Skyrið bjargar deginum - Hvað þá heilu landi!

Hef oft byrjað daginn á því að þurfa að fara eldsnemma til vinnu. Fæ mér þá nokkrar skeiðar af skyri, enda enginn tími til að útbúa hefðbundinn morgunverð. Ég fær mér nokkrar skeiðar af skyri og það bjargar morgninum.

Hér í gamla daga var engu hent. Heldur ekki skyri. Því var safnað í tunnu og það súrnaði. En það varð ekki ónýtt. Amma min sagði mér að þegar hún var ung, að þá fór hún ásamt annari stúlku í heimsókn á bæ. Þetta var um lamgan veg að fara. Kannski hálf dagleið eða svo. Amma borðaði súrt skyr áður en hún lagði upp i heimsóknina, en hin stúlkan fékk sér ekki skyr. Að sögn ömmu varð stúlkan hálf máttlaus við því að fara þarna á milli bæja, af því að hún fékk sér ekki skyr áður en hún fór af stað. En ég reikna með, að þær stöllurnar hafi ekki haft neitt nesti með sér til fararinar.

En skyið bjargaði ömmu. Og mér líka: nokkrar skeiðar af skyri, og deginum er bjargað.


mbl.is Útnefndir heimsmeistarar í skyrsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband