Úrgangur jarðarbúa á eftir að tortíma jörð og hafi

og einnig dýralífi, sem við höfum séð í dæminu um álftina sem goggaði áldós. Plast finnst í fiski. Ótrúlegu magni af rusli er sturtað niður úr klósettum þessa lands. T.d. eyrnapinnum.

Er ekki kominn tími til að Veitur gangi fram og hreinlega banna að nokkru sé sturtað niður úr klósettum þessa lands, nema þvagi og saur. Ef landsmenn eru aldir upp við þá hefð að ekkert fer í klóið nema það, gæti það bjargað einhverju. 

Ég tók eftir því þegar ég var í Frakklandi og í löndum við Miðjarðarhaf, þá var klósettpappír ekki settur í klósettið, en settur í ruslafötu sem stóð við hliðina á því.

Það er verðugt verkefni fyrir Veitur, grunnskóla og aðrar stofnanir til að hvetja fólk til að ganga vel um, og jafnvel hreinsa umhverfið með ploggi, og efna til umhverfisverðlauna fyrir fyrirmyndar plogg/tiltekt.

Íbúar þessa lands verða að vakna upp gagnvart þeirri hættu sem dýralíf stafar af úrganginum frá mannskepnunni.


mbl.is Austurríska áldósin á álftinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband