Bílstjóri blæðir fyrir verk Bin Laden.

Ætli Bin Laden hafi einhvern tíma lánað bílstjóranum kuflinn sinn? Þann bláa eða hvíta?

Sagan endurtekur sífellt sig hjá Kananum.

Já, einmitt: það er alltaf lítilmagninn sem þarf að líða fyrir verk „stóru strákanna.“ Bara eitt dæmi - innskot - það eru konur, menn, börn og gamalmenni þegar Bush fer inn í Íran og Írak - Einn af fáum sem Bandaríkjamenn hafa neglt eftir 911 er bílstjórinn Bin Ladens! Það er með ólíkindum að þeir hafi dæmt þennan mann í lífstíðarfangelsi. Manni fer að finnast skrýtið að engin skúringarkerling eða skúringarkall hafi fengið dóm vegna Watergate-málsins. Nú eða bílstjóri, hvað þá! Eða fékk kannski einhver í hreingerningum eða ‘leigubílaakstri’ dóm vegna þess máls?

Sagt er að herdómstóllinn í Guantanamao hafi verið sérstaklega valinn m.t.t. sakfellingar. Í þessu máli virðist sem betur fer möguleiki á áfrýjun. En það sem er áhugavert við þetta mál er að þetta er fyrsti herdómsstóllinn síðan í heimstyrjöldinni síðari þegar 6 menn voru teknir af lífi eftir málaferli fyrir herdómsstól. Þau réttarhöld fóru fram fyrir luktum dyrum, með mikilli leynd, án kviðdóms, án blaðamanna, án möguleika á áfrýjun og þar sem reglurnar voru samdar jafn óðum.

 

275px-Nazi_saboteur_trial_3c34579r

 Réttarhöldin fóru fram í dómsmálaráðuneytinu fyrir luktum dyrum frammi fyrir herdómstól. Sá fyrsti síðan í borgarstyrjöldinni - the Civil War - Sagan endurtók sig í vikunni í máli bílstjórans Bin Laden, enda var búið að ákveða að dómsmálið frá því í seinni heimstyrjöldinni yrði prófmál og líkan fyrir mál sem yrðu síðar tekin upp er tengdust ætluðum hryðjuverkamönnum.

 

 

 

 

 

Dasch Þessi gæji, þjónn og uppvaskari, fékk lífstíðardóm í USA í máli meintra hryðjuverkamanna árið 1942, eins og bílstjóri Bin Laden, og án þess að hafa gert neitt, nema uppljóstra um áætlanir um meint hryðjuverk Þjóðverja í USA í seinni heimstyrjöld. Sem sagt: landráðamaður sem fékk aldrei uppreisn æru. Þrátt fyrir loforð FBI um annað.


Mennirnir sex voru dæmdir til dauða og leiddir í rafmagnsstólinn í stafrósröð og voru jarðaðir í grafreit fyrir utangarðsmenn í Washington. Og án þess að hafa gert neitt í USA, þrátt fyrir ráðabrugg Þjóðverja, en höfðu verið vélaðir af Gestapó til að fremja hryðjuverk í USA. Tveir mannanna í aðgerðinni fengu að lokum dóm sinn mildaðan, (annar þeirra hér á myndinni), vegna þess að verjendur þeirra unnu vinnuna sína, þó að þeir hafi í raun aldrei fengið uppreisn æru, og þó að FBI hafi á sínum tíma lofað að þeir yrðu látnir lausir á endanum, a.m.k. annar þeirra, enda handtakan sögð formsatriði, en þeir uppljóstruðu um ráðabrugg Þjóðverja um að ætla að lama stríðsrekstur Bandaríkjamanna í heimstyrjöldinni, með því að sprengja í loft upp ýmis mannvirki.

 

– Þú getur lesið um þetta sanna 'hryðjuverka'-sakamál í næsta eintaki tímaritsins Spennu, sem kemur út eftir u.þ.b. mánuð. Fyrsta tölublað tímaritsins er núna til sölu í Eymundsson og helstu bókabúðum, Hagkaup, Lyfju, Leifsstöð o.fl. stöðum, og þar má núna lesa m.a. um frægasta glæpapar síðustu aldar, sem fékk aldrei færi á að koma inn í réttarsal í Bandaríkjunum og hvað þá láta dæma sig frammi fyrir kviðdómi. Nei, nei, parið var tekið af lífi á götum úti, án dóms og laga.

En veit einhver hvort kviðdómur var í þessu máli bílstjórans Bin Laden? Eða var bílstjórinn bara dæmdur af handpikkuðum dómurunum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband