Obama dælir fé í svartholið og hangir í símanum – En hvað gerir Jóhanna? Mjakast truntan úr sporunum?

„Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur hringt um alla jörð frá því hann tók við embætti í janúar. Í dag hringdi hann svo út í geim og ræddi við geimfara, sem eru í alþjóðlegu geimstöðinni.“ skv. frétt á mbl.is  - En tekst honum að koma skikki á bykkjuna?

 

Efast um að það hefði fallið í góðan jarðveg að Jóhanna Sig. og Steingrímur J. hefðu legið í símanum sínkt og heilagt eftir að þau tóku við völdum hér á dögunum. En þau gerðu það eflaust, þótt það væri ekki opinbert. Kannski hringdu þau vegna áherslunnar á að stugga við mansali og rekstrti á nektarbúllum hér um daginn. En þau símtöl sem þau hefðu fengið prik fyrir, væru vissulega símtöl til skattaparadísa til að afla sér upplýsinga um falið fé útfararvíkinganna. Kannski heldur Jóhanna og co. að hún geti bjargað málum hér á stuttum ríkisstjórnarferli eftir Búsáhaldabyltinguna.

 

En fjármálasérfræðingar vestanhafs eru uggandi um hræðilegar afleiðingar af inngripi stjórnvalda í Washington varðandi fjármálamarkaðina. Þeim finnst sorglegt hversu margir heilaþvegnir íbúar trúa að ríkisstjórnin sé lausnin á öllum vandamálum.

 

Álíka viðhorf virðist vera í gangi hér á Íslandi: allir leggja traust sitt á nýja forsætisráðherrann Jóhönnu Sigurðardóttur á sama hátt og Kaninn leggur allt sitt traust á nýja forsetann Obama. Og Obama hangir í símanum! Hugmyndir hafa komið fram hér frá ýmsum spekúlöntum um að skera niður húsnæðisskuldirnar um 20%, einhver kom fram með hugmynd um að lengja lánin í 90 ár, og svo kom hugmynd frá Lilju Móses um að skera lánin um 4 milljónir, o.s.frv.

 

Obama er ákveðinn í að ‘bjarga’ bandaríska húsnæðismarkaðnum með því að hjálpa húsnæðiseigendum með greiðslur á veðlánum og þrýsta á lánveitendur um að gefa eftir ákveðinn hluta af lánunum.

 

En hvað er raunhæft að gera? Hvað virkar? Líklega veit það enginn.

 

Fjármálasérfræðingar vestan hafs segja að markaðsaðstæður hafi aldrei batnað þó að ríkisstjórnir hafi gripið inn í. Og þeir staðhæfa einnig að það sé ekki eitt dæmi í sögunni er ríkið ætlaði að hafa stjórn á fjármagnsmörkuðum að það hafi leitt til góðæris. En samt virðist Obama áfjáður í að dæla ómældu fé inn á markaðinn af því að hann er allur af vilja gerður.

 

Auðvitað: hann er nýr! Nýr forseti og allt. Og nú et tími Jóhönnu líka kominn. Og kannski tími Steingríms J. Eða hvað? En spurningin er: lætur bykkjan af stjórn?

 

Það er hollt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með því sem er að gerast í Bandaríkjunum, því  við erum að glíma við svipuð vandamál. Fyrst og fremst veðlán húsnæðiseigenda m.m. En sérfræðingar vestanhafs vita sínu viti og eru uggandi um stöðu mála. Þeim hryllir við þeirri hugmynd um að skera einhliða niður veðlán vegna þess að það hefur gífurlega neikvæð áhrif á hagkerfið og benda á að dómurum í gjaldþrotamálum hefur aldrei verið leyft að stytta veðlán.

 

Nú er Obama við völd í USA og vill vel, og Jóhanna & co. við völd hér og vilja vel. Bandarísku fjármálasérfræðingarnir eiga til orð eða samlíkingar yfir ýmis fyrirbæri í stjórnsýslunni og mig grunar að þeir eigi jafnvel við einhverja forseta þegar þeir tala um að kjánar geti verið skemmtilegir (var það Reagan?), lygarar eru, oftast, áhugaverðir (hm... hver?), gráðugur maður getur fært þér ríkidæmi, jafnvel fyrir tilviljun (á það kannski við Bush??), en sá velviljaði er alltaf hversdagslegur, jafnvel leiðinlegur og getur líka verið illskeyttur (á það kannski við Obama? eða hvað?). Nei varla, hann er alltaf í símanum þessa dagana!

 

Bandarískir fjármálasérfræðingar líta á USA sem frjálst ríki, stað þar sem heimsfjármagnið á sér heimkynni enda eru stærstu og öflugustu fjármálamarkaðir heims staðsettir þar. Sem er satt. En það sem þeim finnst hryllilegt er að stjórn landsins ætli að fjármagna allt hagkerfið með ferli sem þeir segja vera „Stalínískt.“ Þeir kalla þetta að velviljaður stjórnandi sé orðinn brjálaður. Og þessi velviljaði aðili, meistari Obama,  sem er bakkaður upp af alríkisstjórninni, er í þann veginn að eyðileggja það sem eymir eftir af efnahagslífinu, með því að kasta því litla sem eftir er í USA inn í hina endalausu svörtu holu fasteignamarkaðarins. Þeir líkja þessu við að spikfeitur karl ríði óviljugri bykkju. Og sá er á fullu að tala í gemsann sinn!

 

Kannski er Obama og Jóhanna & co. rétta fólkið, en bara ekki á rétta tímanum: þau settust viljug á bak óviljugri truntu, og ætla að reyna að koma henni af stað. Tekst þeim það?


mbl.is Obama hringdi út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Kannski er Obama og Jóhanna & co. rétta fólkið, en bara ekki á rétta tímanum: þau settust viljug á bak óviljugri truntu, og ætla að reyna að koma henni af stað. Tekst þeim það?"

ÞAÐ ER AÐ MINNSTA KOSTI LJÓST að fólkið sem réð ríkjum bæði hér á landi og í USA

var ekki treyst "fyrir horn" eins og sagt er enda með ólíkindum lélegir valdhafar.

Jóhanna og Obama eiga það sameiginlegt að vera bæði VONARNEISTAR í löndum sínum.

Löndum sem glæpalýð hefur tekist, í skjóli regluleysi fyrri stjórnvalda, að ryksuga nánast upp allt eigið fé hundruða fyrirtækja.

ÞA (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband