Kveikt hefur verið á Friðarsúlunni - líklega gegn stríðsástandinu

Slökkt er á henni ár hvert 8. des. á dánardægri John Lennon og síðan kveikt á henni á afmælisdag hans 7. október ár hvert. Nú hefur líklega verið kveikt á henni í ljósi aðstæðna. Hér ríkir stríðsástand: veira herjar á landsmenn sem og aðra úti um heim allan.

Á 20. öldinni las maður sífellt um heimsendaspár og að Heimstyrjöldin þriðja væri í aðsigi. Fimm árum eftir efnahagshrunið 2008 var ég að hitta fólk, t.d. nýbúa hér sem voru á tánum og sem höfðu á tilfinningunni að nýtt hrun væri í aðsigi.

Og maður hefur horft upp á ótal byggingakrana á s.l. árum og t.d. hótel eru byggð eins og enginn sé morgundagurinn.

Margir turnar (íbúðir og hótel) hafa verið byggð í Dubai á s.l. árum en þar hefur fasteignaverð hrunið á s.l. árum. Útlendingar sem hafa unnið þar hafa yfirgefið landið. Og ég var að velta fyrir mér hvort stutt væri í næsta hrun.

En enginn sá fyrir sér að næsta hrun yrði af völdum pínulítilla örvera sem valda veikindum fólks.

Spjallaði við mætan mann um daginn (8.3.) sem starfaði á sínum tíma sem læknir á Borgarspítalanum. Talið barst að Spönsku veikinni 1918. Sagði hann mér frá bók sem hann hafði fengið í jólagjöf: Urðarmáni eftir Ara Jóhannesson.

Þetta er söguleg skáldsaga um Spænsku veikina á Íslandi og sagði hann mér að síðasti kaflinn í bókinni héti "Mars 2020."

Í kaflanum kemur flugvél til Íslands með ferðamenn frá Kína og þeir bera með sér veiru ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar land á í stríði er auðvitað einkar vel við hæfi að kveikja á friðarsúlum. Svona til að það gangi betur í stríðinu hlýtur að vera.

Þarf að ná í þessa bók. Eru þeir búnir að ná þessum Ara?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2020 kl. 23:27

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Þorsteinn, ég ætla líka að ná mér í þessa bók, byrja að reyna við bókasafnið. Var reyndar að garfa í hvar föður afi og amma hefðu verið 1918 og fann svo út að þau höfðu gift sig í ágúst 1918, á bara eftir að finna út hvar? En aldrei heirði ég minnst á Spönsku veikina þegar ég var að alast upp. Þess vegna var ég að ræða við lækninn um 1918. Sagði hann mér að húsnæði fólks hefði verið ábótavant á þessum tíma (líklega lítil kynding o.s.frv.)

Held að engin lögga sé á eftir Ara, enda hafa þeir örugglega ekki lesið bókina. Svo er spurning hvort Ari sé skilgreindufr sem spámaður eða einfaldlega skáldsagnahöfundur?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.3.2020 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband