Dr. fiskifræðingur þekkir helvíti af eigin raun, eða hvað?

Gulur þorskur veiðist 9 mílur vestur af Surtsey. Dr. fiskifræðingurinn Gunnar Jónsson kallar fiskinn "eitt magnaðasta helvíti úr sjó."

Velti fyrir mér af hverju maðurinn kallar fiskinn "helvíti" þó að dýrið sé gult. Kannski hefur fiskifræðingurinn þurft að dúsa í helvíti þar sem guli liturinn var yfirgnæfandi. Ef hann þolir ekki gula litinn verslar hann kannski ekki í Bónus og IKEA.

Hvernig bregst hann við öðrum litum? Litum á fólki sem er t.d. ekki hvítt?

Aumingja dýrið sem doktorinn kallar helvíti, er kannski bara með stökkbreytt gen.

Fiskarnir í sjónum fæða okkur mannfólkið. En það hefur viðgengist árum saman að gera lítið úr sjávardýrum í tungumálinu.

Ekki hugnaðist mér þegar kennari í eðlisfræði kallaði okkur nemendurna í bekknum þroskhausa hér snemma á 8. áratugnum.

Hættum að gera lítið úr dýrum í tungumálinu.

P.S. Varðandi gula þorskinn: hefur hann bara ekki lent í einhverju geislavirku njósnatæki ríkis eða mengun sem gerðu lit hans gulan?


mbl.is „Þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband