Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

IMF setur alltaf reglurnar - Þetta eru kallarnir sem ráða á heimsvísu

Það hlýtur að fara eftir því hverjir sitja í stjórn sjóðsins hvaða
skilyrði hann setur fyrir lánveitingu.
Í gegnum tíðina hefur IMF aðallega verið fjármagnaður af USA
og valdablokkum í Evrópu og hafa samhjálpartengsl þróast milli ríkisstjórna,
stórfyrirtækja og alþjóðlegra stofnana. Það hefur alltaf verið þessum
aðilum í hag að geta stjórnað alþjóðlegu fjármagni: (fátæku) landi er
lánað og peningarnir lenda yfirleitt á endanum í vösum stórfyrirtækja í gegnum
uppbyggingarverkefni í landinu eða með eignaraðild á fyrirtækjum og
auðlindum á einn eða annan hátt.
Hefur þetta verið sérstaklega áberandi í olíu- og verktakageiranum.
Kallarnir sem stjórna þessum stórfyrirtækjunum
eiga vini í stjórn sjóðsins eða eru þar jafnvel sjálfir í stjórn!
 
 
Íslensk stjórnvöld verða að sjá til þess að við verðum ekki
skuldsett við stofnanir á borð við IMF fyrir lífstíð, þ.e. láti stjórnast af
þessu heimskerfi, sem í rauninni stjórnar nánast um allan heim.
 
IMF er stórt valdakerfi í dag sem varð til í lok heimstyrjaldarinnar seinni,
ásamt Alþjóðabankanum, og var hugmyndin að endurbyggja Evrópu
sem var í rúst. Kefið þandist fljótt út og fólki var talin trú um að það ætti
að bjarga öllum frá kommúnismanum. En þegar Sovétríkin féllu sáu allir
að kerfið átti sér rætur að rekja í kapítalisma og markmiðið var auðvitað
hnattvæðing. Það eru þeir sem setja reglurnar.
 
Félagsleg velferð, umhverfisvernd og önnur lífsgæði víkja fyrir græðgi
alþjóðafyrirtækja og aðaláherslan hefur verið, og er fyrst og fremst, einkavæðing.
Litlar þjóðir mega sín lítils þegar alþjóðavæðingin á borð við IMF er komin inn
fyrir þröskuldinn.

mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar þekktir fyrir peningaþvætti.

Þessi flökkusaga um 'rússapeninga' á Íslandi heyrði ég fyrir nokkrum
árum og virðist sagan hafa farið víða. Engar sönnur hafa verið færðar
á þennan orðróm, en ekki hægt að útiloka að rússneskir mafíupeningar
hafi ratað hingað óbeint.
 
En ætli þessi Boris Berezovski, auðkýfingur í útlegð í London
þekki eitthvað til fjárglæframannanna sem bera sama eftirnafn: Oleg og Igor Berezowski?
(eða nánast, þar munar um tvöfalt-vaff).
Þeir ráku Prima, glæsilegan strandstað á Rimini, og eftir að ítalska lögreglan
hafði fengið sérstakan áhuga peningaþvætti félagins Benex, sem var eins konar
banki í bankanum, í Bank of New York, sem gerði rússum kleyft að millifæra
fjármuni frá Rússlandi og koma í skattaparadísir, fundu þeir út að Prime hefði
rúllað miklum fjármunum gegnum Benex. Hafa þeir kumpánar verið ákærðir og telur
lögreglan að Prima hafi verið notað til að koma fjármagni baka til Rússlands, sem
hafði verið flutt leynilega þaðan á 9. áratugnum. - Eftir hrun Sovétríkjanna hefur miklu
fjármagni verið rúllað út úr landinu gegnum Benex og telur það um 8 billjónir dollara.
 
Aðrir rússneskir mafíósar hafa líka verið iðnir við peningaþvætti og tókst að múta
bankamönnum og komust þannig með klærnar ofaní skúffuna í rússneska seðlabankann og
kræktu sér í 4.8 billjónir dollara, sem var lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til Rússa.
Innanbúðarmenn í þessum seðlabanka dreifðu fénu á mörg aflandsfélög, og voru
nokkur þeirra staðsett á Jersey á Bretlandseyjum. Síðan var fénu komið aftur til
Rússlands, nánar tiltekið til nokkurra auðugra fjölskyldna í Moskvu.

mbl.is Segir Rússa hafa keypt Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála! Enda núverandi stjórnvöld undir smásjánni

Oft var þörf en nú er nauðsyn! Það dugar ekki að fyrrverandi stjórnarsamstarf hafi liðast sundur og ný stjórn hafi litið dagsins ljós 1. febrúar 2009, vegna þrýstings frá almenningi sem hefur staðið mótmælavaktina vikum saman. Ef einhvern tíma þarf að mótmæla, þá er það ákkúrat núna!

Er núverandi stjórn einhvers megnug í því ástandi sem ríkir í samfélaginu? Almenningur er óþolinmóður viðskiptavinur. Hann vil fá svör í dag. En auðvitað verður fólk að gefa stjórnvöldum svigrúm til að vinna að nýrri lagasetningu og reglugerðum sem koma almenningi til góða. En almenningur vill heyra frá stjórnvöldum á formlegum fundum sem eru opnir almenningi. Fæstir fylgjast með nýjum lagasetningum á vefjum stjórnsýslunnar. Það þarf að upplýsa almenning með vikulegum fundum t.d.

Ef ekkert áþreifanlegra verður gert að hálfu stjórnvalda til að sýna almenningi fram á að 'hlutirnir séu að mjakast í átt til betra ástands' eigum við eftir að upplifa 'franska byltingu' hér á Fróni.

 


mbl.is Mótmælt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt, og í boði Landsbankans!

Skv. kvöldfréttum í sjónvarpi RÚV voru kaupin fjármögnuð af Landsbankanum á sínum tíma. Vonandi með veði í íbúðinni. Allir landsmenn og aðrir sem áttu hlut í bankanum eru búnir að tapa sínu. Banki sem vinnur svona við að lána fólki til að það geti borist á (það er ekki eins og það hafi verið að lána einhverjum rekstri til að skapa atvinnu fyrir almúgann, eða hvað?) er ekki verður þess að landsmenn eigi hlut í slíku fyrirtæki, né versli við það. Enda er það fyrirtæki gjaldþrota; gamli Landsbankinn.

Maður skammast sín. Maður leyfir sér að læðast eins og mús, inn í útibú sömu stofnunar, þó að það heiti núna "nýji" Landsbanki, til þess að biðja um 50 þúsund króna viðbótar yfirdrátt á hin 50 þúsundin.

En kannski þarf maður ekkert að skammast sín þó að maður hafi hvorki verið að fjárfesta í ofurbílum né ofuríbúðum á okurlánum eða myntkörfulánum síðustu misserin. Kannski kemur maður bara vel út úr kreppunni þrátt fyrir allt? A.m.k. þarf ég ekki að hafa áhyggjur hvort einhver eign mín seljist niðri á Mannhattan eða ekki, vegna þess að ég hef ekki verið að ofurselja mig með lánum frá gráðugum lánastofnunum (en þær eru enn að: sparisjóður einn er stanslaust að reyna að fá mig í viðskipti; þeir fatta bara ekki að að ég myndi aldrei byrja í viðskiptim við banka á yfirdrætti, sama hvað er í boði ...).

Bestu helgarkveðjur!

P.S. Í það eina skipti sem ég hef komið á Manhattan man ég sérstaklega eftir einni sýn: negrafjölskylda sem var mætt niður á miðja Manhattan með sófasettið sitt og sat sem fastast í því. Stórt og mikið fólk sem hafði hátt. Þorði ekki að taka mynd af þessu dæmi. Greinilega húsnæðislaus og mótmæltu ástandinu á sinn hátt. Þetta var árið 1991. Ætli margir séu heimilislausir í New York þessa dagana?


mbl.is Selja íbúð á Manhattan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilislegur skítkokkur eða ofur eldamennska keðjubakkafyrirtækis?

Ooo, hvað ég skil þessa fanga vel. "Þetta er svo gegnumsoðið" segja þeir, í mbl.is frétinni, og þeir eiga hreinlega að láta þennan ófögnuð fjúka beint í ruslafötuna, fangarnir þarna á Litla Hrauni. Og heimta "mat!" Ég sé fyrir mé niðursoðnar grænar baunir og annan hrylling sem er ekki einu sinni niðursoðinn, og ekki boðlegur mönnum, við að lesa þessa frétt.
 
Þó að þeir séu fangar/afbrotamenn, eru þetta upp til hópa menn í vinnu þarna á Hrauninu og þurfa sitt og eiga ekki að láta bjóða sér upp á neitt drasl-fæðis-kjaftæði.
 
Þegar ég var krakki dvaldi ég oft fyrir austan fjall hjá ættingjum á sumrin og
pabbi einnar leiksystur minnar var bryti á Hrauninu. Heyrði aldrei neinar
matarsögur þaðan, enda aldrei talað beint við krakka, en ég aldist þarna upp við
að það var talað um þetta fangelsi sem "Letigarðinn."
Ef fangar eru latir, er það auðvitað fangelsisyfirvöldum að kenna. Engum öðrum.
 
Fyrir þó nokkrum árum var ég að velta því fyrir mér hvernig það virkaði,
ef maður vildi t.d. færa föngum í fangelsinu við Skólavörðustíg
rjómatertu eða aðra heimabaka tertu, svona þeim til tilbreytingar.
Ég sá fyrir mér að ég hringdi á dyrabjölluni á grjótinu þarna við
Skólavörðustíginn, spyrði um kokkinn, og ef ég fengi samband,
tjáði honum erindið, fengi tertan inngöngu? (Þessar pælingar hafa ekkert
að gera með að smygla rakvélablöðum eða beittu sporjárni í tertu inn í
fangelsi).
 
Einhverju síðar, eftir þessar pælingar, komst ég að tilviljun í kynni við konu,
sem er reyndar fjarskyldur ættingi minn, og sem var þá nýkomin á eftirlaun og hafði unnið sem fangavörður þarna í grjótinu á Skólavörðustígnum, sem og í öðrum díflyssum þessa lands.
 
Þegar ég komst að starfsferli þessarar nýju kunningjakonu minnar,
gat ég ekki stillt mig um að segja henni frá þessum pælingum mínum
og ekki stóð á svarinu hjá kerlu. En svarið eyðilagði allt fyrir mér:
tjáði hún mér að enginn kokkur væri lengur þarna og allur matur kæmi
á matarbökkum. Fangar fengju stundum samlokur (sem millibita, minnir mig).
Það var af sem áður var, og þegar hún vann þarna á fyrri árum: "þá nægði að
kíkja ofaní pottana hjá kokkinum í eldhúsinu til að vita hvaða dagur var."
 
Veit ekki hvort maturinn er betri á Skólavörðustígnum í dag á
matarbökkunum miðað við það sem kom upp úr pottunum hjá
kokkinum hé fyrr á árum.
 
En það sem ég veit fyrir víst, að þegar þar var kokkur starfandi, þá fengu
fangar að vinna í eldhúsinu, vegna þess að ég man eftir frétt í
mogganum fyrir mörgum árum, sem hljóðaði á þá leið að fangi
sem vann í eldhúsinu hefði náð að strjúka þegar hann var sendur
út með ruslið. Honum tókst að klifra yfir steinvegginn sem umlykur
fangelsið við Skólavörðustíg. Ekki kom fram í fréttinni hvort það hafi verið óbeit á eldamennsku kokksins, leiði við uppvaksið eða þrá eftir frelsinu, sem fékk fangann til að flýja úr díflyssunni yfir steinvegginn.

mbl.is Fangar ósáttir við matinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá snjóföl á Írlandi - en skólastarfi aflýst!!

Mér blöskrar alltaf þega svona fréttir berast. Það snjóar smávegis á N-Írlandi eða einhvers staðar í Ameríku og allt verður STOPP.

Eru ekki seld nagladekk þarna á N-Írlandi eða hvað?

Eða kannski snjóar svona sjaldan þarna, að hjólbarðafyrirtæki sjá sér ekki hag í því að vera með snjó- eða vetrardekk á boðstólum. Bretlandseyjar heita ekki "græna eyjan" fyrir ekki neitt.


mbl.is Enginn skóli sökum snjókomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipti á ráðuneytisstjóra er bara annað orð yfir 'uppsögn' eða vera 'vikið úr starfi'

vegna stjórnarskiptanna, en það má ekki segja það. Það er alltaf verið að tala undir rós. Hvað þýðir það í rauninni að starfsmaður ráðuneytis, sem hefur sinnt starfi sínu árum saman, sé settur í 'sérverkefni'? - Vonandi snúast sérverkefnin um að finna lausnir á hvernig heimilin eigi að fara að því að komast af eftir að hafa verið sett á skuldaklafa vegna óreiðu þeirra sem skuldsettu íslensku bankana upp í rjáfur. Þ.m.t. kjölfestufjárfesta og fyrrverandi bankastjóra þerirra og starfsmenn sem kóuðu með þessu liði.


mbl.is Skipt um ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband