Undarleg matreiðsla á Mbl. á málefnunm Hraðbrautar.

Ekki kemur fram í frétt Mbl. hvaða upphæð Menntaskólinn  Hraðbraut  fékk, umfram rekstrarfé, án þess að uppgjör fór fram. Fram kom í fréttum á RÚV í kvöld að rekstraraðilar skólans hefðu reiknað sér háar fúlgur í arð og lán. Mig minnir að lánaupphæðin ein hafi hljóðað upp á 50 milljónir króna.

Mér kemur ekki á óvart að gagnrýni Lilju Mósesdóttur, á fjármagni til skólans sem hann virðist hafa fengið á silfurfati, hafi falliið í grýttan jarðveg, enda er Lilja ekki Sjálfstæðiskona.

Er ekki saga einkarekinna skóla úr sögunni? Þeir sem voru að reka einkafyrirtæki á árunum fyrir hrun, virðast hafa fitnað eins og fjandinn á fjósbitanum, fyrir utan jú "allar" meðferðarstofnanarnir sem voru reknar hér en heyra nú sögunni til. 

Spillingin var í algleymingi og það er stjórnvalda að uppæta spillingu og horfa gagnrýnum gleraugum á fjárhagsáætlun ríkisins.

Trúi því að margir treysti Lilju Móses til að gagnrýna þetta apparat.


mbl.is Aðrir taki við nemendum Hraðbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Je ,, sure!!! En hvernig væri nú að klára að lesa samningin áður en kveðinn er upp dómurinn? Nýstalínistarnir tína allt til, akkúrat núna, til að dreifa athygli lýðsins frá því sem skiptir máli NÚNA! Þ.e. ICE SAVE sem Skattgrímur og co eru komin með útí horn, búin að gera uppá bak, ja hva c.a ríflega 40 þúsund milljónir! Er ekki í lagi? Svo kemur menntamálanefnd með eitthvert fansý útspil útaf einhverjum einkaskóla, akkúrat núna?

 Smoke screeen???

Come on, been there done that!

Elías Bj (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 03:28

2 identicon

Þó að Óli hafi farið svona með þennan skóla þá finnst mér ekki rétt að útiloka þessa leið. Sjálfur fór ég í Hraðbraut og kerfið sem þarna er hentar sumum mjög vel. Fjármagnshliðina þarf bara að útfæra betur ;)

kv. 

Dagur Torfason (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 03:33

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Spillig Sjalfstaedismanna og Frimurara teygir arma sina vida i thjodfelaginu og a ser engin takmork.

Guðmundur Pétursson, 11.12.2010 kl. 05:19

4 identicon

Elías Bj: Semsagt allt sem kemur upp í þjóðfélaginu núna sem að er ekki IceSave er bara til þess fallið að þyrla ryki í augu landsmanna?

Þú vilt semsagt meina að þegar það kemur upp á yfirborðið að þegar ríkisstyrkt einkastofnun hefur verið að fá meiri peninga en henni hefur verið ætlað, einstaklingar fyrir hönd ríkissins hafi verið að semja um vaxtalausa lánveitingu án þess að hafa heimild til þess, og að forsvarsmaður þessarar "einkastofnunar" hafi notað hluta af peningunum sem að hann átti ekki að fá til þess að greiða sér arð í anda bankamanna 2007. Þá eigi alls ekki að fjalla um né skoða málið, því að þá minnki athyglin á IceSave?

Nei við skulum þá bara hætta að hugsa um allt nema IceSave. Við skulum leyfa 2007 spillingunni að halda áfram, því að ef við tökum á henni þá gætum við nú tekið athyglina af IceSave og "Skattgrím", og það má alls ekki gerast.

Það er rétt að ríkisstjórnin er komin með fulla bleyju og drullan nær upp á bak, en þarna er samt stór hópur fólks að vinna að mismunandi verkefnum.
En samsæriskenning er það ekki.

Guðmundur Pétursson: Alltaf áhugavert þegar fólk talar um spillingu í svona "flokkatali", það sýnir bara að viðkomandi tilheyrir hinum spillihópnum.
Vinstri hliðin var útspillt áðuren Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar tóku við völdum. xD og xB tóku þá bara upp sína eigin spillingu, eins og landinn þekkir. Og núna þegar Samfylking og Vinstri Grænir hafa tekið við, þá hefur lítið sem ekkert breyst. xS og xU hafa bara verið að vinna sig að því að losna við xDxB spillinguna til að koma sinni eigin að, og eru ekkert skárri. (Svo má líka horfa til borgar og bæjarfélaga þar sem xS hefur verið við stjórn, ekkert minni spilling þar.)

Þessi spilling er þverpólitísk og gengur á alla flokka, það er hugarfarið bæði innan flokka og utan sem þarf að breytast. Hugarfarið að þetta sé bara allt í lagi.
Réttast væri að taka listann af öllum þeim sem hafa setið á alþingi frá 2000 til núna og bannfæra þetta fólk frá stjórnmálum.

Jónatan (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband