfi að lítil börn stýri slíkum farartækjum. Ef svo, þá er það líklega barnaverndarmál. Enda er ég á þeirri skoðun að börn eigi alls ekki að koma nálægt farartækjum fullorðinna.
Það væri kannski sniðugt að krakkar kæmust í bíl- eða traktorshermi til að æfa sig fyrir fullorðinsárin. En úti á túni eða á Þjóðvegi eitt: nei, nei.
Níu ára ökumaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2010 | 02:14
Góði hirðirinn með misvísandi auglýsingar um afslátt á Þorláksmessu.
Góði hirðirinn auglýsti 35 til 50% afslátt af öllu á Þorláksmessu. Ég beit á agnið og fór í Góða hirðinn um kaffleytið á Þorláksmessu. Fann nokkra góða hluti ásamt 18 stykkjum af tímaritum, sem ég vissi að þeir seldu yfirleitt á 50 kall stykkið.
Er ég var að vafra þarna um kemur starfskona æðandi út af lagernum og æpir yfir alla búðina: "50% af öllu og 35% afslásttur af öllu í betri stofunni og það sem er innan búðarborðs. 50% afsláttur af öllu draslinu. Ég er farin í frí og óska ykkur gleðilegra jóla." Starfskonan fékk svörun við jólakveöjunni. Veit ekki hvort það voru starfsmenn eða kúnnar sem óskuðu henni gleðilegra jóla, en það skiptir ekki máli.
En þegar ég kem á kassa með það sem ég vildi kaupa, spurði ég hvað tímaritin kostuðu með afslættinum. Svarið var: "Nei, það er ekki afsláttur af þessu, við förum ekki niður fyrir 50 krónurnar."
Bendi því viðskiptavinum á að spyrja hvað varan kostar, áður en hún er stimpluð inn í kassa og/eða borgað fyrir hana.
Það er ansi hart að fara í búð sem býður afslátt á öllu, og þegar til kastanna kemur, er afslátturinn ekki algjör sannleikur, þannig að á maður að meta auglýsingar Góða hirðisins sem bara hálf-sannleik eða bara lygi?
Jólastemning í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2010 | 01:00
Rétt ákvörðun ráðerrra, enda ....
hafa svona rafbyssur banað mörgum. Hvaða íslenskur lögreglumaður vill verða til þess að hugsanlega bana einstaklingi með því að beina rafbyssu á hann?
Er einnig sammála um að takmarka eigi vopnaburð lögreglu.
Lögregla fær ekki rafbyssur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2010 | 00:45
Man ekki eftir svona veðri síðan í jan. 2000, það var mun verra ... en
... en þá fékk ég það verkefni að bera út DV fyrir vinkonu mína sem skellti sér á sólarströnd um jól og áramót. Þetta var á föstudagskvöldi um miðjan janúar 2000, en ég skuldaði henni einn útburð og vaninn var að bera út helgarblaðið á föstudagskvöldi, sem og ég erði. Er ég var nýbyrjuð útburðin skall á þetta þvílíka ofsaveður, að ég átti fótum fjör að launa. Ég þurfti að halda í hveja þá girðingu, ljósastaur eða eitthvað haldbært sem varð á vegi mínum, er ég gekk milli húsa. Ég ætlaði mér að klára útburðinn, hvað sem það kostaði, og á endanum kom ég öllum blöðunum til skila.
Veðrið var þvílíkt ofsafengið, en veðrið í kvöld hefur ekkert verið í líkingu við 2000 veðrið þó að ég hafi faðmað ljósastaur aðeins til halds og trausts, eftir að ég steig út úr strætó um kl. 18 í kvöld.
En það sem kom mér í opna skjöldu varðandi ofsarokið í kvöld, var að ég settist út á lokaðar svalir hjá mér um kl. 20:30 í kvöld til að fá mér smók. Ég var ekki búin að sitja þarna nema í nokkrar sekúntur, er stór hlunkur lenti á svalaglugganum. Sem betur fer án þess að brjóta rúðuna.
"Hvað var þetta?" hugsaði ég með mér. Þetta var stórt og þungt. Eg kíki niður og sé hálfan múrstein eða steiptan stein liggja á gangstéttinni. Ég klæði mig strax í jakka og set upp hanska og hleyp út til að hirða sönnunargagnið. En þar var horfið þegar ég kom út.
Ég fór svo aftur út stuttu síðar til að leita í kring. En hlunkurinn var á bak og burt. Það virðist með ólíkindum hversu þungir hlutir geta tekist á loft í þessu roki, sérstaklegar það sem vindhviður eru miklar, sérstaklega á milli húsa.
Fólk þarf greinilega að gæta þess að hafa ekki neina lausa hluti á lóðinni hjá sér í svona óveðrum.
Þakið á Eden að losna, flotbryggja í sundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2010 | 01:30
Var twistandi strætisvagni Bs. á Sæbraut ekið af fíkniefnaneytanda?
Það er eftitt að setja fyrirsögn á þennan þráð. En ég verð að segja að ég dáist þó að lögreglunni fyrir að hafa náð tíu ökumönnum undir áhrifum fíkniefna.
Hér áður fyrr, var alltaf talað um "stút undir stýri" (þann sem var tekinn undir áhrifum áfengis) - Hvað er hægt að kalla bílstjóra sem keyrir undir áhrifum fíkniefna?'
Hef stundum tekið eftir því að fólk fær sér öllara og keyrir svo heim til sín. Án þess að hafa hugmynd um hvort áfengi mælist í blóðinu og/eða það er komið yfir mörkin.
Fyrir rúmum áratug lenti ég í því að missa prófið, en ég hélt að ég væri búin að sofa úr mér þann bjór sem ég hafði drukkið kvöldið áður. En það var ekki svo.
Um daginn hitti ég konu, sem er þekkt hér í þjóðfélaginu, og tókum við tal saman. Hafði ekki séð hana í mörg ár, en þóttist kannast við hana. Jú, mikið rétt: þetta var hún. Tjáði hún mér að hún hefði lent í læknamistökum. Læknirinn reyndist vímuefnasjúklingur. Hann var rekinn og missti læknaleyfið.
Að sögn konunnar, fékk þessi læknir vinnu hjá Strætó bs. Enda hafði viðkomandi hreint sakavottorð, þar sem hann hafði aldrei fengi á sig kæru vegna læknamistaka, að hennar sögn.
Ég tjáði þessari konu, að ég hefði lent í undarlegum viðskiptum við Strætó bs. í fyrra, eða réttara sagt við bílstjóra sem ók strætó hjá þessu Bs. fyrirtæki, sem ku vera sameignarfyrirtæki nokkurra sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu.
Ég var að bíða eftir vagni nr. 5 fyrir utan Íslandsbanka á Sæbraut. Þegar vagninn kemur, ekur hann ekki að strætóskýlinu, en stöðvar á miðri hraðbrautinni og hleypir mér inn. Bílstjórarnir sem voru fyrir aftan vagninn voru tillitssamir og stöðvuðu bíla sína, en þegar ég hugsa til baka, hefðu þeir átt að þeyta lúðrana. Vegna þess að vagninn var í algjörum órétti.
Ég stíg inn í vagninn og spyr vagnstjórann hvort han hefði ekki átt að keyra upp að strætóskýlinu: "Jú kannski" sagði hann og hló.
Síðan tekur hann af stað og það er reyndar ekki löng leið að næsta ljósi, á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Á þessari stuttu leið, fer vagnstjórinn að "twista." Hann vingsar stýrinu eins og smákrakki, hærgi/vinstri hægri/vinstri, þannig að vagninn vingsar til hliðar á veginum, eins og hann væri að tvista.
Mér fannst þetta undarlegur akstur, en var ekki nægilega fljót að hugsa um að þetta væri eittgvað afbrigðilegt, þannig að ég tæki mig til og klagaði þennan akstursmáta.
En kannski var læknirinn kominn þarna undir stýri. En sem betur fer hef ég tekið eftir því á strætisvagnaferðum mínum, að stundum eru þarna á ferðinni aðilar sem hringja strax og kvarta við Strætó bs. ef eitthvað er að, t.d. seinkun. Þannig að ég er að vona ef "strætóbílstjóralæknirinn" hafi hegðað sér svona óviðeigandi á öðrum tímum, að þá hafi örugglega verið einhverjr framtaksamari farþegar en ég til að tilkynna óviðeigandi aksturslag.
En sem sagt, eftir því sem ég frétti fyrir stuttu, þá var fíkniefnaneytandi og fyrrverandi læknir ráðinn sem bílstjóri til Stræbó bs. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, en trúi þessari sögu miðið við reynslu mína af viðskiptum við fyrirtækið.
Tíu undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 23:48
Undarleg matreiðsla á Mbl. á málefnunm Hraðbrautar.
Ekki kemur fram í frétt Mbl. hvaða upphæð Menntaskólinn Hraðbraut fékk, umfram rekstrarfé, án þess að uppgjör fór fram. Fram kom í fréttum á RÚV í kvöld að rekstraraðilar skólans hefðu reiknað sér háar fúlgur í arð og lán. Mig minnir að lánaupphæðin ein hafi hljóðað upp á 50 milljónir króna.
Mér kemur ekki á óvart að gagnrýni Lilju Mósesdóttur, á fjármagni til skólans sem hann virðist hafa fengið á silfurfati, hafi falliið í grýttan jarðveg, enda er Lilja ekki Sjálfstæðiskona.
Er ekki saga einkarekinna skóla úr sögunni? Þeir sem voru að reka einkafyrirtæki á árunum fyrir hrun, virðast hafa fitnað eins og fjandinn á fjósbitanum, fyrir utan jú "allar" meðferðarstofnanarnir sem voru reknar hér en heyra nú sögunni til.
Spillingin var í algleymingi og það er stjórnvalda að uppæta spillingu og horfa gagnrýnum gleraugum á fjárhagsáætlun ríkisins.
Trúi því að margir treysti Lilju Móses til að gagnrýna þetta apparat.
Aðrir taki við nemendum Hraðbrautar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2010 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2010 | 00:35
Þú býrð í Bananalýðveldi. Vissir þú það?
Fjármálaeftirlitið virðist hafa verið gjörsamlega máttlaust apparat stjórnvalda fyrir, og jafnvel löngu fyrir, bankahrunið. Ef marka má niðurstöður rannsóknaraðila á starfsaðferðum Landsbanka Íslands og Glitnis, sem sakóknari fékk til liðs við sig, til að rýna í starfsaðferðir þessara banka.
Það er með öllu ólíðandi að Fjármálaeftirlitið hafi ekki verið megnugt að sinna starfsskyldum sínum. Af hverju? Og af hverju var íslenska Kauphöllin svona blind? Var hún í makki með þessum aðilum sem blekktu markaðinn? Og svo eru starfsmenn banka, fjármálastofnana og kauphallar ennþá þarna að störfum, eða hvað; alltaf í sömu gömlu áskriftinni að launaseðlinum sínum; enda hefur enginn gert neinar athugasemdir við starfsemi þessara aðila eða þeirra stofnana sem þeir stjórna.
Ég segi það enn og aftur: við sem búum hérna ennþá á Íslandi, við búum því miður í BANANALÝÐVELDI. Því miður. En þú veist bara ekki af því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2010 | 23:37
Er Landsbankinn ekki í skuld við Íslendinga - afþökkum hærri skatta!
Sem skattborgari þessa lands, á ég rétt á því að vita hvað ég þarf að greiða mikið í prósetum af launum og/eða fjármagnstekjum, eða öðrum gjöldum ríkissjóðs vegna Icesave. Icesave var ekki ekki einu sinni á könnu ríkisins. Það var á könnu banka sem ríkið seldi árið 2004. Af hverju eigum við almenningur að blæða vegna þess gjörnings?
Við eigum heimtingu á að vita um stöðu Landsbankans. Hann er ennþá í eigu ríkisins, eða hvað?
Mér skildist nú hér á dögunum, að það fengist nú mestmegnis upp í Icesave kröfurnar, vegna útistandandandi lána sem bankinnn veitti. Hver er staðan í dag?
Þessu þarf að fá svarað. Og sem fyrst. Helst í gær.
Býsna góð niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvaða hætta felst í því fyrir Átvr að einhverjar tegundir af jólabjór seljist upp? Verða viðskiptavinirnir vitlausir og gera kannski byltingu eða hvað? Eða er kannski hætta á að ÁTVR græði ekki nógu mikið, af því að ekki verður hægt að fóðra alla viðskiptavini á jólabjór?
Þetta er skrýtin umræða, enda hef ég haldið að það ætti að vera á höndum ríkisvaldsins að halda áfengi frá íbúum þessa lands. Var ÁTVR annars ekki með einhvers konar forvarnarátak á sinni könnu hér um árið? Ef svo er, hlýtur það að hafa verið fyrir hrun.
En ég held að áfengiskaupendur fari svo sem ekkert í jólahundana þó að einhver jólabjór seljist upp: þeir kunna að bera sig eftir björginni og kaupa sér bara einhvern annan bjór sem er á boðstólum.
Hætta á að bjórinn seljist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.12.2010 | 00:02
Geimferjan n X37B ægilegur hlunkur ...
... og lítur út eins og hver önnur flugél (þota). Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni á hvaða eldsneyti þessi geimferja keyrði, ef einhverju. En það sem Bandaríkjamenn hafa verið aö velta sér fyrir, árum saman, er hvernig er hægt að hanna geimferju sem keyrir á einhverju öðru en áþreifanlegu eldsneyti. En flaugar/diskar sem hafa hrapað til jarðar í BNA á s.l. áratugum, hafa ollið verkfræðingum miklum heilabrotum.
Fljúgandi diskar sem ameríski flugherinn hefur hirt upp eftir hrap og sem eru geymdir á þar til gerðum stöðum, þar sem hönnun og rannsóknir á flugförum og geimförum fara fram, hafa greinilega ekki skilað neinni þekkingu til þeirra. Fljúgandi "furðuhlutir" eru ofar þeirra skilningi, sem og okkur hinna.
Þannig að við sem búum á þessari jörð, erum á eins konar frumstigi, hvað varðar það að fljúga um geiminn.
En miðað við móralinn hér á jörð, eru samt margir klárir karlar og kerlingar sem hafa vit og verkfræðivit til að þróa ýmis apparöt sem hafa komið okkur út í geiminn.
Það tekur sinn tíma, en það eru aðrar lífverur þarna úti sem eru komnar miklu lengra en við í geimvísindum.
Málið er að Kaninn þegir yfir því sem hann veit, vegna þess að hann vill ekki að aðrar þjóðir verði á undan með að þróa geimvísindin á undan þeim sjálfum, og síst Rússa.
Það ríkir ennþá kalt stríð milli þjóða í þessu tilliti.
Leynileg geimferja til jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |